Enski boltinn

Trent Alexander-Arnold: Draumur að skora fyrir æskufélagið sitt

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Trent Alexander-Arnold fagnar marki sínu í kvöld.
Trent Alexander-Arnold fagnar marki sínu í kvöld. Vísir/AFP
Táningurinn Trent Alexander-Arnold var í skýjunum eftir 2-1 sigur Liverpool á Hoffenheim í kvöld í fyrri leik liðanna í umspili um laust sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

Trent Alexander-Arnold skoraði eina mark fyrri hálfleiksins með glæsilegu skoti beint úr aukaspyrnu. Þetta var hans fyrsta mark fyrir félagið en strákurinn er bara átján ára gamall.

„Þetta er draumi líkast að fá að spila sinn fyrsta Evrópuleik og halda upp á það með marki. Það er draumur að skora fyrir æskufélagið sitt,“ sagði Trent Alexander-Arnold við BT Sport eftir leikinn.

„Við erum vonsviknir með að fá á okkur þetta mark í lokin en það er gott að fara með forskot í seinni leikinn á Anfield,“ sagði Alexander-Arnold.

„Þeir ýttu mér út í það að taka aukaspyrnuna. Ég hafði á endanum sjálfstraustið til að taka hana. Við vitum að þetta verður ekki auðveldur leikur í næstu viku en við við höfum skiulagið til að vinna þá,“ sagði Alexander-Arnold.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×