Viðskipti innlent

Baldur Dýrfjörð til Samorku

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Baldur starfaði áður hjá Norðurorku hf.
Baldur starfaði áður hjá Norðurorku hf. Auðunn Níelsson
Baldur Dýrfjörð, lögfræðingur, hefur verið ráðinn til Samorku, samtaka orku-og veitufyrirtækja.

Áður starfaði hann hjá Norðurorku hf., veitufyrirtæki í eigu sex sveitarfélaga við Eyjafjörð. Auk þess hefur Baldur starfað sem starfsmannastjóri Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri, sem bæjarlögmaður hjá Akureyrarbæ og þá var hann lögfræðingur Íslandsbanka.

Í tilkynningu frá Samorku segir að Baldur hafi, sem fulltrúi Norðurorku hf., starfað í ýmsum nefndum og ráðum hjá Samorku í gegnum tíðina. Þekki hann því vel til samtakanna, þjónustu þeirra við aðildarfyrirtækin og hlutverks þeirra.

Eftir samruna Sambands íslenskra hitaveitna og Sambands íslenskra rafveitna var Samorka stofunð árið 1995. Innan samtakanna starfa fráveitur, hitaveitur, vatnsveitur, raforkuframleiðendur, raforkusalar og flutnings-og dreifingarfyrirtæki raforku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×