Fótbolti

Ótrúlegur árangur Zidane: Titlarnir jafn margir og tapleikirnir

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Zidane með spænska Ofurbikarinn.
Zidane með spænska Ofurbikarinn. vísir/getty
Real Madrid tryggði sér spænska Ofurbikarinn með 2-0 sigri á Barcelona á Santiago Bernabéu í gærkvöldi. Real Madrid vann fyrri leikinn á Nývangi 1-3 og einvígið samanlagt 5-1.

Þetta var sjöundi titilinn sem Real Madrid vinnur síðan Zinedine Zidane tók við liðinu af Rafa Benítez í upphafi síðasta árs.

Undir stjórn Zidanes hefur Real Madrid unnið Meistaradeild Evrópu í tvígang, Ofurbikar Evrópu tvisvar sinnum og spænsku úrvalsdeildina, heimsmeistarakeppni félagsliða og spænska Ofurbikarinn einu sinni.

Árangur Zidanes með Real Madrid er algjörlega lygilegur en til marks um það eru leikirnir sem Madrídarliðið hefur tapað undir hans stjórn (7) jafn margir og titlarnir sem það hefur unnið með hann brúnni.

Zidane hefur stýrt Real Madrid í 90 keppnisleikjum. Liðið hefur unnið 69 þeirra, gert 14 jafntefli og aðeins tapað sjö. Vinningshlutfallið er rúmlega 75%.

Í þessum 90 leikjum hefur Real Madrid aðeins tvisvar sinnum mistekist að skora; gegn Atlético Madrid og Wolfsburg á þarsíðasta tímabili.

Wolfsburg hélt hreinu gegn Real Madrid 6. apríl 2016 en síðan þá hafa lærisveinar Zidanes skorað í 74 leikjum í röð.

Zidane hefur tvisvar sinnum unnið Meistaradeild Evrópu sem stjóri Real Madrid.vísir/getty

Tengdar fréttir

Zidane framlengir hjá Real Madrid

Zinedine Zidane skrifaði í gær undir nýjan þriggja ára samning hjá spænska stórveldinu Real Madrid en hann hefur stýrt liðinu undanfarna 18 mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×