Erlent

Tímarit gagnrýna Trump á forsíðum

Samúel Karl Ólason skrifar
Forsíður þriggja tímarita.
Forsíður þriggja tímarita.
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur orðið fyrir mikilli gagnrýni síðustu daga vegna ummæla sína um mótmælagöngur í Charlottesville um síðustu helgi. Þar komu rasistar og þjóðernissinnar saman undir því yfirskyni að mótmæla því að fjarlægja ætti styttu af Robert E. Lee, hershöfðingja Suðurríkja Bandaríkjanna í borgarastyrjöldinni.

Hópur fólks kom svo saman til að mótmæla þeim og kom til átæka í borginni og dóu þrír. Ein kona dó þegar maður sem talinn er hafa verið með þjóðernissinnunum ók bíl sínum inn í hóp gagnmótmælenda. Svo dóu tveir lögregluþjónar þegar þyrla hrapaði.

Ummæli Trump þar sem hann hefur meðal annars sagt að „margt gott fólk“ hafi gengið meðal rasistanna og þjóðernissinnanna og að báðum fylkingum sé um að kenna hafa vakið mikla reiði.

Forsetinn hefur verið sakaður um að reyna að passa sig að fæla umrædda haturshópa ekki frá sér.

Forsíðurnar hér að neðan tala sínu máli.

Í grein Economist segir að Trump sé ekki hæfur til að sinna embætti forseta og eru þingmenn Repúblikanaflokksins kvattir til að aðskilja sig frá forsetanum.

Teiknari New Yorker segir orð Trump hafa þvingað hann til að taka upp pennan. Mynd sýni betur hvað teiknaranum finnist um málefnið, sem sé mjög ógnvekjandi.

Í grein Times er Trump sakaður um að hafa „klappað og dekrað við djöfla kynþáttastjórnmála“.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×