Sviptingar á vöruverði Costco og keppinautar bregðast við Sigurður Mikael Jónsson skrifar 19. ágúst 2017 06:00 Costco hefur notið mikilla vinsælda hjá Íslendingum fyrir lágt vöruverð. Sviptingar hafa þó orðið á því undanfarna mánuði. Vísir/Ernir Fleiri vörur úr verðsamanburði Fréttablaðsins frá því í maí hafa hækkað í verði en lækkað samkvæmt nýrri verðathugun blaðsins. Verðkönnun Fréttablaðsins í gær sýnir að sviptingar hafa orðið á verði í Costco síðan verslunin var opnuð, bæði til hækkunar og lækkunar. Mest er hækkunin 34% á gosi en mesta lækkunin er rúm 25% á pylsumáltíð. Af verðkönnun Fréttablaðsins að dæma virðast keppinautar í einhverjum tilfellum hafa brugðist við samkeppninni frá Costco og lækkað verð. Af þeim níu vörum sem Fréttablaðið hafði verðsamanburð á frá því í maí höfðu fjórar hækkað í verði, þrjár lækkað í verði og verð tveggja haldist óbreytt. Sex þessara vara birtust í könnun blaðsins þann 24. maí þar sem verð í Costco var borið saman við verð annarra verslana á sömu vörum.Nú, tæplega þremur mánuðum eftir opnun verslunarinnar sem skók íslenskt samfélag, lék Fréttablaðinu forvitni á að vita hvernig verð hefði þróast. Sjá má að Bónus hefur á tímabilinu lækkað verð á vörum úr fyrri samanburði. Verð á stykkinu af lítilli dós af Pepsi Max hefur lækkað úr 78 kr. í 69 kr. en hún er þó enn 22 krónum dýrari en í Costco, þrátt fyrir að þar hafi verðið hækkað um rúm 34% á tímabilinu. Taka ber fram að í fyrri könnun blaðsins var verð á Pepsi Max kannað en í gær var aðeins hið sambærilega Diet Pepsi til í versluninni. Þá ber að hafa í huga að gosdrykkurinn er seldur í 24 stykkja pakkningum í Costco. Bónus hefur jafnað Costco í verði á SS pylsusinnepi eftir 10% hækkun hjá Costco og tæplega 2% lækkun hjá Bónus. Í báðum verslunum kostar flaskan nú 329 krónur en áður munaði 36 krónum Costco í vil. Verulegur verðmunur var á Panodil Hot-verkjalyfi hjá Costco og Lyfjum og heilsu í fyrri könnun. Lyfið kostar enn 929 krónur í Costco en Lyf og heilsa hefur lækkað verð sitt um tæp 19%, úr 1.459 krónum í 1.184 kr. Eftir að hafa skákað Costco í verði á tilteknum Bose-hátalara í fyrri könnun Fréttablaðsins hefur dæmið snúist við hjá Elko. Costco lækkaði verð sitt um 9,3% á meðan verð Elko hækkaði um 20% á sama tíma. Er græjan nú tæplega 4.500 krónum dýrari í Elko. Levi’s 501 gallabuxur sem kostuðu 6.399 kr. í Costco í maí kosta í dag 5.899 kr. og hefur verðið því lækkað um 7,8% á meðan Levi‘s búðin í Kringlunni hefur haldið verði sínu á sömu vöru óbreyttu, eða 11.990 kr. Fréttablaðið skoðaði einnig verð á þremur öðrum vörum sem ekki voru í fyrri samanburði blaðsins. Tvær þeirra hafa hækkað í verði. Kíló af hinum vinsælu kirsuberjum hefur hækkað um 7,7% og 55" Philips UHD snjallsjónvarp um 5%. Driscoll's jarðarberin sívinsælu hafa staðið í stað. Costco Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Sjá meira
Fleiri vörur úr verðsamanburði Fréttablaðsins frá því í maí hafa hækkað í verði en lækkað samkvæmt nýrri verðathugun blaðsins. Verðkönnun Fréttablaðsins í gær sýnir að sviptingar hafa orðið á verði í Costco síðan verslunin var opnuð, bæði til hækkunar og lækkunar. Mest er hækkunin 34% á gosi en mesta lækkunin er rúm 25% á pylsumáltíð. Af verðkönnun Fréttablaðsins að dæma virðast keppinautar í einhverjum tilfellum hafa brugðist við samkeppninni frá Costco og lækkað verð. Af þeim níu vörum sem Fréttablaðið hafði verðsamanburð á frá því í maí höfðu fjórar hækkað í verði, þrjár lækkað í verði og verð tveggja haldist óbreytt. Sex þessara vara birtust í könnun blaðsins þann 24. maí þar sem verð í Costco var borið saman við verð annarra verslana á sömu vörum.Nú, tæplega þremur mánuðum eftir opnun verslunarinnar sem skók íslenskt samfélag, lék Fréttablaðinu forvitni á að vita hvernig verð hefði þróast. Sjá má að Bónus hefur á tímabilinu lækkað verð á vörum úr fyrri samanburði. Verð á stykkinu af lítilli dós af Pepsi Max hefur lækkað úr 78 kr. í 69 kr. en hún er þó enn 22 krónum dýrari en í Costco, þrátt fyrir að þar hafi verðið hækkað um rúm 34% á tímabilinu. Taka ber fram að í fyrri könnun blaðsins var verð á Pepsi Max kannað en í gær var aðeins hið sambærilega Diet Pepsi til í versluninni. Þá ber að hafa í huga að gosdrykkurinn er seldur í 24 stykkja pakkningum í Costco. Bónus hefur jafnað Costco í verði á SS pylsusinnepi eftir 10% hækkun hjá Costco og tæplega 2% lækkun hjá Bónus. Í báðum verslunum kostar flaskan nú 329 krónur en áður munaði 36 krónum Costco í vil. Verulegur verðmunur var á Panodil Hot-verkjalyfi hjá Costco og Lyfjum og heilsu í fyrri könnun. Lyfið kostar enn 929 krónur í Costco en Lyf og heilsa hefur lækkað verð sitt um tæp 19%, úr 1.459 krónum í 1.184 kr. Eftir að hafa skákað Costco í verði á tilteknum Bose-hátalara í fyrri könnun Fréttablaðsins hefur dæmið snúist við hjá Elko. Costco lækkaði verð sitt um 9,3% á meðan verð Elko hækkaði um 20% á sama tíma. Er græjan nú tæplega 4.500 krónum dýrari í Elko. Levi’s 501 gallabuxur sem kostuðu 6.399 kr. í Costco í maí kosta í dag 5.899 kr. og hefur verðið því lækkað um 7,8% á meðan Levi‘s búðin í Kringlunni hefur haldið verði sínu á sömu vöru óbreyttu, eða 11.990 kr. Fréttablaðið skoðaði einnig verð á þremur öðrum vörum sem ekki voru í fyrri samanburði blaðsins. Tvær þeirra hafa hækkað í verði. Kíló af hinum vinsælu kirsuberjum hefur hækkað um 7,7% og 55" Philips UHD snjallsjónvarp um 5%. Driscoll's jarðarberin sívinsælu hafa staðið í stað.
Costco Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Sjá meira