Skora á yfirvöld að loka verksmiðju United Silicon Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. ágúst 2017 23:58 iklir erfiðleikar hafa einkennt rekstur verksmiðju United Silicon Vísir/Anton Stjórn samtakanna Andstæðingar stóriðju í Helguvík skorar á yfirvöld að stöðva rekstur verksmiðju Untied Silicon í Helguvík. Segir hún að hluti íbúa Reykjanesbæjar hafi „ítrekað orðið fyrir verulegum óþægindum“ vegna mengunar sem gengur þvert á forsendur starfleyfis verksmiðjunnar. „Það sé með öllu ólíandi“ eins og það er orðað í tilkynningu frá samtökunum. Ítrekað hafa borist fregnir frá Suðurnesjum síðustu mánuði þar sem íbúar í grennd við kísilverksmiðju United Silicon greina frá mengun sem frá henni stafar. Í bókun bæjarráðs Reykjanesbæjar í gær kemur fram að verksmiðjan hafi verið starfrækt í 9 mánuði án þess að tekist hafi að stöðva mengun frá verksmiðjunni en mengun sem þessi gangi þvert á forsendur starfsleyfis verksmiðjunnar.Sjá einnig: Telja nauðsynlegt að stöðva rekstur kísilverksmiðju Sameinaðs sílikons„Í ljósi þessa telur bæjarráð Reykjanesbæjar nauðsynlegt að rekstur verksmiðjunnar verði stöðvaður hið fyrsta, á meðan unnið er að nauðsynlegum úrbótum, svo koma megi í veg fyrir áframhaldandi mengun,“ segir í bókun bæjarráðsins. Undir þetta taka samtökin að hluta.Stjórn United Silicon telur hinsvegar að stöðvun verksmiðjunnar myndi ekki skila neinum árangri, meðal annars um áframhald rannsókna og hagsmuni kröfuhafa. „Umhverfisstofnun hafnaði fyrr á þessu ári beiðni United Silicon um 6 mánaða frest (sem senn líður undir lok núna þrátt fyrir að hafa aldrei verið veittur) til að koma mengunarmálum hjá sér í lag. Samtökin mótmæla því að fyrirtækinu verði veittur frekari frestur til rannsókna þar sem ekki liggur fyrir samþykki íbúa um að vera tilraundýr í slíkum rannsóknum. Málið er ósköp einfalt, annað hvort virkar verksmiðjan eða hún virkar ekki, og hefur hún ekki virkað frá því ofninn var ræst í nóvember 2016,“ segir í yfirlýsingu samtakanna.Sjá einnig: Stjórn United Silicon segir að stöðvun verksmiðjunnar leysi ekki vandann Þá segja þau verksmiðjuna vera áhættu kröfuhafa „frá upphafi til enda“ og að þeir beri „ríka samfélagslega ábyrgð í þessu máli,“ eins og það er orðað. „Stjórn samtakanna skorar á yfirvöld að rekstur United Silicon verði stöðvaður með hagsmuni stórs hluta íbúa Reykjanesbæjar að leiðarljósi svo koma megi í veg fyrir frekari mengun frá United Silicon og frekari skerðingu á lífsgæðum íbúanna.“ United Silicon Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira
Stjórn samtakanna Andstæðingar stóriðju í Helguvík skorar á yfirvöld að stöðva rekstur verksmiðju Untied Silicon í Helguvík. Segir hún að hluti íbúa Reykjanesbæjar hafi „ítrekað orðið fyrir verulegum óþægindum“ vegna mengunar sem gengur þvert á forsendur starfleyfis verksmiðjunnar. „Það sé með öllu ólíandi“ eins og það er orðað í tilkynningu frá samtökunum. Ítrekað hafa borist fregnir frá Suðurnesjum síðustu mánuði þar sem íbúar í grennd við kísilverksmiðju United Silicon greina frá mengun sem frá henni stafar. Í bókun bæjarráðs Reykjanesbæjar í gær kemur fram að verksmiðjan hafi verið starfrækt í 9 mánuði án þess að tekist hafi að stöðva mengun frá verksmiðjunni en mengun sem þessi gangi þvert á forsendur starfsleyfis verksmiðjunnar.Sjá einnig: Telja nauðsynlegt að stöðva rekstur kísilverksmiðju Sameinaðs sílikons„Í ljósi þessa telur bæjarráð Reykjanesbæjar nauðsynlegt að rekstur verksmiðjunnar verði stöðvaður hið fyrsta, á meðan unnið er að nauðsynlegum úrbótum, svo koma megi í veg fyrir áframhaldandi mengun,“ segir í bókun bæjarráðsins. Undir þetta taka samtökin að hluta.Stjórn United Silicon telur hinsvegar að stöðvun verksmiðjunnar myndi ekki skila neinum árangri, meðal annars um áframhald rannsókna og hagsmuni kröfuhafa. „Umhverfisstofnun hafnaði fyrr á þessu ári beiðni United Silicon um 6 mánaða frest (sem senn líður undir lok núna þrátt fyrir að hafa aldrei verið veittur) til að koma mengunarmálum hjá sér í lag. Samtökin mótmæla því að fyrirtækinu verði veittur frekari frestur til rannsókna þar sem ekki liggur fyrir samþykki íbúa um að vera tilraundýr í slíkum rannsóknum. Málið er ósköp einfalt, annað hvort virkar verksmiðjan eða hún virkar ekki, og hefur hún ekki virkað frá því ofninn var ræst í nóvember 2016,“ segir í yfirlýsingu samtakanna.Sjá einnig: Stjórn United Silicon segir að stöðvun verksmiðjunnar leysi ekki vandann Þá segja þau verksmiðjuna vera áhættu kröfuhafa „frá upphafi til enda“ og að þeir beri „ríka samfélagslega ábyrgð í þessu máli,“ eins og það er orðað. „Stjórn samtakanna skorar á yfirvöld að rekstur United Silicon verði stöðvaður með hagsmuni stórs hluta íbúa Reykjanesbæjar að leiðarljósi svo koma megi í veg fyrir frekari mengun frá United Silicon og frekari skerðingu á lífsgæðum íbúanna.“
United Silicon Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira