"Hægt er að segja að kvendómarar séu á sama stað og kvennalandsliðið fyrir 15 árum síðan“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. ágúst 2017 09:00 Bríet hefur dæmt í Pepsi-deild kvenna undanfarin fimm ár. KSÍ Bríet Bragadóttir, eina konan sem dæmir í Pepsi-deild kvenna í fótbolta, segir að Íslendingar verði að fjölga konum í dómarastéttinni. Bríet er reynslumesti kvendómari landsins en hún hefur dæmt í efstu deild kvenna undanfarin fimm ár og sjö ár alls. Mikil umræða skapaðist um dómgæsluna á EM í Hollandi eftir fyrstu tvo leiki Íslands á mótinu. Þótti mörgum hverjum dómgæslan óboðleg og meðal þeirra sem gagnrýndu hana harðlega var Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna. Konur sáu um dómgæslu á Evrópumótinu og benti Edda Garðarsdóttir, fyrrverandi landsliðskona, á að það væri hennar skoðun að bestu dómararnir ættu að dæma á stóra sviðinu, óháð kyni. Sagðist hún frekar vilja „typpaling“ með flautuna ef hann væri betri en kollegi sem væri kona. Bríet notar tækifærið og minnir á stöðu mála hér á landi í hugleiðingu um dómaramál á heimasíðu KSÍ. Bríet segir nauðsynlegt að fjölga konum í stétt dómara hér á landi. „Flest önnur lönd hafa nær eingöngu kvendómara á kvennaleikjum. Flestum finnst eðlilegt að land með landslið í toppklassa, þar sem áhugi á kvennaknattspyrnu er gífurlega mikill, hefði einnig marga sterka kvendómara.. en svo er ekki. Hægt er að segja að kvendómarar séu á sama stað og kvennalandsliðið fyrir 15 árum síðan. Áhuginn er takmarkaður og stuðningurinn lítill,“ skrifar Bríet. Fólk furði sig á því hvernig hún nenni þessu eða hvort það sé ekki erfitt að láta öskra á sig. „Til að geta verið með bestu mögulegu dómarana þarf að vera hægt að velja úr þeim. Þessi pistill er ekki hugsaður til að afsaka dómgæsluna á Em eða gagnrýna hana. Hins vegar vil ég minna Íslendinga á að líta heim,“ segir Bríet. Hver fyrirsögnin á eftir annarri hafi snúist um vonbrigði vegna dómgæslunnar á EM. „Ég segi: tökum málin í okkar eigin hendur. Búum til toppdómara sem hægt er að vera stoltur af. Hvort sem þær dæma íslensku deildinni eða ná lengra!“Lesa má pistilinn í heild sinni með því að smella hér. EM 2017 í Hollandi Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Í beinni: Ísland - Noregur | Leita að fyrsta sigrinum í Þjóðadeildinni Fótbolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Sjá meira
Bríet Bragadóttir, eina konan sem dæmir í Pepsi-deild kvenna í fótbolta, segir að Íslendingar verði að fjölga konum í dómarastéttinni. Bríet er reynslumesti kvendómari landsins en hún hefur dæmt í efstu deild kvenna undanfarin fimm ár og sjö ár alls. Mikil umræða skapaðist um dómgæsluna á EM í Hollandi eftir fyrstu tvo leiki Íslands á mótinu. Þótti mörgum hverjum dómgæslan óboðleg og meðal þeirra sem gagnrýndu hana harðlega var Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna. Konur sáu um dómgæslu á Evrópumótinu og benti Edda Garðarsdóttir, fyrrverandi landsliðskona, á að það væri hennar skoðun að bestu dómararnir ættu að dæma á stóra sviðinu, óháð kyni. Sagðist hún frekar vilja „typpaling“ með flautuna ef hann væri betri en kollegi sem væri kona. Bríet notar tækifærið og minnir á stöðu mála hér á landi í hugleiðingu um dómaramál á heimasíðu KSÍ. Bríet segir nauðsynlegt að fjölga konum í stétt dómara hér á landi. „Flest önnur lönd hafa nær eingöngu kvendómara á kvennaleikjum. Flestum finnst eðlilegt að land með landslið í toppklassa, þar sem áhugi á kvennaknattspyrnu er gífurlega mikill, hefði einnig marga sterka kvendómara.. en svo er ekki. Hægt er að segja að kvendómarar séu á sama stað og kvennalandsliðið fyrir 15 árum síðan. Áhuginn er takmarkaður og stuðningurinn lítill,“ skrifar Bríet. Fólk furði sig á því hvernig hún nenni þessu eða hvort það sé ekki erfitt að láta öskra á sig. „Til að geta verið með bestu mögulegu dómarana þarf að vera hægt að velja úr þeim. Þessi pistill er ekki hugsaður til að afsaka dómgæsluna á Em eða gagnrýna hana. Hins vegar vil ég minna Íslendinga á að líta heim,“ segir Bríet. Hver fyrirsögnin á eftir annarri hafi snúist um vonbrigði vegna dómgæslunnar á EM. „Ég segi: tökum málin í okkar eigin hendur. Búum til toppdómara sem hægt er að vera stoltur af. Hvort sem þær dæma íslensku deildinni eða ná lengra!“Lesa má pistilinn í heild sinni með því að smella hér.
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Í beinni: Ísland - Noregur | Leita að fyrsta sigrinum í Þjóðadeildinni Fótbolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Sjá meira