Bergsveinn: Stærsti leikur sem ég hef spilað Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. ágúst 2017 15:30 Bergsveinn er lykilmaður í vörn Íslandsmeistara FH. vísir/stefán Bergsveinn Ólafsson og félagar í FH taka á móti slóvenska liðinu Maribor í seinni leik liðanna í 3. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Það er gríðarlega mikið í húfi fyrir FH en komist liðið áfram er það a.m.k. öruggt með sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Þá er fjárhagslegi ávinningurinn mikill. Bergsveinn kom til FH frá Fjölni fyrir síðasta tímabil og spilaði sína fyrstu Evrópuleiki í fyrra. En er leikurinn í kvöld sá stærsti sem hann hefur spilað á ferlinum? „Já, sennilega. Það er bara drullu gaman að spila svona leiki. Maður finnur fyrir smá pressu,“ sagði Bergsveinn í samtali við Vísi. FH tapaði fyrri leiknum í Slóveníu með einu marki gegn engu og Íslandsmeistaranna bíður því erfitt verkefni í kvöld. Bergsveinn hefur þó trú á því að FH-ingar geti sigrast á þessu öfluga Maribor-liði. „Ef við spilum varnarleikinn eins vel og við gerðum úti og þorum að halda boltanum betur eru okkur allir vegir færir. Við gerum okkur grein fyrir því að þetta er ótrúlega gott lið sem við erum að mæta og við þurfum að halda einbeitingu í 90 mínútur ef við ætlum að gera eitthvað,“ sagði Bergsveinn. En hverjir eru veikleikar Slóvenanna? „Við getum nýtt okkur það að þeir eru svolítið góðir með sig og halda kannski að þeir séu að koma hingað og rúlla yfir okkur. Við getum kannski notað það að við séum „underdog“ og förum þ.a.l. við með minni pressu inn í leikinn. Flestir búast við að þeir taki þetta enda með ótrúlega gott lið,“ sagði Bergsveinn að lokum.Leikur FH og Maribor hefst klukkan 18:30 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. Þá verður hægt að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi.Bergsveinn heldur á lofti á æfingu FH-liðsins.vísir/stefán Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Íslandsmeistararnir búnir að krækja í franskan varnarmann Íslandsmeistarar FH hafa samið við franska varnarmanninn Cédric D'Ulivo. 31. júlí 2017 15:21 Minnst 750 milljónir króna bíða FH-inga með sigri í kvöld Það er heilmikið í húfi fyrir FH sem mætir slóvensku meisturunum í NK Maribor í kvöld, bæði innan vallar sem utan. Sigur tryggir FH-ingum minnst tæplega 400 milljónir króna en tekjurnar gætu stóraukist með enn betri árangri. 2. ágúst 2017 06:00 Áttum okkur á því að þetta er risaleikur FH leikur einn stærsta leik í sögu félagsins þegar liðið mætir Maribor frá Slóveníu í 3. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar annað kvöld. Sigurvegari rimmunnar spilar í Evrópukeppni fram að áramótum. 1. ágúst 2017 06:00 FH fær króatískan kantmann Íslandsmeistarar FH hafa samið við Matija Dvornekovic, 28 ára króatískan kantmann. 1. ágúst 2017 10:51 Davíð Þór: Eru stressaðir þótt við séum að spila í deildabikarnum í júlí Það er gríðarlega mikið undir í seinni leik FH og Maribor í 3. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 2. ágúst 2017 14:00 Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Bergsveinn Ólafsson og félagar í FH taka á móti slóvenska liðinu Maribor í seinni leik liðanna í 3. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Það er gríðarlega mikið í húfi fyrir FH en komist liðið áfram er það a.m.k. öruggt með sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Þá er fjárhagslegi ávinningurinn mikill. Bergsveinn kom til FH frá Fjölni fyrir síðasta tímabil og spilaði sína fyrstu Evrópuleiki í fyrra. En er leikurinn í kvöld sá stærsti sem hann hefur spilað á ferlinum? „Já, sennilega. Það er bara drullu gaman að spila svona leiki. Maður finnur fyrir smá pressu,“ sagði Bergsveinn í samtali við Vísi. FH tapaði fyrri leiknum í Slóveníu með einu marki gegn engu og Íslandsmeistaranna bíður því erfitt verkefni í kvöld. Bergsveinn hefur þó trú á því að FH-ingar geti sigrast á þessu öfluga Maribor-liði. „Ef við spilum varnarleikinn eins vel og við gerðum úti og þorum að halda boltanum betur eru okkur allir vegir færir. Við gerum okkur grein fyrir því að þetta er ótrúlega gott lið sem við erum að mæta og við þurfum að halda einbeitingu í 90 mínútur ef við ætlum að gera eitthvað,“ sagði Bergsveinn. En hverjir eru veikleikar Slóvenanna? „Við getum nýtt okkur það að þeir eru svolítið góðir með sig og halda kannski að þeir séu að koma hingað og rúlla yfir okkur. Við getum kannski notað það að við séum „underdog“ og förum þ.a.l. við með minni pressu inn í leikinn. Flestir búast við að þeir taki þetta enda með ótrúlega gott lið,“ sagði Bergsveinn að lokum.Leikur FH og Maribor hefst klukkan 18:30 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. Þá verður hægt að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi.Bergsveinn heldur á lofti á æfingu FH-liðsins.vísir/stefán
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Íslandsmeistararnir búnir að krækja í franskan varnarmann Íslandsmeistarar FH hafa samið við franska varnarmanninn Cédric D'Ulivo. 31. júlí 2017 15:21 Minnst 750 milljónir króna bíða FH-inga með sigri í kvöld Það er heilmikið í húfi fyrir FH sem mætir slóvensku meisturunum í NK Maribor í kvöld, bæði innan vallar sem utan. Sigur tryggir FH-ingum minnst tæplega 400 milljónir króna en tekjurnar gætu stóraukist með enn betri árangri. 2. ágúst 2017 06:00 Áttum okkur á því að þetta er risaleikur FH leikur einn stærsta leik í sögu félagsins þegar liðið mætir Maribor frá Slóveníu í 3. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar annað kvöld. Sigurvegari rimmunnar spilar í Evrópukeppni fram að áramótum. 1. ágúst 2017 06:00 FH fær króatískan kantmann Íslandsmeistarar FH hafa samið við Matija Dvornekovic, 28 ára króatískan kantmann. 1. ágúst 2017 10:51 Davíð Þór: Eru stressaðir þótt við séum að spila í deildabikarnum í júlí Það er gríðarlega mikið undir í seinni leik FH og Maribor í 3. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 2. ágúst 2017 14:00 Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Íslandsmeistararnir búnir að krækja í franskan varnarmann Íslandsmeistarar FH hafa samið við franska varnarmanninn Cédric D'Ulivo. 31. júlí 2017 15:21
Minnst 750 milljónir króna bíða FH-inga með sigri í kvöld Það er heilmikið í húfi fyrir FH sem mætir slóvensku meisturunum í NK Maribor í kvöld, bæði innan vallar sem utan. Sigur tryggir FH-ingum minnst tæplega 400 milljónir króna en tekjurnar gætu stóraukist með enn betri árangri. 2. ágúst 2017 06:00
Áttum okkur á því að þetta er risaleikur FH leikur einn stærsta leik í sögu félagsins þegar liðið mætir Maribor frá Slóveníu í 3. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar annað kvöld. Sigurvegari rimmunnar spilar í Evrópukeppni fram að áramótum. 1. ágúst 2017 06:00
FH fær króatískan kantmann Íslandsmeistarar FH hafa samið við Matija Dvornekovic, 28 ára króatískan kantmann. 1. ágúst 2017 10:51
Davíð Þór: Eru stressaðir þótt við séum að spila í deildabikarnum í júlí Það er gríðarlega mikið undir í seinni leik FH og Maribor í 3. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 2. ágúst 2017 14:00