Fótbolti

Búið að borga fyrir Neymar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Neymar hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Barcelona.
Neymar hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Barcelona. vísir/getty
Barcelona hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að búið sé að borga riftunarverð í samningi Neymars sem hljóðar upp á litlar 200 milljónir punda.

Lögmenn Brasilíumannsins mættu á skrifstofur Barcelona síðdegis og borguðu riftunarverðið í hans nafni. Neymar er því laus undan samningi hjá Barcelona.

Katalóníufélagið mun koma upplýsingum um félagaskiptin áleiðis til UEFA sem ákveður svo hvort einhverjir eftirmálar verða af þeim.

Fyrr í dag stöðvuðu forráðamenn La Liga, spænsku úrvalsdeildarinnar, söluna á Neymar vegna gruns um að PSG væri að brjóta reglur UEFA um háttvísi í rekstri. Lögmenn Neymars borguðu þá Barcelona beint í stað þess að fara í gegnum La Liga.

Talið er að Neymar muni skrifa undir fimm ára samning við PSG og fái svimandi há laun hjá franska félaginu.


Tengdar fréttir

Mourinho: Neymar er ekki dýr

José Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að Brasilíumaðurinn Neymar sé ekki dýr.

Klopp: Börsungar geta sparað sér ómakið

Eftir 3-0 sigur Liverpool á Bayern München á Audi Cup í gær ítrekaði Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, að Brasilíumaðurinn Philippe Coutinho væri ekki til sölu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×