Æ Björt, svaraðu mér Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 4. ágúst 2017 06:00 Hæstvirtur umhverfis- og auðlindaráðherra, Björt Ólafsdóttir. Vonandi misvirðir þú þetta opna bréf ekki við mig, eða heldur að ég láti formlegheit þingsalarins lönd og leið og ávarpi þig einungis með fornafni. Þannig er nefnilega mál með vexti, Björt, að 24. maí var fyrirspurn minni til þín dreift á Alþingi. Ég var í sjálfu sér ekkert að stressa mig á svarleysinu strax, en nú er svo komið að það er liðinn 71 dagur án svars og 51 virkur dagur. Og þar sem ég veit að þú berst gegn fúski, Björt, undra ég mig pínulítið á þessu, samkvæmt lögum um þingsköp ber þér nefnilega að svara mér „eigi síðar en 15 virkum dögum eftir að fyrirspurn var leyfð“. Trauðla mundi ég þó angra þig með þessu ef málefnið væri ekki ansi brýnt. Þetta snýst nefnilega um línulagnir á og við vatnsverndarsvæði. Í þeim málum hefur heilmikið gerst í sumar á meðan þú hundsaðir lög um þingsköp og svaraðir mér ekki. Hér er annars fyrirspurnin: 1. Telur ráðherra, í ljósi þess að í Áhættumati vegna vatnsverndar fyrir Sandskeiðslínu 1 og tengivirki á Sandskeiði, sem verkfræðistofan EFLA gerði fyrir Landsnet og birt var í febrúarbyrjun 2017, er bent á hættu á mengun vatnsbóla höfuðborgarsvæðisins meðan á framkvæmdum við Sandskeiðslínu 1 og tengivirki stendur, að færa skuli áformaða háspennulínu fjær vatnsbólunum? 2. Hvernig telur ráðherra að haga beri eftirliti með framkvæmdum, skilyrðum um magn og meðferð mengandi efna á vatnsverndarsvæðunum og öðrum mengunarvarnarráðstöfunum ef af lagningu Sandskeiðslínu 1 verður um þær slóðir sem nú er gert ráð fyrir? 3. Telur ráðherra, í ljósi Hæstaréttardóms í máli nr. 575/2016, þar sem fellt var úr gildi framkvæmdaleyfi og umhverfismat vegna Suðurnesjalínu 2, sem einnig tók til Sandskeiðslínu 1, að gera þurfi nýtt umhverfismat vegna Sandskeiðslínu 1? Það sem hér er kallað Sandskeiðslína 1 heitir nú Lyklafellslína. Spurningar standa hins vegar og það er brýnt að fá svör, því nú er komið að veitingu framkvæmdaleyfis. Björt, gerðu það svaraðu mér. E.s. Ég hef farið fram á fund í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis um þessa línulögn og það væri nú gaman að hafa fengið svar fyrir hann. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Sjá meira
Hæstvirtur umhverfis- og auðlindaráðherra, Björt Ólafsdóttir. Vonandi misvirðir þú þetta opna bréf ekki við mig, eða heldur að ég láti formlegheit þingsalarins lönd og leið og ávarpi þig einungis með fornafni. Þannig er nefnilega mál með vexti, Björt, að 24. maí var fyrirspurn minni til þín dreift á Alþingi. Ég var í sjálfu sér ekkert að stressa mig á svarleysinu strax, en nú er svo komið að það er liðinn 71 dagur án svars og 51 virkur dagur. Og þar sem ég veit að þú berst gegn fúski, Björt, undra ég mig pínulítið á þessu, samkvæmt lögum um þingsköp ber þér nefnilega að svara mér „eigi síðar en 15 virkum dögum eftir að fyrirspurn var leyfð“. Trauðla mundi ég þó angra þig með þessu ef málefnið væri ekki ansi brýnt. Þetta snýst nefnilega um línulagnir á og við vatnsverndarsvæði. Í þeim málum hefur heilmikið gerst í sumar á meðan þú hundsaðir lög um þingsköp og svaraðir mér ekki. Hér er annars fyrirspurnin: 1. Telur ráðherra, í ljósi þess að í Áhættumati vegna vatnsverndar fyrir Sandskeiðslínu 1 og tengivirki á Sandskeiði, sem verkfræðistofan EFLA gerði fyrir Landsnet og birt var í febrúarbyrjun 2017, er bent á hættu á mengun vatnsbóla höfuðborgarsvæðisins meðan á framkvæmdum við Sandskeiðslínu 1 og tengivirki stendur, að færa skuli áformaða háspennulínu fjær vatnsbólunum? 2. Hvernig telur ráðherra að haga beri eftirliti með framkvæmdum, skilyrðum um magn og meðferð mengandi efna á vatnsverndarsvæðunum og öðrum mengunarvarnarráðstöfunum ef af lagningu Sandskeiðslínu 1 verður um þær slóðir sem nú er gert ráð fyrir? 3. Telur ráðherra, í ljósi Hæstaréttardóms í máli nr. 575/2016, þar sem fellt var úr gildi framkvæmdaleyfi og umhverfismat vegna Suðurnesjalínu 2, sem einnig tók til Sandskeiðslínu 1, að gera þurfi nýtt umhverfismat vegna Sandskeiðslínu 1? Það sem hér er kallað Sandskeiðslína 1 heitir nú Lyklafellslína. Spurningar standa hins vegar og það er brýnt að fá svör, því nú er komið að veitingu framkvæmdaleyfis. Björt, gerðu það svaraðu mér. E.s. Ég hef farið fram á fund í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis um þessa línulögn og það væri nú gaman að hafa fengið svar fyrir hann. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar