Reyna að koma í veg fyrir að Trump reki sérstakan rannsakanda Kjartan Kjartansson skrifar 4. ágúst 2017 07:31 Robert Mueller var skipaður sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins 17. maí. Trump var ekki skemmt. Vísir/EPA Nokkrir öldungadeildarþingmenn úr báðum flokkum á Bandaríkjaþingi hafa lagt fram frumvörp sem er ætlað að koma í veg fyrir að Donald Trump forseti geti rekið Robert Mueller, sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, án fullnægjandi ástæðu. Mueller rannsakar nú meint samráð bandamanna Trump við fulltrúa rússneskra stjórnvalda í aðdraganda forsetakosninganna í fyrra. Trump hefur ekki viljað útiloka algerlega að hann muni reka Mueller, til dæmis ef hann byrjar að rannsaka fjármál hans eða fjölskyldu hans. Trump hefur lýst rannsókninni sem „nornaveiðum“ og er sagður kenna Jeff Sessions, dómsmálaráðherra sínum, um að Mueller hafi verið skipaður. Sessions steig til hliðar í rannsókn ráðuneytisins á afskiptum Rússa af forsetakosningunum og meintu samráði bandamanna Trump við þá. „Þeir eru að reyna að svíkja ykkur um forystuna sem þið viljið með gervifrétt,“ sagði Trump um rannsóknina við þúsundir stuðningsmanna sinna á fjöldafundi í Vestur-Virginíu í gærkvöldi.Þyrfti að fá samþykki þriggja alríkisdómaraForsetinn getur ekki rekið Mueller sjálfur en miklar vangaveltur hafa verið um að hann muni reka Sessions og skipa eftirmann sem væri tilbúinn að láta Mueller fara. Samvæmt frumvörpum sem fjórir öldungadeildarþingmenn, tveir repúblikanar og tveir demókratar, hafa lagt fram gæti Trump ekki rekið Mueller nema með samþykki alríkisdómara, að því er segir í frétt Washington Post. „Þetta er fyrsta skrefið í að setja hraðahindrun í veg ófyrirséðs brottreksturs hans,“ segir Thom Tillis, öldungadeildarþingmaður repúblikana frá Norður-Karólínu sem stendur að öðru frumvarpinu.Trump hefur hamast í Sessions (t.h.) síðustu vikur og hefur það gefið sögum um að hann hyggist reka dómsmálaráðherrann byr undir báða vængi.Vísir/AFPStefnur gefnar út fyrir kviðdómAukinn þungi hefur færst í rannsókn Mueller. Í gær var greint frá því að hann hefði gefið út stefnur fyrir kviðdóm sem er ætlað að leggja mat á sönnunargögn sem varða fund Donalds Trump yngri, sonar forsetans, Jareds Kushner, tengdasonar forsetans, og Pauls Manafort, þáverandi kosningastjóra Trump, með rússneskum lögmanni í fyrra. Þá hefur verið sagt frá því að rannsakendur Mueller séu komnir á peningaslóðina og kanni mögulega fjármálaglæpi bandamanna Trump. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Sérstakur rannsakandi velur kviðdómendur Stefnur hafa verið gefnar út og kviðdómur skipaður til að meta gildi sönnunargagna um fund Donalds Trump yngri með rússneskum lögmanni. Aukinn þungi virðist hafa færst í rannsókn á tengslum forsetaframboðs Trump við Rússa og er hún nú sögð beinast að hugsanlegum fjármálaglæpum meðal annars. 3. ágúst 2017 21:50 Trump sagður íhuga að nýta þinghlé til að skipa nýjan dómsmálaráðherra Þegar Bandaríkjaþing fer í sumarfrí í næsta mánuði gæti Donald Trump skipað nýjan dómsmálaráðherra án þess að þurfa að fá staðfestingu þingmanna. Forsetinn er sagður ræða þann möguleika við ráðgjafa sína en hann hefur gagnrýnt Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, harðlega að undanförnu. 27. júlí 2017 12:12 Kushner: Framboð Trump var of óskipulagt til að eiga samráð við Rússa Tengdasonur Donalds Trump Bandaríkjaforseta útskýrði fyrir hópi lærlinga í Bandaríkjaþingi að forsetaframboð tengdaföður síns hafi verið of glundroðakennt til að það hafi getað staðið í samráði við rússnesk stjórnvöld. Blaðafulltrúi Hvíta hússins segir að forsetinn hafi komið að misvísandi yfirlýsingu sem sonur hans gaf út um umdeildan fund með rússneskum lögmanni. 1. ágúst 2017 18:38 Trump ræðst enn á eigin dómsmálaráðherra og yfirmann FBI Reiðilestur Donald Trump Bandaríkjaforseta yfir Jeff Sessions dómsmálaráðherra heldur áfram. Nú vill forsetinn vita hvers vegna Sessions hefur ekki látið starfandi forstjóra FBI fara vegna meints hagsmunaáreksturs við rannsókn á Hillary Clinton. 26. júlí 2017 15:18 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira
Nokkrir öldungadeildarþingmenn úr báðum flokkum á Bandaríkjaþingi hafa lagt fram frumvörp sem er ætlað að koma í veg fyrir að Donald Trump forseti geti rekið Robert Mueller, sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, án fullnægjandi ástæðu. Mueller rannsakar nú meint samráð bandamanna Trump við fulltrúa rússneskra stjórnvalda í aðdraganda forsetakosninganna í fyrra. Trump hefur ekki viljað útiloka algerlega að hann muni reka Mueller, til dæmis ef hann byrjar að rannsaka fjármál hans eða fjölskyldu hans. Trump hefur lýst rannsókninni sem „nornaveiðum“ og er sagður kenna Jeff Sessions, dómsmálaráðherra sínum, um að Mueller hafi verið skipaður. Sessions steig til hliðar í rannsókn ráðuneytisins á afskiptum Rússa af forsetakosningunum og meintu samráði bandamanna Trump við þá. „Þeir eru að reyna að svíkja ykkur um forystuna sem þið viljið með gervifrétt,“ sagði Trump um rannsóknina við þúsundir stuðningsmanna sinna á fjöldafundi í Vestur-Virginíu í gærkvöldi.Þyrfti að fá samþykki þriggja alríkisdómaraForsetinn getur ekki rekið Mueller sjálfur en miklar vangaveltur hafa verið um að hann muni reka Sessions og skipa eftirmann sem væri tilbúinn að láta Mueller fara. Samvæmt frumvörpum sem fjórir öldungadeildarþingmenn, tveir repúblikanar og tveir demókratar, hafa lagt fram gæti Trump ekki rekið Mueller nema með samþykki alríkisdómara, að því er segir í frétt Washington Post. „Þetta er fyrsta skrefið í að setja hraðahindrun í veg ófyrirséðs brottreksturs hans,“ segir Thom Tillis, öldungadeildarþingmaður repúblikana frá Norður-Karólínu sem stendur að öðru frumvarpinu.Trump hefur hamast í Sessions (t.h.) síðustu vikur og hefur það gefið sögum um að hann hyggist reka dómsmálaráðherrann byr undir báða vængi.Vísir/AFPStefnur gefnar út fyrir kviðdómAukinn þungi hefur færst í rannsókn Mueller. Í gær var greint frá því að hann hefði gefið út stefnur fyrir kviðdóm sem er ætlað að leggja mat á sönnunargögn sem varða fund Donalds Trump yngri, sonar forsetans, Jareds Kushner, tengdasonar forsetans, og Pauls Manafort, þáverandi kosningastjóra Trump, með rússneskum lögmanni í fyrra. Þá hefur verið sagt frá því að rannsakendur Mueller séu komnir á peningaslóðina og kanni mögulega fjármálaglæpi bandamanna Trump.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Sérstakur rannsakandi velur kviðdómendur Stefnur hafa verið gefnar út og kviðdómur skipaður til að meta gildi sönnunargagna um fund Donalds Trump yngri með rússneskum lögmanni. Aukinn þungi virðist hafa færst í rannsókn á tengslum forsetaframboðs Trump við Rússa og er hún nú sögð beinast að hugsanlegum fjármálaglæpum meðal annars. 3. ágúst 2017 21:50 Trump sagður íhuga að nýta þinghlé til að skipa nýjan dómsmálaráðherra Þegar Bandaríkjaþing fer í sumarfrí í næsta mánuði gæti Donald Trump skipað nýjan dómsmálaráðherra án þess að þurfa að fá staðfestingu þingmanna. Forsetinn er sagður ræða þann möguleika við ráðgjafa sína en hann hefur gagnrýnt Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, harðlega að undanförnu. 27. júlí 2017 12:12 Kushner: Framboð Trump var of óskipulagt til að eiga samráð við Rússa Tengdasonur Donalds Trump Bandaríkjaforseta útskýrði fyrir hópi lærlinga í Bandaríkjaþingi að forsetaframboð tengdaföður síns hafi verið of glundroðakennt til að það hafi getað staðið í samráði við rússnesk stjórnvöld. Blaðafulltrúi Hvíta hússins segir að forsetinn hafi komið að misvísandi yfirlýsingu sem sonur hans gaf út um umdeildan fund með rússneskum lögmanni. 1. ágúst 2017 18:38 Trump ræðst enn á eigin dómsmálaráðherra og yfirmann FBI Reiðilestur Donald Trump Bandaríkjaforseta yfir Jeff Sessions dómsmálaráðherra heldur áfram. Nú vill forsetinn vita hvers vegna Sessions hefur ekki látið starfandi forstjóra FBI fara vegna meints hagsmunaáreksturs við rannsókn á Hillary Clinton. 26. júlí 2017 15:18 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira
Sérstakur rannsakandi velur kviðdómendur Stefnur hafa verið gefnar út og kviðdómur skipaður til að meta gildi sönnunargagna um fund Donalds Trump yngri með rússneskum lögmanni. Aukinn þungi virðist hafa færst í rannsókn á tengslum forsetaframboðs Trump við Rússa og er hún nú sögð beinast að hugsanlegum fjármálaglæpum meðal annars. 3. ágúst 2017 21:50
Trump sagður íhuga að nýta þinghlé til að skipa nýjan dómsmálaráðherra Þegar Bandaríkjaþing fer í sumarfrí í næsta mánuði gæti Donald Trump skipað nýjan dómsmálaráðherra án þess að þurfa að fá staðfestingu þingmanna. Forsetinn er sagður ræða þann möguleika við ráðgjafa sína en hann hefur gagnrýnt Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, harðlega að undanförnu. 27. júlí 2017 12:12
Kushner: Framboð Trump var of óskipulagt til að eiga samráð við Rússa Tengdasonur Donalds Trump Bandaríkjaforseta útskýrði fyrir hópi lærlinga í Bandaríkjaþingi að forsetaframboð tengdaföður síns hafi verið of glundroðakennt til að það hafi getað staðið í samráði við rússnesk stjórnvöld. Blaðafulltrúi Hvíta hússins segir að forsetinn hafi komið að misvísandi yfirlýsingu sem sonur hans gaf út um umdeildan fund með rússneskum lögmanni. 1. ágúst 2017 18:38
Trump ræðst enn á eigin dómsmálaráðherra og yfirmann FBI Reiðilestur Donald Trump Bandaríkjaforseta yfir Jeff Sessions dómsmálaráðherra heldur áfram. Nú vill forsetinn vita hvers vegna Sessions hefur ekki látið starfandi forstjóra FBI fara vegna meints hagsmunaáreksturs við rannsókn á Hillary Clinton. 26. júlí 2017 15:18