Faðir segir Robert Downey fá uppreist æru eins og eftir umsókn um Costco kort Heimir Már Pétursson skrifar 4. ágúst 2017 18:45 Faðir einnrar stúlkunnar sem Robert Downey var dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir að misnota kynferðislega, segir að það sé nánast eins auðvelt að fá uppreist æru og sækja um Costco kort. Hann vill að allt ferlið í málinu verði upplýst og fagnar boðuðum lagabreytingum.Stundin greindi frá því í dag að innanríkisráðuneytið hefði afhent fjölmiðlinum að hans ósk afrit af bréfinu sem veitti Róbert Downey uppreist æru. Undir bréfið skrifa Ólöf heitin Nordal þáverandi innanríkisráðherra og Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri hinn 14. september 2016. Það er síðan lagt fram til kynningar án umræðu í ríkisstjórn daginn eftir og tveimur dögum frá undirritun ráðherra, hinn 16. september, fellst Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands á tillöguna. Tillagan er að lokum staðfest á ríkisráðsfundi hinn 21. október 2016, væntanlega með öðrum málum sem eru staðfest í ríkisráði. Bergur Þór Ingólfsson faðir einnrar stúlku af fjórum sem Robert Downey, þá Róbert Árni Hreiðarsson, var dæmdur árið 2008 fyrir að hafa misnotað kynferðislega, vill að allt ferlið að baki því að Róbert fékk uppreist æru verði opinberað. „Ég er náttúrlega ánægður af fá að sjá þetta bréf. Loksins eftir sjö vikna baráttu um að fá að sjá eitthvað um þetta mál. Efst í huga er að fá að sjá restina af þessu. Hvernig var staðið að öllu þessu ferli. Hvers vegna dæmdum glæpamanni sem samkvæmt lögum fremur svívirðilegan glæp skuli vera veitt uppreist æra. Án þess að hann, svo nokkur annar viti, hafi viðurkennt að hann hafi í rauninni framið þessi brot,“ segir Bergur Þór. Hann myndi til að mynda vilja fá að sjá rökstuðninginn á bakvið ákvörðun embættismanna og innanríkisráðuneytis fyrir því að Róberti var veitt uppreist æra. Bergur Þór fagnar yfirlýsingum dómsmálaráðherra og margra þingmanna um nauðsyn þess að breyta lögum varðandi uppreist æru. En það breyti því ekki að Róbert hafi nú fengið heimild til þess að gegna yfirburðastöðu í þjóðfélaginu. Okkur þykir skrýtið að maðurinn fái að komast í þessa stöðu eins og að sækja um, ég veit ekki hvað, Costco kort. Hann bara tikkar í box og gjörið svo vel,“ segir Bergur Þór Ingólfsson. Uppreist æru Tengdar fréttir Forsætisráðherra neitar því að hann beri ábyrgð á uppreist æru Roberts Downey Bjarni Benediktsson segist ekki hafa gegnt embætti innanríkisráðherra þegar umdeild tillaga um að veita Robert Downey, dæmdum kynferðisbrotamanni, uppreist æru í september í fyrra. Því hefur verið haldið fram, meðal annars í leiðara Fréttablaðsins í morgun. 2. ágúst 2017 21:47 „Hvorki þú, lögfræðingur þinn, né vanhugsuð lög geta þaggað niður í okkur“ "Þú rændir okkur æskunni, þú rændir okkur frelsinu. Þetta eru okkar líf og okkar saga. Hvorki þú, lögfræðingur þinn, né vanhugsuð lög geta þaggað niður í okkur. Við eigum þessa sögu. Við eigum okkur sjálfar. Við erum frjálsar.“ Svona hljóma upphafsorðin í ræðu þeirra Önnu Katrínu Snorradóttur, Höllu Ólöfu Jónsdóttur, Glódísar Töru og Nínu Rúnar Bergsdóttur sem flutt var við mikið lófaklapp að aflokinni Druslugöngu. 29. júlí 2017 17:42 „Þú rændir okkur æskunni. Þú rændir okkur frelsinu“ Fjölmennt var í druslugöngunni sem gengin var frá Hallgrímskirkju að Austurvelli í dag. Fórnarlömb Roberts Downey voru á meðal ræðumanna og kröfuðst kerfisbreytinga. 29. júlí 2017 20:00 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Faðir einnrar stúlkunnar sem Robert Downey var dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir að misnota kynferðislega, segir að það sé nánast eins auðvelt að fá uppreist æru og sækja um Costco kort. Hann vill að allt ferlið í málinu verði upplýst og fagnar boðuðum lagabreytingum.Stundin greindi frá því í dag að innanríkisráðuneytið hefði afhent fjölmiðlinum að hans ósk afrit af bréfinu sem veitti Róbert Downey uppreist æru. Undir bréfið skrifa Ólöf heitin Nordal þáverandi innanríkisráðherra og Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri hinn 14. september 2016. Það er síðan lagt fram til kynningar án umræðu í ríkisstjórn daginn eftir og tveimur dögum frá undirritun ráðherra, hinn 16. september, fellst Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands á tillöguna. Tillagan er að lokum staðfest á ríkisráðsfundi hinn 21. október 2016, væntanlega með öðrum málum sem eru staðfest í ríkisráði. Bergur Þór Ingólfsson faðir einnrar stúlku af fjórum sem Robert Downey, þá Róbert Árni Hreiðarsson, var dæmdur árið 2008 fyrir að hafa misnotað kynferðislega, vill að allt ferlið að baki því að Róbert fékk uppreist æru verði opinberað. „Ég er náttúrlega ánægður af fá að sjá þetta bréf. Loksins eftir sjö vikna baráttu um að fá að sjá eitthvað um þetta mál. Efst í huga er að fá að sjá restina af þessu. Hvernig var staðið að öllu þessu ferli. Hvers vegna dæmdum glæpamanni sem samkvæmt lögum fremur svívirðilegan glæp skuli vera veitt uppreist æra. Án þess að hann, svo nokkur annar viti, hafi viðurkennt að hann hafi í rauninni framið þessi brot,“ segir Bergur Þór. Hann myndi til að mynda vilja fá að sjá rökstuðninginn á bakvið ákvörðun embættismanna og innanríkisráðuneytis fyrir því að Róberti var veitt uppreist æra. Bergur Þór fagnar yfirlýsingum dómsmálaráðherra og margra þingmanna um nauðsyn þess að breyta lögum varðandi uppreist æru. En það breyti því ekki að Róbert hafi nú fengið heimild til þess að gegna yfirburðastöðu í þjóðfélaginu. Okkur þykir skrýtið að maðurinn fái að komast í þessa stöðu eins og að sækja um, ég veit ekki hvað, Costco kort. Hann bara tikkar í box og gjörið svo vel,“ segir Bergur Þór Ingólfsson.
Uppreist æru Tengdar fréttir Forsætisráðherra neitar því að hann beri ábyrgð á uppreist æru Roberts Downey Bjarni Benediktsson segist ekki hafa gegnt embætti innanríkisráðherra þegar umdeild tillaga um að veita Robert Downey, dæmdum kynferðisbrotamanni, uppreist æru í september í fyrra. Því hefur verið haldið fram, meðal annars í leiðara Fréttablaðsins í morgun. 2. ágúst 2017 21:47 „Hvorki þú, lögfræðingur þinn, né vanhugsuð lög geta þaggað niður í okkur“ "Þú rændir okkur æskunni, þú rændir okkur frelsinu. Þetta eru okkar líf og okkar saga. Hvorki þú, lögfræðingur þinn, né vanhugsuð lög geta þaggað niður í okkur. Við eigum þessa sögu. Við eigum okkur sjálfar. Við erum frjálsar.“ Svona hljóma upphafsorðin í ræðu þeirra Önnu Katrínu Snorradóttur, Höllu Ólöfu Jónsdóttur, Glódísar Töru og Nínu Rúnar Bergsdóttur sem flutt var við mikið lófaklapp að aflokinni Druslugöngu. 29. júlí 2017 17:42 „Þú rændir okkur æskunni. Þú rændir okkur frelsinu“ Fjölmennt var í druslugöngunni sem gengin var frá Hallgrímskirkju að Austurvelli í dag. Fórnarlömb Roberts Downey voru á meðal ræðumanna og kröfuðst kerfisbreytinga. 29. júlí 2017 20:00 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Forsætisráðherra neitar því að hann beri ábyrgð á uppreist æru Roberts Downey Bjarni Benediktsson segist ekki hafa gegnt embætti innanríkisráðherra þegar umdeild tillaga um að veita Robert Downey, dæmdum kynferðisbrotamanni, uppreist æru í september í fyrra. Því hefur verið haldið fram, meðal annars í leiðara Fréttablaðsins í morgun. 2. ágúst 2017 21:47
„Hvorki þú, lögfræðingur þinn, né vanhugsuð lög geta þaggað niður í okkur“ "Þú rændir okkur æskunni, þú rændir okkur frelsinu. Þetta eru okkar líf og okkar saga. Hvorki þú, lögfræðingur þinn, né vanhugsuð lög geta þaggað niður í okkur. Við eigum þessa sögu. Við eigum okkur sjálfar. Við erum frjálsar.“ Svona hljóma upphafsorðin í ræðu þeirra Önnu Katrínu Snorradóttur, Höllu Ólöfu Jónsdóttur, Glódísar Töru og Nínu Rúnar Bergsdóttur sem flutt var við mikið lófaklapp að aflokinni Druslugöngu. 29. júlí 2017 17:42
„Þú rændir okkur æskunni. Þú rændir okkur frelsinu“ Fjölmennt var í druslugöngunni sem gengin var frá Hallgrímskirkju að Austurvelli í dag. Fórnarlömb Roberts Downey voru á meðal ræðumanna og kröfuðst kerfisbreytinga. 29. júlí 2017 20:00