Körfubolti

Sá efnilegasti til Nebraska

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Þórir hefur þrisvar sinnum orðið Íslandsmeistari með KR.
Þórir hefur þrisvar sinnum orðið Íslandsmeistari með KR. vísir/ernir
Þórir Guðmundur Þorbjarnarson, besti ungi leikmaður Domino's deildar karla á síðasta tímabili, mun leika með Nebraska háskólanum í vetur.

Jonathan Givony, ritstjóri vefsíðunnar DraftExpress.com, greinir frá þessu á Twitter-síðu sinni.

Nebraska er stór skóli sem er í Big Ten deildinni. Nebraska hefur sjö sinnum komist í úrslitakeppni háskólaboltans, síðast árið 2014.

Þórir, sem er 19 ára, hefur leikið með meistaraflokki KR frá tímabilinu 2014-15 og þrisvar sinnum orðið Íslandsmeistari og tvisvar sinnum bikarmeistari með liðinu.

Á síðasta tímabili var Þórir með 10,2 stig, 3,5 fráköst og 1,9 stoðsendingar að meðaltali í leik.

Þórir lék sína fyrstu A-landsleiki á Smáþjóðaleikunum í sumar. Þá var hann í lykilhlutverki í U-20 ára landsliðinu sem komst í 8-liða úrslit á EM á Krít í síðasta mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×