Fótbolti

Forseti Barcelona gagnrýnir Neymar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Bartomeu fær hér faðmlag frá Neymar.
Bartomeu fær hér faðmlag frá Neymar. Vísir/Getty
Josep Maria Bartomeu hefur gagnrýnt Neymar fyrir viðskilnað hans við félagið en Brasilíumaðurinn gekk í raðir PSG í Frakklandi í síðustu viku. PSG greiddi metfé fyrir hann, 222 milljónir evra sem var riftunarverð samnings hans.

Bartomeu greindi frá því að félagið hafði grunsemdir um að Neymar vildi fara, jafnvel áður en hann skrifaði undir nýjan samning við félagið í fyrra.

„Hans aðferðir voru ekki þær bestu. Þetta var ekki sú hegðun sem við gerum kröfur um að leikmenn Barcelona sýni,“ sagði forsetinn í samtali við spænska fjölmiðla.

Neymar neitaði að ræða við félagið um framtíð sína þegar sögusagnir voru á kreiki um að hann vildi fara. En á miðvikudag sneri hann eftur á æfingu með Barcelona og sagði hann félaginu þá að hann vildi fara. Hann fékk leyfi til að koma sínum málum á hreint.

„Við höfðum efasemdir um að hann vildi vera áfram og þess vegna hækkuðum við riftunarverð samnings hans upp í 222 milljónir evra. Þegar okkur grunaði að hann vildi fara voru við samt rólegir því hvað sem hefði gerst hefði verið gott fyrir framtíð Barcelona.“

„Neymar var hluti af félagi okkar og velgengni síðustu fjögur árin en nú heyrir hann sögunni til. Þetta var hans ákvörðun. Við gerðum allt sem við gátum til að halda honum - stjórnendur félagsins, leikmenn og þjálfarar.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×