Varaforseti Bandaríkjanna þvertekur fyrir forsetaframboð Kjartan Kjartansson skrifar 8. ágúst 2017 11:04 Mike Pence hyggur alls ekki á forsetaframboð ef marka má afdráttarlausa yfirlýsingu hans. Vísir/EPA Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, hefur brugðist reiður við fréttum af hugsanlegu forsetaframboði hans árið 2020. Segir hann fréttirnar móðgandi fyrir sig og alla fjölskyldu sína og starfslið. Bandarískir fjölmiðlar greindu frá því í síðustu viku að ýmislegt í dagskrá og fjáröflun Pence væru dæmigerð fyrir þá sem væru að búa í haginn fyrir forsetaframboð. Þannig sagði New York Times frá því á sunnudag að Pence hefði sett á laggirnar fjáröflunarnefnd og varaforsetinn hefði safnað milljón dollara á viðburði í Washington-borg í síðustu viku. Af fréttunum mátti þannig skilja að Pence og hópur repúblikana væru að gera sig tilbúna fyrir að Donald Trump forseti bjóði sig annað hvort ekki fram aftur eftir þrjú ár eða að hann muni ekki endast kjörtímabilið. Blaðið hafði þó eftir heimildamönnum sínum að Pence færi aðeins fram ef Trump yrði ekki í framboði.Segir fullyrðingar NYT algerlega rangarStutt forsetatíð Trump hefur einkennst af glundroða en rannsókn sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins og þingnefnda á meintu samráði forsetaframboðs hans við Rússa hefur legið þungt á forsetanum. Trump hefur ekkert gefið í skyn að hann muni ekki bjóða sig fram aftur og hefur í raun þegar hafið undirbúning fyrir annað forsetaframboð. Í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu sagði Pence að frétt New York Times væri skammarleg og að fullyrðingarnar í henni væru algerlega rangar. Pence sagði jafnframt að hann og starfslið hans beindu nú öllum kröftum sínum að því að vinna að stefnumálum Trump og að tryggja endurkjör hans árið 2020. Talsmaður New York Times segir hins vegar í yfirlýsingu til Washington Post að blaðið standi við frétt sína og hyggist láta hana tala eigin máli. Donald Trump Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, hefur brugðist reiður við fréttum af hugsanlegu forsetaframboði hans árið 2020. Segir hann fréttirnar móðgandi fyrir sig og alla fjölskyldu sína og starfslið. Bandarískir fjölmiðlar greindu frá því í síðustu viku að ýmislegt í dagskrá og fjáröflun Pence væru dæmigerð fyrir þá sem væru að búa í haginn fyrir forsetaframboð. Þannig sagði New York Times frá því á sunnudag að Pence hefði sett á laggirnar fjáröflunarnefnd og varaforsetinn hefði safnað milljón dollara á viðburði í Washington-borg í síðustu viku. Af fréttunum mátti þannig skilja að Pence og hópur repúblikana væru að gera sig tilbúna fyrir að Donald Trump forseti bjóði sig annað hvort ekki fram aftur eftir þrjú ár eða að hann muni ekki endast kjörtímabilið. Blaðið hafði þó eftir heimildamönnum sínum að Pence færi aðeins fram ef Trump yrði ekki í framboði.Segir fullyrðingar NYT algerlega rangarStutt forsetatíð Trump hefur einkennst af glundroða en rannsókn sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins og þingnefnda á meintu samráði forsetaframboðs hans við Rússa hefur legið þungt á forsetanum. Trump hefur ekkert gefið í skyn að hann muni ekki bjóða sig fram aftur og hefur í raun þegar hafið undirbúning fyrir annað forsetaframboð. Í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu sagði Pence að frétt New York Times væri skammarleg og að fullyrðingarnar í henni væru algerlega rangar. Pence sagði jafnframt að hann og starfslið hans beindu nú öllum kröftum sínum að því að vinna að stefnumálum Trump og að tryggja endurkjör hans árið 2020. Talsmaður New York Times segir hins vegar í yfirlýsingu til Washington Post að blaðið standi við frétt sína og hyggist láta hana tala eigin máli.
Donald Trump Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira