Enski boltinn

Lúsifer gæti auðveldlega stolið senunni í leik Real Madrid og Man. Utd í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ungir stuðningsmenn Real Madrid og Manchester United.
Ungir stuðningsmenn Real Madrid og Manchester United. Vísir/Getty
Evrópumeistararnir á síðustu leiktíð mætast í kvöld í árlegum Súperbikar UEFA þar sem sigurvegarar Meistaradeildarinnar og sigurvegarar Evrópudeildarinnar spila um hvort liðið er meistari meistaranna í Evrópuboltanum.

Leikurinn í kvöld fer fram á Philip II leikvanginum  í Skopje, höfðuborg Makedóníu. Þetta er í fyrsta sinn sem úrslitaleikur á vegum UEFA fer fram í landinu.

Real Madrid vann 4-1 sigur á ítalska liðinu Juventus í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í vor en Manchester United vann 2-0 sigur á hollenska liðinu Ajax.

Real Madrid hefur þrisvar unnið Súperbikar UEFA (2002, 2014 og 2016) en Manchester United vann í eina skiptið 1991. United tapaði þessum leik bæði 1999 (1-0 á móti Lazio frá Ítalíu) og 2008 (2-1 á móti Zenit frá Sankti Pétursborg)

Líklegastur til að stela seinunni í kvöld eru þó ekki Cristiano Ronaldo. Gareth Bale, Romelo Lukaku eða Paul Pogba heldur Lúsifer.

Hitabylgja, sem hefur fengið nafnið Lúsifer, herjar á Balkanskagann þessa dagana og það er búist við miklum hita á leiknum í kvöld.

Hitinn í höfuðborg Makedóníu hefur oft farið yfir 40 gráðurnar á síðustu dögunum og UEFA hefur þegar gefið það út að það verði reglulegar vatnspásur í leiknum kalli aðstæður á það.

Leikurinn hefst klukkan 20.45 að staðartíma en þá er spáð 32 stiga hita í Skopje.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×