Trump „hæfileikaríkasti stjórnmálamaður okkar daga“ Kjartan Kjartansson skrifar 9. ágúst 2017 08:24 Stephen Miller fer ekki leynt með aðdáun sína á yfirmanni sínum, Donald Trump. Vísir/AFP Bandaríkjaforseti er ekki aðeins hæfileikaríkasti stjórnmálamaður samtímans heldur er hann besti ræðumaður til að gegna embætti forseta Bandaríkjanna í margar kynslóðir. Það er í það minnsta mat eins helsta stjórnmálaráðgjafa forsetans. Í viðtali við Fox News hóf Stephen Miller, aðalstjórnmálaráðgjafi Donalds Trump forseta, yfirmann sinn upp til himna. „Trump forseti er hæfileikaríkasti stjórnmálamaður okkar daga og hann er besti ræðumaður til að gegna því embætti í kynslóðir,“ sagði Miller. Ummæli Miller koma á sama tíma og Trump hefur verið gagnrýndur fyrir viðbrögð sín við kjarnorkubrölti Norður-Kóreumanna í gær. Þannig virtist Trump hóta stjórnvöldum í Pjongjang kjarnorkustríði þegar hann sagði tilbúinn að mæta þeim með „eldi og heift“ sem heimsbyggðin „hefði aldrei áður orðið vitni að“.Í myndbandinu sem fylgir tísti blaðamannsins Yashar Ali má sjá ummæli Miller við Fox News.WATCH: "Trump is the most gifted politician of our time. He's the best orator to hold that office in generations." pic.twitter.com/B9H4M6QbLm— Yashar Ali (@yashar) August 9, 2017 Trump leiðtogi „popúlískrar hreyfingar“ á heimsvísuMiller var þó hvergi nærri hættur í viðtali sínu við Fox News. Sagði hann Trump vera leiðtoga popúlískrar hreyfingar, ekki aðeins í Bandaríkjunum heldur á heimsvísu. Markmið hennar séu að lyfta upp vinnandi fólki, hvort sem það er svart, rómanskt eða hvítt. Miller þessi vakti einnig athygli í febrúar þegar hann mætti í umræðuþætti vestanhafs skömmu eftir að dómstólar höfðu stöðvað múslimabann ríkisstjórnar Trump. Þar sagði hann meðal annars að dómstólar hefðu tekið sér of mikið vald. Völd Trump forseta væru veruleg og að þau yrði ekki dregin í efa. Hann hefur verið nefndur sem eftirmaður Anthonys Scaramucci í stöðu samskiptastjóra Hvíta hússins. Stjórnaði Miller blaðamannafundi þar í síðustu viku þar sem hann lenti uppi á kant við fréttamann CNN. Deildu þeir meðal annars um ljóð sem er letrað á Frelsisstyttuna í New York og sakaði Miller fréttamanninn um að vera „heimsborgari“.Í myndbandi Washington Post hér fyrir neðan má sjá umdeild ummæli Miller um dómstóla og völd Trump forseta í febrúar. Donald Trump Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Fleiri fréttir Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Sjá meira
Bandaríkjaforseti er ekki aðeins hæfileikaríkasti stjórnmálamaður samtímans heldur er hann besti ræðumaður til að gegna embætti forseta Bandaríkjanna í margar kynslóðir. Það er í það minnsta mat eins helsta stjórnmálaráðgjafa forsetans. Í viðtali við Fox News hóf Stephen Miller, aðalstjórnmálaráðgjafi Donalds Trump forseta, yfirmann sinn upp til himna. „Trump forseti er hæfileikaríkasti stjórnmálamaður okkar daga og hann er besti ræðumaður til að gegna því embætti í kynslóðir,“ sagði Miller. Ummæli Miller koma á sama tíma og Trump hefur verið gagnrýndur fyrir viðbrögð sín við kjarnorkubrölti Norður-Kóreumanna í gær. Þannig virtist Trump hóta stjórnvöldum í Pjongjang kjarnorkustríði þegar hann sagði tilbúinn að mæta þeim með „eldi og heift“ sem heimsbyggðin „hefði aldrei áður orðið vitni að“.Í myndbandinu sem fylgir tísti blaðamannsins Yashar Ali má sjá ummæli Miller við Fox News.WATCH: "Trump is the most gifted politician of our time. He's the best orator to hold that office in generations." pic.twitter.com/B9H4M6QbLm— Yashar Ali (@yashar) August 9, 2017 Trump leiðtogi „popúlískrar hreyfingar“ á heimsvísuMiller var þó hvergi nærri hættur í viðtali sínu við Fox News. Sagði hann Trump vera leiðtoga popúlískrar hreyfingar, ekki aðeins í Bandaríkjunum heldur á heimsvísu. Markmið hennar séu að lyfta upp vinnandi fólki, hvort sem það er svart, rómanskt eða hvítt. Miller þessi vakti einnig athygli í febrúar þegar hann mætti í umræðuþætti vestanhafs skömmu eftir að dómstólar höfðu stöðvað múslimabann ríkisstjórnar Trump. Þar sagði hann meðal annars að dómstólar hefðu tekið sér of mikið vald. Völd Trump forseta væru veruleg og að þau yrði ekki dregin í efa. Hann hefur verið nefndur sem eftirmaður Anthonys Scaramucci í stöðu samskiptastjóra Hvíta hússins. Stjórnaði Miller blaðamannafundi þar í síðustu viku þar sem hann lenti uppi á kant við fréttamann CNN. Deildu þeir meðal annars um ljóð sem er letrað á Frelsisstyttuna í New York og sakaði Miller fréttamanninn um að vera „heimsborgari“.Í myndbandi Washington Post hér fyrir neðan má sjá umdeild ummæli Miller um dómstóla og völd Trump forseta í febrúar.
Donald Trump Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Fleiri fréttir Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Sjá meira