Fótbolti

Pique segir Neymar ekki vita hvað hann ætli að gera

Anton Ingi Leifsson skrifar
Neymar og Pique fagna marki í leik með Barcelona.
Neymar og Pique fagna marki í leik með Barcelona. vísir/getty
Gerard Pique, varnarmaður Barcelona, segir að samherji sinn hjá spænska risanum, Neymar, viti ekki hvort að hann eigi að fara frá félaginu eða vera áfram.

Neymar hefur verið þrálátlega orðaður frá Barcelona upp á síðkastið og sérstaklega eftir að hann og Nelson Semedo lentu í átökum á æfingu Barcelona.

PSG hefur verið orðað við kappann og í síðustu viku var greint frá því að það væru um 90% líkur á að Neymar væri á förum frá Spáni.

„Neymar og ég erum mjög nánir og ég vill að hann verði áfram. Ég þekki aðstæðurnar," sagði samherji Neymar, Pique, í samtali við ESPN.

„Á þessum tímapunkti þá veit hann ekki hvað hann á að gera og við erum að reyna hjálpa honum, þeim sem standa honum næst, að taka rétta ákvörðun."

Pique setti mynd af sér og Neymar á samskiptamiðilinn Instagram á dögunum þar sem hann skrifaði undir myndina að Neymar yrði áfram.

Varnarmaðurinn öflugi segir að það hafi ekki verið opinber yfirlýsing, heldur einungis skoðun Pique.

„Þetta veltur allt á hvað hann vill gera, hann getur farið í hvaða félag sem er í heiminum. Allur heimurinn vill hann, en hann þarf að forgangsraða. Hvað vill hann? Meiri peninga eða fleiri titla?"




Fleiri fréttir

Sjá meira


×