Dagar „kjaftæðisins“ í Hvíta húsinu sagðir liðnir Kjartan Kjartansson skrifar 31. júlí 2017 21:19 John Kelly, nýr starfsmannastjóri Hvíta hússins, virðist ætla að koma heraga á ríkisstjórn sem hefur einkennst af glundroða. Vísir/AFP Eftir nær látlaust umrót og uppstokkun í starfsliðinu undanfarna daga og vikur segja heimildamenn CNN innan Hvíta hússins að dagar þess að „kjaftæði sé umborið“ séu liðnir. Donald Trump forseti lét Anthony Scaramucci, nýráðinn samskiptastjóra Hvíta hússins, taka poka sinn í dag. Scaramucci hafði aðeins tekið við starfinu fyrir tíu dögum og hefur engin samskiptastjóri gegnt starfinu skemur.Sjá einnig:Trump rekur samskiptastjóra Hvíta hússins eftir aðeins tíu daga starf „Dagar þess að kjaftæði sé umborið í þessu Hvíta húsi eru taldir,“ hefur CNN-fréttastöðin eftir ónafngreindum heimildamanni sem stendur Hvíta húsinu nærri.Orðbragðið ekki sæmandi manni í stöðu ScaramucciBrottrekstur Scaramucci var sagður að undirlagi John Kelly, nýs starfsmannastjóra Hvíta hússins, sem tók við starfinu í dag. Honum var sagt ofboðið yfir fúkyrðaflaumi Scaramucci um samstarfsmenn sína í Hvíta húsinu í viðtali við New Yorker í síðustu viku. Á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í kvöld sagði Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi þess, að Trump hafi talið orðbragðið sem Scaramucci hafði um þá Stephen Bannon, aðalráðgjafa forsetans, og Reince Priebus, fyrrverandi starfsmannastjórans, ekki viðeigandi fyrir mann í hans stöðu.Anthony Scaramucci hefur ekki átt sjö dagana sæla undanfarið.Vísir/AFPCNN hefur einnig eftir tveimur heimildamönnum að Trump hafi orðið Scaramucci afhuga vegna allrar fjölmiðlaathyglinnar sem hann fékk þegar hann tók við starfi samskiptastjóra. Í fyrstu hafi forsetinn stutt Scaramucci eftir reiðilestur hans við New Yorker en í kjölfarið hafi honum mislíkað að samskiptastjórinn væri orðinn aðalfréttin frekar en hann sjálfur.Hneyksli, brottrekstur og skilnaðurHuckabee Sanders sagði ennfremur á blaðamannafundinum að Scaramucci hefði ekkert hlutverk í ríkisstjórn Trump lengur. Ítrekaði hún að Kelly hefði nú fullt vald yfir málum í Hvíta húsinu. Þegar hún var spurð hvort að Ivanka Trump, dóttir forsetans, eiginmaður hennar Jared Kushner, og Stephen Bannon, aðalráðgjafi, myndu heyra undir Kelly endurtók hún að allir í Hvíta húsinu væru nú undir Kelly. Óhætt er að segja að Scaramucci hafi átt erfiða viku. Auk þess að hafa verið fordæmdur við klúryrt viðtalið við New Yorker og að hafa misst vinnuna í kjölfarið óskaði eiginkona hans eftir skilnaði í síðustu viku. Hún var gengin níu mánuði á leið og ól Scaramucci annað barn þeirra á mánudag. Scaramucci var ekki viðstaddur fæðinguna og var staddur með Trump í forsetaflugvélinni á meðan, að sögn The Guardian.Í myndbandi Politico hér fyrir neðan má heyra hvernig sjónvarpsfréttamenn í Bandaríkjunum brugðust við tíðindunum um skyndilegt brotthvarf Scaramucci eftir aðeins rúma viku í starfi."I don't even know what to say": Here's how cable news reacted to Anthony Scaramucci's exit https://t.co/lDCSkjM0ac pic.twitter.com/TXpBBnZpXr— POLITICO (@politico) July 31, 2017 Donald Trump Tengdar fréttir Allt á öðrum endanum í Hvíta húsinu Allt gengur á afturfótunum vegna erja á milli starfsmanna forsetans og stöðugs ótta við leka til fjölmiðla. 29. júlí 2017 19:53 Samskiptastjórinn jós fúkyrðum yfir samstarfsmenn í Hvíta húsinu við blaðamann Óheflað orðalagið sem Anthony Scaramucci, samskiptastjóri Hvíta hússins, notaði um aðalráðgjafa Trump forseta og starfsmannastjóra Hvíta hússins í símtali við blaðamann hafa vakið mikla furðu vestanhafs. 28. júlí 2017 09:14 Trump ræður nýjan starfsmannastjóra fyrir Priebus Priebus hefur átt undir högg að sækja undanfarna daga og hefur samskiptastjóri Hvíta hússins sakað hann um að leka upplýsingum og leyndarmálum til fjölmiðla. 28. júlí 2017 21:07 Innanhússerjur í Hvíta húsinu fyrir opnum tjöldum Samskiptastjóri Hvíta hússins gefur sterklega í skyn að starfsmannastjóri þess hafi lekið skaðlegum upplýsingum í fjölmiðla. Hann segir að þeir sem hefðu lekið eins viðkvæmum upplýsingum og nú sé gert hefðu verið hengdir fyrr á öldum. 27. júlí 2017 15:07 Nýr samskiptastjóri Hvíta hússins eyðir gömlum tístum þar sem hann gagnrýndi Trump Þá segir hann einnig að stjórnmál með það að markmiði að ná sér niður á einhverjum séu ekki líðandi. 22. júlí 2017 23:43 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Fleiri fréttir Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Sjá meira
Eftir nær látlaust umrót og uppstokkun í starfsliðinu undanfarna daga og vikur segja heimildamenn CNN innan Hvíta hússins að dagar þess að „kjaftæði sé umborið“ séu liðnir. Donald Trump forseti lét Anthony Scaramucci, nýráðinn samskiptastjóra Hvíta hússins, taka poka sinn í dag. Scaramucci hafði aðeins tekið við starfinu fyrir tíu dögum og hefur engin samskiptastjóri gegnt starfinu skemur.Sjá einnig:Trump rekur samskiptastjóra Hvíta hússins eftir aðeins tíu daga starf „Dagar þess að kjaftæði sé umborið í þessu Hvíta húsi eru taldir,“ hefur CNN-fréttastöðin eftir ónafngreindum heimildamanni sem stendur Hvíta húsinu nærri.Orðbragðið ekki sæmandi manni í stöðu ScaramucciBrottrekstur Scaramucci var sagður að undirlagi John Kelly, nýs starfsmannastjóra Hvíta hússins, sem tók við starfinu í dag. Honum var sagt ofboðið yfir fúkyrðaflaumi Scaramucci um samstarfsmenn sína í Hvíta húsinu í viðtali við New Yorker í síðustu viku. Á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í kvöld sagði Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi þess, að Trump hafi talið orðbragðið sem Scaramucci hafði um þá Stephen Bannon, aðalráðgjafa forsetans, og Reince Priebus, fyrrverandi starfsmannastjórans, ekki viðeigandi fyrir mann í hans stöðu.Anthony Scaramucci hefur ekki átt sjö dagana sæla undanfarið.Vísir/AFPCNN hefur einnig eftir tveimur heimildamönnum að Trump hafi orðið Scaramucci afhuga vegna allrar fjölmiðlaathyglinnar sem hann fékk þegar hann tók við starfi samskiptastjóra. Í fyrstu hafi forsetinn stutt Scaramucci eftir reiðilestur hans við New Yorker en í kjölfarið hafi honum mislíkað að samskiptastjórinn væri orðinn aðalfréttin frekar en hann sjálfur.Hneyksli, brottrekstur og skilnaðurHuckabee Sanders sagði ennfremur á blaðamannafundinum að Scaramucci hefði ekkert hlutverk í ríkisstjórn Trump lengur. Ítrekaði hún að Kelly hefði nú fullt vald yfir málum í Hvíta húsinu. Þegar hún var spurð hvort að Ivanka Trump, dóttir forsetans, eiginmaður hennar Jared Kushner, og Stephen Bannon, aðalráðgjafi, myndu heyra undir Kelly endurtók hún að allir í Hvíta húsinu væru nú undir Kelly. Óhætt er að segja að Scaramucci hafi átt erfiða viku. Auk þess að hafa verið fordæmdur við klúryrt viðtalið við New Yorker og að hafa misst vinnuna í kjölfarið óskaði eiginkona hans eftir skilnaði í síðustu viku. Hún var gengin níu mánuði á leið og ól Scaramucci annað barn þeirra á mánudag. Scaramucci var ekki viðstaddur fæðinguna og var staddur með Trump í forsetaflugvélinni á meðan, að sögn The Guardian.Í myndbandi Politico hér fyrir neðan má heyra hvernig sjónvarpsfréttamenn í Bandaríkjunum brugðust við tíðindunum um skyndilegt brotthvarf Scaramucci eftir aðeins rúma viku í starfi."I don't even know what to say": Here's how cable news reacted to Anthony Scaramucci's exit https://t.co/lDCSkjM0ac pic.twitter.com/TXpBBnZpXr— POLITICO (@politico) July 31, 2017
Donald Trump Tengdar fréttir Allt á öðrum endanum í Hvíta húsinu Allt gengur á afturfótunum vegna erja á milli starfsmanna forsetans og stöðugs ótta við leka til fjölmiðla. 29. júlí 2017 19:53 Samskiptastjórinn jós fúkyrðum yfir samstarfsmenn í Hvíta húsinu við blaðamann Óheflað orðalagið sem Anthony Scaramucci, samskiptastjóri Hvíta hússins, notaði um aðalráðgjafa Trump forseta og starfsmannastjóra Hvíta hússins í símtali við blaðamann hafa vakið mikla furðu vestanhafs. 28. júlí 2017 09:14 Trump ræður nýjan starfsmannastjóra fyrir Priebus Priebus hefur átt undir högg að sækja undanfarna daga og hefur samskiptastjóri Hvíta hússins sakað hann um að leka upplýsingum og leyndarmálum til fjölmiðla. 28. júlí 2017 21:07 Innanhússerjur í Hvíta húsinu fyrir opnum tjöldum Samskiptastjóri Hvíta hússins gefur sterklega í skyn að starfsmannastjóri þess hafi lekið skaðlegum upplýsingum í fjölmiðla. Hann segir að þeir sem hefðu lekið eins viðkvæmum upplýsingum og nú sé gert hefðu verið hengdir fyrr á öldum. 27. júlí 2017 15:07 Nýr samskiptastjóri Hvíta hússins eyðir gömlum tístum þar sem hann gagnrýndi Trump Þá segir hann einnig að stjórnmál með það að markmiði að ná sér niður á einhverjum séu ekki líðandi. 22. júlí 2017 23:43 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Fleiri fréttir Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Sjá meira
Allt á öðrum endanum í Hvíta húsinu Allt gengur á afturfótunum vegna erja á milli starfsmanna forsetans og stöðugs ótta við leka til fjölmiðla. 29. júlí 2017 19:53
Samskiptastjórinn jós fúkyrðum yfir samstarfsmenn í Hvíta húsinu við blaðamann Óheflað orðalagið sem Anthony Scaramucci, samskiptastjóri Hvíta hússins, notaði um aðalráðgjafa Trump forseta og starfsmannastjóra Hvíta hússins í símtali við blaðamann hafa vakið mikla furðu vestanhafs. 28. júlí 2017 09:14
Trump ræður nýjan starfsmannastjóra fyrir Priebus Priebus hefur átt undir högg að sækja undanfarna daga og hefur samskiptastjóri Hvíta hússins sakað hann um að leka upplýsingum og leyndarmálum til fjölmiðla. 28. júlí 2017 21:07
Innanhússerjur í Hvíta húsinu fyrir opnum tjöldum Samskiptastjóri Hvíta hússins gefur sterklega í skyn að starfsmannastjóri þess hafi lekið skaðlegum upplýsingum í fjölmiðla. Hann segir að þeir sem hefðu lekið eins viðkvæmum upplýsingum og nú sé gert hefðu verið hengdir fyrr á öldum. 27. júlí 2017 15:07
Nýr samskiptastjóri Hvíta hússins eyðir gömlum tístum þar sem hann gagnrýndi Trump Þá segir hann einnig að stjórnmál með það að markmiði að ná sér niður á einhverjum séu ekki líðandi. 22. júlí 2017 23:43
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent