Stelpurnar okkar eru klárar í næsta leik Elías Orri Njarðarson skrifar 23. júlí 2017 20:19 Leikmenn íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, sem eru staddar á EM í Hollandi, mættu á æfingu í dag eftir svekkjandi tap gegn Sviss í gær. Þær ræddu við Kolbein Tuma Daðason að lokinni æfingu. Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði Íslands á mótinu segir það vera mjög erfitt að hafa ekki komist upp úr riðlinum en Ísland tapaði fyrsta leik 1-0 gegn Frakklandi og öðrum leiknum 2-1 á móti Sviss. „Það hefur bara verið svolítið erfitt. Við settum okkur það markmið að komast upp úr riðlinum og það er ógeðslega erfitt að sætta sig við að við náðum ekki markmiðinu,“ sagði Sara Björk. Sif Atladóttir lagði sig alla fram í leiknum í gær og bjargaði liðinu tvisvar stórkostlega á síðustu mínútum leiksins en hún var einnig svekkt með tapið á móti Sviss en er farin að einbeita sér að vinna næsta leik á móti Austurríki á miðvikudag. „Andlega líðan er betri, við tókum góðan fund í morgun og við eigum einn leik eftir þannig að við erum ekkert að fara að leggjast niður og grafa okkur í einhverja holu. Við ætlum að fara í þann leik og vinna hann bara og þakka þannig bara fyrir okkur,“ sagði Sif. Hólmfríður Magnúsdóttir, einn reynslumesti leikmaður landsliðsins, var jákvæð með framhaldið og segir að leikmenn Íslands ætla ekki að gefa tommu eftir á miðvikudaginn. „Allir sem þekkja okkur vita það að við gefumst ekkert upp. Við munum skilja allt eftir inn á vellinum í næsta leik og fara héðan stoltar,“ sagði Hólmfríður. Sara Björk og Sif meiddust báðar í leiknum við Sviss, leikmenn beggja liða tóku vel á hvor öðrum, en þær eru báðar staðráðnar í að spila næsta leik. „Ég verð orðin góð á miðvikudaginn sko, ég þarf bara einn dag og svo verð ég góð,“ sagði fyrirliðinn. Sif er á sama máli en hún kveðst verða tilbúin til þess að drepa fyrir íslenska liðið. „Ekki spurning! Ég er alltaf til í stíð,“ sagði Sif brosandi að lokum. Viðtalið í heild sinni má svo sjá hér í spilaranum að ofan. EM 2017 í Hollandi Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Handbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Í beinni: Real Madrid - Girona | Spennan á Spáni heldur áfram Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Sjá meira
Leikmenn íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, sem eru staddar á EM í Hollandi, mættu á æfingu í dag eftir svekkjandi tap gegn Sviss í gær. Þær ræddu við Kolbein Tuma Daðason að lokinni æfingu. Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði Íslands á mótinu segir það vera mjög erfitt að hafa ekki komist upp úr riðlinum en Ísland tapaði fyrsta leik 1-0 gegn Frakklandi og öðrum leiknum 2-1 á móti Sviss. „Það hefur bara verið svolítið erfitt. Við settum okkur það markmið að komast upp úr riðlinum og það er ógeðslega erfitt að sætta sig við að við náðum ekki markmiðinu,“ sagði Sara Björk. Sif Atladóttir lagði sig alla fram í leiknum í gær og bjargaði liðinu tvisvar stórkostlega á síðustu mínútum leiksins en hún var einnig svekkt með tapið á móti Sviss en er farin að einbeita sér að vinna næsta leik á móti Austurríki á miðvikudag. „Andlega líðan er betri, við tókum góðan fund í morgun og við eigum einn leik eftir þannig að við erum ekkert að fara að leggjast niður og grafa okkur í einhverja holu. Við ætlum að fara í þann leik og vinna hann bara og þakka þannig bara fyrir okkur,“ sagði Sif. Hólmfríður Magnúsdóttir, einn reynslumesti leikmaður landsliðsins, var jákvæð með framhaldið og segir að leikmenn Íslands ætla ekki að gefa tommu eftir á miðvikudaginn. „Allir sem þekkja okkur vita það að við gefumst ekkert upp. Við munum skilja allt eftir inn á vellinum í næsta leik og fara héðan stoltar,“ sagði Hólmfríður. Sara Björk og Sif meiddust báðar í leiknum við Sviss, leikmenn beggja liða tóku vel á hvor öðrum, en þær eru báðar staðráðnar í að spila næsta leik. „Ég verð orðin góð á miðvikudaginn sko, ég þarf bara einn dag og svo verð ég góð,“ sagði fyrirliðinn. Sif er á sama máli en hún kveðst verða tilbúin til þess að drepa fyrir íslenska liðið. „Ekki spurning! Ég er alltaf til í stíð,“ sagði Sif brosandi að lokum. Viðtalið í heild sinni má svo sjá hér í spilaranum að ofan.
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Handbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Í beinni: Real Madrid - Girona | Spennan á Spáni heldur áfram Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Sjá meira