Katrín: Ísland er ekki að dragast aftur úr Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. júlí 2017 13:45 Katrín Jónsdóttir hefur fylgst vel með stelpunum okkar í Hollandi. Vísir Katrín Jónsdóttir, fyrrum landsliðsfyrirliði Íslands og leikmaður liðsins í tæpa tvo áratugi, segir eðilegt að svekkelsið sé mikið hjá leikmönnum íslenska liðsins eftir að það féll úr leik á EM í Hollandi. Katrín var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun en hún er stödd í Hollandi þar sem hún hefur verið að fylgjast með sínum gömlu landsliðsfélögum. „Maður gat sett sig í þeirra spor,“ sagði hún en Ísland hefur tapað fyrstu tveimur leikjum sínum á mótinu og féll úr leik er Frakkland og Austurríki gerðu jafntefli á laugardagskvöldið. „Leikmenn voru búnir að setja sér markmið fyrir löngu og vinna lengi að því að ná þeim. Það er gríðarlegt svekkelsi þegar maður nær þeim ekki.“ Katrín hrósaði íslensku vörninni sérstaklega fyrir frammistöðuna gegn Frakklandi en Katrín var um langt árabil leiðtogi varnarinnar í íslenska landsliðinu. „Varnarleikurinn gegn Frakklandi var einn sá besti sem Ísland hefur spilað,“ sagði Katrín sem á 133 landsleiki að baki. Hún hætti að spila árið 2013. Það hefur verið talsverð umræða um íslenska liðið eftir að niðurstaðan var ljós en Katrín hefur ekki áhyggjur af stöðu mála. „Ísland er ekki að dragast aftur úr. Liðum er almennt að fara fram og það er meiri breidd en áður.“ „Það má ekki gleyma því að það var ótrúleg meiðslasaga hjá íslenska liðinu og það getur skipt meira máli fyrir minni þjóðir en aðrar.“ Hún hrósaði þó mjög ungum og reynslulitlum leikmönnum sem hafa komið inn í liðið. „Þetta var ekki hægt fyrir 5-10 árum síðan, að fá leikmenn svo snöggt inn í liðið. Breiddin er því að aukast hjá okkur og ef maður lítur á heildina hefur þróunin hjá liðinu verið mjög góð.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér fyrir neðan. EM 2017 í Hollandi Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Sjá meira
Katrín Jónsdóttir, fyrrum landsliðsfyrirliði Íslands og leikmaður liðsins í tæpa tvo áratugi, segir eðilegt að svekkelsið sé mikið hjá leikmönnum íslenska liðsins eftir að það féll úr leik á EM í Hollandi. Katrín var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun en hún er stödd í Hollandi þar sem hún hefur verið að fylgjast með sínum gömlu landsliðsfélögum. „Maður gat sett sig í þeirra spor,“ sagði hún en Ísland hefur tapað fyrstu tveimur leikjum sínum á mótinu og féll úr leik er Frakkland og Austurríki gerðu jafntefli á laugardagskvöldið. „Leikmenn voru búnir að setja sér markmið fyrir löngu og vinna lengi að því að ná þeim. Það er gríðarlegt svekkelsi þegar maður nær þeim ekki.“ Katrín hrósaði íslensku vörninni sérstaklega fyrir frammistöðuna gegn Frakklandi en Katrín var um langt árabil leiðtogi varnarinnar í íslenska landsliðinu. „Varnarleikurinn gegn Frakklandi var einn sá besti sem Ísland hefur spilað,“ sagði Katrín sem á 133 landsleiki að baki. Hún hætti að spila árið 2013. Það hefur verið talsverð umræða um íslenska liðið eftir að niðurstaðan var ljós en Katrín hefur ekki áhyggjur af stöðu mála. „Ísland er ekki að dragast aftur úr. Liðum er almennt að fara fram og það er meiri breidd en áður.“ „Það má ekki gleyma því að það var ótrúleg meiðslasaga hjá íslenska liðinu og það getur skipt meira máli fyrir minni þjóðir en aðrar.“ Hún hrósaði þó mjög ungum og reynslulitlum leikmönnum sem hafa komið inn í liðið. „Þetta var ekki hægt fyrir 5-10 árum síðan, að fá leikmenn svo snöggt inn í liðið. Breiddin er því að aukast hjá okkur og ef maður lítur á heildina hefur þróunin hjá liðinu verið mjög góð.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér fyrir neðan.
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Sjá meira