ESPN segir Tryggva spennandi kost fyrir NBA-lið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. júlí 2017 13:57 Tryggvi Snær í leik með íslenska landsliðinu. vísir/ernir Ítarlega er fjallað um Tryggva Snæ Hlinason á heimasíðu ESPN í dag og hann sagður spennandi kostur fyrir NBA-lið. Tryggvi sló nýlega í gegn á EM U-20 í körfubolta þar sem hann var valinn í úrvalslið mótsins. Eins og áður hefur verið fjallað um byrjuðu NBA-spekingar að tjá sig um Tryggva á samfélagsmiðlum en greinilegt er að hann hefur fangað athygli vestanhafs með frammistöðu sinni. Sjá einnig: NBA-njósnararnir farnir að fylgjast vel með Tryggva Í viðtalinu, sem má sjá hér, er Tryggvi spurður um bakgrunn sinn en eins og frægt er orðið ólst Tryggvi upp á bóndabænum Svartárkoti í Bárðardal í Suður-Þingeyjarsýslu. Í greininni er mikið gert úr því að Tryggvi ólst ekki upp við að leika eftir takta Michael Jordan eða LeBron James, raunar kynntist Tryggvi ekki körfubolta fyrr en hann fluttist til Akureyrar fyrir hálfu fjórða ári síðan. Í dag sé hann framtíð íslensks körfubolta. „Þetta eru aðstæður sem er ekki hægt að útskýra fyrir fólki sem ekki býr á Íslandi eða í þessum landshluta,“ sagði Jón Arnór Stefánsson sem einnig er rætt við í greininni. „Þegar veður er slæmt er í raun ekki hægt að komast þangað eða frá því. Maður er bara fastur þarna. Þetta er einstök saga.“ Tryggvi Snær samdi nýlega við Valencia, gamla félag Jóns Arnórs, en það er spurning hvort að frammistaða hans á EM hafi gert það að verkum að stórlið í Bandaríkjunum muni koma kallandi. „Hann er óslípaður demantur. Honum eru engin takmörk sett,“ sagði Jón Arnór. Fram kemur í greininni að Tryggvi Snær hafi skilað tölum á mótinu sem sjaldan hafi sést hjá miðherja á EM U-20 í körfubolta. Tryggvi Snær var með 14 fráköst, þrjú varin skot og tvær stoðsendingar í leik. Aðrir miðherjar sem hafa skilað álíka tölum eru Andris Biedrins og Anzejs Pasecniks sem báðir hafa spilað í NBA-deildinni.Smelltu hér til að lesa ítarlega umfjöllun um Tryggva Snæ á vefsíðu ESPN. Íslenski körfuboltinn NBA Tengdar fréttir Tryggvi í úrvalsliði EM Tryggvi Snær Hlinason var valinn í fimm manna úrvalslið A-deildar Evrópumóts U-20 ára í körfubolta. 23. júlí 2017 21:03 Evrópuævintýri drengjanna á enda Eftir magnaða frammistöðu á EM U-20 ára liða kom því miður að því að okkar drengir mættu ofjarli sínum. 20. júlí 2017 13:15 NBA-njósnararnir farnir að fylgjast vel með Tryggva Íslensku strákarnir í tuttugu ára landsliðinu eru að gera frábæra hluti á Evrópumóti U20 í Grikklandi og tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum í dag með sannfærandi sigri á Svíum. 19. júlí 2017 16:00 Tap á móti Serbum á Evrópumóti U20 liða í körfubolta Íslenska U20 ára landsliðið í körfubolta tapaði gegn Serbíu 71-89 í Grikklandi í kvöld. 22. júlí 2017 20:30 Mest lesið Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli“ Sport Fleiri fréttir Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Sjá meira
Ítarlega er fjallað um Tryggva Snæ Hlinason á heimasíðu ESPN í dag og hann sagður spennandi kostur fyrir NBA-lið. Tryggvi sló nýlega í gegn á EM U-20 í körfubolta þar sem hann var valinn í úrvalslið mótsins. Eins og áður hefur verið fjallað um byrjuðu NBA-spekingar að tjá sig um Tryggva á samfélagsmiðlum en greinilegt er að hann hefur fangað athygli vestanhafs með frammistöðu sinni. Sjá einnig: NBA-njósnararnir farnir að fylgjast vel með Tryggva Í viðtalinu, sem má sjá hér, er Tryggvi spurður um bakgrunn sinn en eins og frægt er orðið ólst Tryggvi upp á bóndabænum Svartárkoti í Bárðardal í Suður-Þingeyjarsýslu. Í greininni er mikið gert úr því að Tryggvi ólst ekki upp við að leika eftir takta Michael Jordan eða LeBron James, raunar kynntist Tryggvi ekki körfubolta fyrr en hann fluttist til Akureyrar fyrir hálfu fjórða ári síðan. Í dag sé hann framtíð íslensks körfubolta. „Þetta eru aðstæður sem er ekki hægt að útskýra fyrir fólki sem ekki býr á Íslandi eða í þessum landshluta,“ sagði Jón Arnór Stefánsson sem einnig er rætt við í greininni. „Þegar veður er slæmt er í raun ekki hægt að komast þangað eða frá því. Maður er bara fastur þarna. Þetta er einstök saga.“ Tryggvi Snær samdi nýlega við Valencia, gamla félag Jóns Arnórs, en það er spurning hvort að frammistaða hans á EM hafi gert það að verkum að stórlið í Bandaríkjunum muni koma kallandi. „Hann er óslípaður demantur. Honum eru engin takmörk sett,“ sagði Jón Arnór. Fram kemur í greininni að Tryggvi Snær hafi skilað tölum á mótinu sem sjaldan hafi sést hjá miðherja á EM U-20 í körfubolta. Tryggvi Snær var með 14 fráköst, þrjú varin skot og tvær stoðsendingar í leik. Aðrir miðherjar sem hafa skilað álíka tölum eru Andris Biedrins og Anzejs Pasecniks sem báðir hafa spilað í NBA-deildinni.Smelltu hér til að lesa ítarlega umfjöllun um Tryggva Snæ á vefsíðu ESPN.
Íslenski körfuboltinn NBA Tengdar fréttir Tryggvi í úrvalsliði EM Tryggvi Snær Hlinason var valinn í fimm manna úrvalslið A-deildar Evrópumóts U-20 ára í körfubolta. 23. júlí 2017 21:03 Evrópuævintýri drengjanna á enda Eftir magnaða frammistöðu á EM U-20 ára liða kom því miður að því að okkar drengir mættu ofjarli sínum. 20. júlí 2017 13:15 NBA-njósnararnir farnir að fylgjast vel með Tryggva Íslensku strákarnir í tuttugu ára landsliðinu eru að gera frábæra hluti á Evrópumóti U20 í Grikklandi og tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum í dag með sannfærandi sigri á Svíum. 19. júlí 2017 16:00 Tap á móti Serbum á Evrópumóti U20 liða í körfubolta Íslenska U20 ára landsliðið í körfubolta tapaði gegn Serbíu 71-89 í Grikklandi í kvöld. 22. júlí 2017 20:30 Mest lesið Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli“ Sport Fleiri fréttir Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Sjá meira
Tryggvi í úrvalsliði EM Tryggvi Snær Hlinason var valinn í fimm manna úrvalslið A-deildar Evrópumóts U-20 ára í körfubolta. 23. júlí 2017 21:03
Evrópuævintýri drengjanna á enda Eftir magnaða frammistöðu á EM U-20 ára liða kom því miður að því að okkar drengir mættu ofjarli sínum. 20. júlí 2017 13:15
NBA-njósnararnir farnir að fylgjast vel með Tryggva Íslensku strákarnir í tuttugu ára landsliðinu eru að gera frábæra hluti á Evrópumóti U20 í Grikklandi og tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum í dag með sannfærandi sigri á Svíum. 19. júlí 2017 16:00
Tap á móti Serbum á Evrópumóti U20 liða í körfubolta Íslenska U20 ára landsliðið í körfubolta tapaði gegn Serbíu 71-89 í Grikklandi í kvöld. 22. júlí 2017 20:30