Fundu nýja flugutegund í rannsóknarleiðangri í Surtsey Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 25. júlí 2017 14:55 Hér má sjá fluguna sem fannst í leiðangrinum. Talið er að hún sé af frittfluguætt. Hún hefur aldrei áður sést hér á landi. Erling Ólafsson Ný flugutegund fannst í Surtsey við rannsóknarleiðangur Náttúrufræðistofnunar Íslands sem farinn var 17. til 20. júlí síðastliðinn. Tegundin hefur aldrei áður sést hér á landi. Borgþór Magnússon, líffræðingur við Náttúrufræðistofnunina og leiðangursstjóri, segir í samtali við Vísi að flugan hafi líklega borist hingað til lands með suðrænum vindum. „Surtsey er náttúrulega syðsta eyja Íslands og næst meginlandinu og það voru nokkrar líkur á að það sem berst hingað með suðrænum vindum, að eitthvað af því komi þangað fyrst eða til Vestmannaeyja,“ segir Borgþór í samtali við Vísi.Grávíðir er einn nýjasti íbúi eyjunnar.Erling ÓlafssonNý víðitegund Á svæðinu fannst einnig ný víðitegund, grávíðir, og segir Borgþór að þar með séu allar íslensku víðitegundirnar orðnar landnemar á eyjunni. Hann nefnir þó að síðustu ár hafi hægt á landnámi nýrra tegunda í eynni og segir að við því hafi verið að búast. Til að mynda er mjög lítið um nýjar fuglategundir. Hins vegar sé gróið svæði að aukast við það svæðið sem mávar halda sig helst. „Þar er komið mjög þétt og gróskumikið graslendi sem fuglinn viðheldur og það færist stöðugt út. Eyjan er að verða með árunum grónari og grónari. Gróðurfarið er farið að minna talsvert mikið á úteyjar Vestmannaeyjar þar sem eru sjófuglar,“ segir Borgþór.Þeir sem tóku þátt í leiðangrinum, f.v. Þórdís Vilhelmína Bragadóttir, Lovísa Ásbjörnsdóttir, Bjarni Diðrik Sigurðsson, Matthías Viðar Alfreðsson, Pawel Wasowicz, Sune Linder, Borgþór Magnússon, Kristján Jónasson og Erling Ólafsson.Erling ÓlafssonEyjan minnkar Surtsey hefur verið á heimsminjaskrá Unesco frá árinu 2008 og er friðuð. Farið er til Surtseyjar á hverju ári og þar er mikil söfnun í gangi. Fyrsta ferð var árið 1964 og þá dvöldu menn á eynni frá vori fram á haust. Nú gistir rannsóknarteymið í um það bil viku í senn. Þá sést að mikil breyting er á eyjunni í hvert sinn, þó ekki af mannavöldum. Eyjan er orðin meira en helmingi minni en hún var þegar gosi lauk. „Það sem maður undrast alltaf á er hvað hraunin sunnan á eynni eru brotgjörn. Maður sér alltaf á milli ára talsverðar breytingar. Það brotnar af hömrum og það falla þarna niður stórar spildur og gengur stöðugt á hana,“ segir Borgþór. Hann telur að hraunið muni hverfa á næstu hundrað til tvö hundruð árum en að móbergshæðir muni hins vegar standa í þúsundir ára. Hann segir að góðar líkur á því að það muni verða til nýjar eyjar áður en Surtsey hverfur. Þarna sé enn þá bullandi eldvirkni.Stærsta rannsóknin frá upphafi Í ágúst mun hefjast ný rannsókn í Surtsey og verður hún sú stærsta frá upphafi. Rannsóknin er á vegum Háskóla Íslands. Þá verða boraðar tvær 200 metra og 300 metra holur og efnið úr þeim verður rannsakað. Markmið rannsóknarinnar er meðal annars að rannsaka myndun og þróun eldfjallaeyja. Þá verða sýni rannsökuð til að fá innsýn í landnám örvera og hlutverk þeirra í Surtsey. Holurnar sem verða boraðar verða síðan notaðar næstu áratugi sem neðanjarðarrannsóknarstöðvar til vöktunar, sýnatöku og tilrauna.Hér má sjá gróið land í Surtsey. Mávar halda þarna til.Borgþór Magnússon Dýr Surtsey Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Ný flugutegund fannst í Surtsey við rannsóknarleiðangur Náttúrufræðistofnunar Íslands sem farinn var 17. til 20. júlí síðastliðinn. Tegundin hefur aldrei áður sést hér á landi. Borgþór Magnússon, líffræðingur við Náttúrufræðistofnunina og leiðangursstjóri, segir í samtali við Vísi að flugan hafi líklega borist hingað til lands með suðrænum vindum. „Surtsey er náttúrulega syðsta eyja Íslands og næst meginlandinu og það voru nokkrar líkur á að það sem berst hingað með suðrænum vindum, að eitthvað af því komi þangað fyrst eða til Vestmannaeyja,“ segir Borgþór í samtali við Vísi.Grávíðir er einn nýjasti íbúi eyjunnar.Erling ÓlafssonNý víðitegund Á svæðinu fannst einnig ný víðitegund, grávíðir, og segir Borgþór að þar með séu allar íslensku víðitegundirnar orðnar landnemar á eyjunni. Hann nefnir þó að síðustu ár hafi hægt á landnámi nýrra tegunda í eynni og segir að við því hafi verið að búast. Til að mynda er mjög lítið um nýjar fuglategundir. Hins vegar sé gróið svæði að aukast við það svæðið sem mávar halda sig helst. „Þar er komið mjög þétt og gróskumikið graslendi sem fuglinn viðheldur og það færist stöðugt út. Eyjan er að verða með árunum grónari og grónari. Gróðurfarið er farið að minna talsvert mikið á úteyjar Vestmannaeyjar þar sem eru sjófuglar,“ segir Borgþór.Þeir sem tóku þátt í leiðangrinum, f.v. Þórdís Vilhelmína Bragadóttir, Lovísa Ásbjörnsdóttir, Bjarni Diðrik Sigurðsson, Matthías Viðar Alfreðsson, Pawel Wasowicz, Sune Linder, Borgþór Magnússon, Kristján Jónasson og Erling Ólafsson.Erling ÓlafssonEyjan minnkar Surtsey hefur verið á heimsminjaskrá Unesco frá árinu 2008 og er friðuð. Farið er til Surtseyjar á hverju ári og þar er mikil söfnun í gangi. Fyrsta ferð var árið 1964 og þá dvöldu menn á eynni frá vori fram á haust. Nú gistir rannsóknarteymið í um það bil viku í senn. Þá sést að mikil breyting er á eyjunni í hvert sinn, þó ekki af mannavöldum. Eyjan er orðin meira en helmingi minni en hún var þegar gosi lauk. „Það sem maður undrast alltaf á er hvað hraunin sunnan á eynni eru brotgjörn. Maður sér alltaf á milli ára talsverðar breytingar. Það brotnar af hömrum og það falla þarna niður stórar spildur og gengur stöðugt á hana,“ segir Borgþór. Hann telur að hraunið muni hverfa á næstu hundrað til tvö hundruð árum en að móbergshæðir muni hins vegar standa í þúsundir ára. Hann segir að góðar líkur á því að það muni verða til nýjar eyjar áður en Surtsey hverfur. Þarna sé enn þá bullandi eldvirkni.Stærsta rannsóknin frá upphafi Í ágúst mun hefjast ný rannsókn í Surtsey og verður hún sú stærsta frá upphafi. Rannsóknin er á vegum Háskóla Íslands. Þá verða boraðar tvær 200 metra og 300 metra holur og efnið úr þeim verður rannsakað. Markmið rannsóknarinnar er meðal annars að rannsaka myndun og þróun eldfjallaeyja. Þá verða sýni rannsökuð til að fá innsýn í landnám örvera og hlutverk þeirra í Surtsey. Holurnar sem verða boraðar verða síðan notaðar næstu áratugi sem neðanjarðarrannsóknarstöðvar til vöktunar, sýnatöku og tilrauna.Hér má sjá gróið land í Surtsey. Mávar halda þarna til.Borgþór Magnússon
Dýr Surtsey Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira