Hugmynd frá almenningi! Ögmundur Jónasson skrifar 27. júlí 2017 07:00 Ekki er liðið ár frá síðustu alþingiskosningum. Enn styttri tími frá stjórnarmyndun. Þau voru ófá sem þótti ámælisvert að Björt framtíð skyldi verða til þess að færa Sjálfstæðisflokknum stjórnartaumana í hendur, töldu að þar með væri Björt framtíð að ganga erinda fjármagnsins. Nú fjölgar þeim sem hafa snúið dæminu við og áfellast Sjálfstæðisflokkinn fyrir að greiða götu Bjartrar framtíðar að Stjórnarráðinu, svo mjög gangi sá flokkur erinda gróðaaflanna á kostnað almennings. Er þar sérstaklega horft til framgöngu heilbrigðisráðherrans sem heldur með okkur sífellt lengra út í fen markaðsvæddrar heilbrigðisþjónustu. Gengur hann þar enn lengra en forveri hans úr Sjálfstæðisflokknum, sem illu heilli vildi koma á kerfi Miltons Friedmans um að fjármagn fylgi sjúklingi þannig að heilbrigðisstofnanir keppist um það sín í milli að fá sjúklinga í viðskipti. En forverinn vildi banna arðtöku úr slíkum samkeppnisrekstri. Núverandi ráðherra sýnir engan lit í þá veru. Að því marki sem hann yfirleitt sýnir lit, þá er það á sveif með fjárfestum og nægir þar að minna á að hann hefur látið óátalið að Klíníkin reki legudeild og er þar kominn enn einn vísir að heilbrigðiskerfi á arðsemisforsendum. Allt fjármagnað úr ríkissjóði. Aldrei má horfa framhjá því að ekki er um að ræða raunverulegan einkabisniss, heldur heimild fjárfestum til handa að seilast ofan í vasa almennings í gegnum heilbrigðiskerfið. Handlangarar þeirra á Alþingi sjá um að þetta geti gengið greiðlega fyrir sig. Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra segir að samkeppni um sjúklinga auki gæði þjónustunnar og muni gera hana skilvirkari. Lengra gengur hann ekki í umræðu um málið. Hann svarar aldrei efnislegum rökum þeirra sem benda á að reynslan erlendis sýni að slíkt fyrirkomulag hafi í framkvæmd aukið félagslega mismunun tekjulitlu fólki í óhag og hafi gert skipulag þjónustunnar vandkvæðum háð auk þess að vera kostnaðarsamara. Er þá komið að fyrirsögninni. Kveikjan er frétt í Fréttblaðinu 11. júlí sl. þar sem haft er eftir umhverfisráðherranum, að ráðið til að glíma við umhverfisvandann sé að leita eftir hugmyndum frá almenningi. Prýðilegt. En hvers vegna segja eitt og gera síðan annað? Hvernig væri að ríkisstjórnin hlustaði eftir hugmyndum og afstöðu almennings hvað heilbrigðismálin áhrærir? Það gerir hún hins vegar ekki. Í margítrekuðum skoðanakönnunum, nú síðast í könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands frá í vor, kemur í ljós að yfirgnæfandi meirihluti, tæplega 80%, vill að heilbrigðisþjónustan sé rekin á vegum hins opinbera. Flokkast þetta ekki sem hugmynd frá almenningi?Höfundur er fyrrverandi innanríkisráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ögmundur Jónasson Mest lesið Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Ekki er liðið ár frá síðustu alþingiskosningum. Enn styttri tími frá stjórnarmyndun. Þau voru ófá sem þótti ámælisvert að Björt framtíð skyldi verða til þess að færa Sjálfstæðisflokknum stjórnartaumana í hendur, töldu að þar með væri Björt framtíð að ganga erinda fjármagnsins. Nú fjölgar þeim sem hafa snúið dæminu við og áfellast Sjálfstæðisflokkinn fyrir að greiða götu Bjartrar framtíðar að Stjórnarráðinu, svo mjög gangi sá flokkur erinda gróðaaflanna á kostnað almennings. Er þar sérstaklega horft til framgöngu heilbrigðisráðherrans sem heldur með okkur sífellt lengra út í fen markaðsvæddrar heilbrigðisþjónustu. Gengur hann þar enn lengra en forveri hans úr Sjálfstæðisflokknum, sem illu heilli vildi koma á kerfi Miltons Friedmans um að fjármagn fylgi sjúklingi þannig að heilbrigðisstofnanir keppist um það sín í milli að fá sjúklinga í viðskipti. En forverinn vildi banna arðtöku úr slíkum samkeppnisrekstri. Núverandi ráðherra sýnir engan lit í þá veru. Að því marki sem hann yfirleitt sýnir lit, þá er það á sveif með fjárfestum og nægir þar að minna á að hann hefur látið óátalið að Klíníkin reki legudeild og er þar kominn enn einn vísir að heilbrigðiskerfi á arðsemisforsendum. Allt fjármagnað úr ríkissjóði. Aldrei má horfa framhjá því að ekki er um að ræða raunverulegan einkabisniss, heldur heimild fjárfestum til handa að seilast ofan í vasa almennings í gegnum heilbrigðiskerfið. Handlangarar þeirra á Alþingi sjá um að þetta geti gengið greiðlega fyrir sig. Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra segir að samkeppni um sjúklinga auki gæði þjónustunnar og muni gera hana skilvirkari. Lengra gengur hann ekki í umræðu um málið. Hann svarar aldrei efnislegum rökum þeirra sem benda á að reynslan erlendis sýni að slíkt fyrirkomulag hafi í framkvæmd aukið félagslega mismunun tekjulitlu fólki í óhag og hafi gert skipulag þjónustunnar vandkvæðum háð auk þess að vera kostnaðarsamara. Er þá komið að fyrirsögninni. Kveikjan er frétt í Fréttblaðinu 11. júlí sl. þar sem haft er eftir umhverfisráðherranum, að ráðið til að glíma við umhverfisvandann sé að leita eftir hugmyndum frá almenningi. Prýðilegt. En hvers vegna segja eitt og gera síðan annað? Hvernig væri að ríkisstjórnin hlustaði eftir hugmyndum og afstöðu almennings hvað heilbrigðismálin áhrærir? Það gerir hún hins vegar ekki. Í margítrekuðum skoðanakönnunum, nú síðast í könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands frá í vor, kemur í ljós að yfirgnæfandi meirihluti, tæplega 80%, vill að heilbrigðisþjónustan sé rekin á vegum hins opinbera. Flokkast þetta ekki sem hugmynd frá almenningi?Höfundur er fyrrverandi innanríkisráðherra
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun