Hugmynd frá almenningi! Ögmundur Jónasson skrifar 27. júlí 2017 07:00 Ekki er liðið ár frá síðustu alþingiskosningum. Enn styttri tími frá stjórnarmyndun. Þau voru ófá sem þótti ámælisvert að Björt framtíð skyldi verða til þess að færa Sjálfstæðisflokknum stjórnartaumana í hendur, töldu að þar með væri Björt framtíð að ganga erinda fjármagnsins. Nú fjölgar þeim sem hafa snúið dæminu við og áfellast Sjálfstæðisflokkinn fyrir að greiða götu Bjartrar framtíðar að Stjórnarráðinu, svo mjög gangi sá flokkur erinda gróðaaflanna á kostnað almennings. Er þar sérstaklega horft til framgöngu heilbrigðisráðherrans sem heldur með okkur sífellt lengra út í fen markaðsvæddrar heilbrigðisþjónustu. Gengur hann þar enn lengra en forveri hans úr Sjálfstæðisflokknum, sem illu heilli vildi koma á kerfi Miltons Friedmans um að fjármagn fylgi sjúklingi þannig að heilbrigðisstofnanir keppist um það sín í milli að fá sjúklinga í viðskipti. En forverinn vildi banna arðtöku úr slíkum samkeppnisrekstri. Núverandi ráðherra sýnir engan lit í þá veru. Að því marki sem hann yfirleitt sýnir lit, þá er það á sveif með fjárfestum og nægir þar að minna á að hann hefur látið óátalið að Klíníkin reki legudeild og er þar kominn enn einn vísir að heilbrigðiskerfi á arðsemisforsendum. Allt fjármagnað úr ríkissjóði. Aldrei má horfa framhjá því að ekki er um að ræða raunverulegan einkabisniss, heldur heimild fjárfestum til handa að seilast ofan í vasa almennings í gegnum heilbrigðiskerfið. Handlangarar þeirra á Alþingi sjá um að þetta geti gengið greiðlega fyrir sig. Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra segir að samkeppni um sjúklinga auki gæði þjónustunnar og muni gera hana skilvirkari. Lengra gengur hann ekki í umræðu um málið. Hann svarar aldrei efnislegum rökum þeirra sem benda á að reynslan erlendis sýni að slíkt fyrirkomulag hafi í framkvæmd aukið félagslega mismunun tekjulitlu fólki í óhag og hafi gert skipulag þjónustunnar vandkvæðum háð auk þess að vera kostnaðarsamara. Er þá komið að fyrirsögninni. Kveikjan er frétt í Fréttblaðinu 11. júlí sl. þar sem haft er eftir umhverfisráðherranum, að ráðið til að glíma við umhverfisvandann sé að leita eftir hugmyndum frá almenningi. Prýðilegt. En hvers vegna segja eitt og gera síðan annað? Hvernig væri að ríkisstjórnin hlustaði eftir hugmyndum og afstöðu almennings hvað heilbrigðismálin áhrærir? Það gerir hún hins vegar ekki. Í margítrekuðum skoðanakönnunum, nú síðast í könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands frá í vor, kemur í ljós að yfirgnæfandi meirihluti, tæplega 80%, vill að heilbrigðisþjónustan sé rekin á vegum hins opinbera. Flokkast þetta ekki sem hugmynd frá almenningi?Höfundur er fyrrverandi innanríkisráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ögmundur Jónasson Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ekki er liðið ár frá síðustu alþingiskosningum. Enn styttri tími frá stjórnarmyndun. Þau voru ófá sem þótti ámælisvert að Björt framtíð skyldi verða til þess að færa Sjálfstæðisflokknum stjórnartaumana í hendur, töldu að þar með væri Björt framtíð að ganga erinda fjármagnsins. Nú fjölgar þeim sem hafa snúið dæminu við og áfellast Sjálfstæðisflokkinn fyrir að greiða götu Bjartrar framtíðar að Stjórnarráðinu, svo mjög gangi sá flokkur erinda gróðaaflanna á kostnað almennings. Er þar sérstaklega horft til framgöngu heilbrigðisráðherrans sem heldur með okkur sífellt lengra út í fen markaðsvæddrar heilbrigðisþjónustu. Gengur hann þar enn lengra en forveri hans úr Sjálfstæðisflokknum, sem illu heilli vildi koma á kerfi Miltons Friedmans um að fjármagn fylgi sjúklingi þannig að heilbrigðisstofnanir keppist um það sín í milli að fá sjúklinga í viðskipti. En forverinn vildi banna arðtöku úr slíkum samkeppnisrekstri. Núverandi ráðherra sýnir engan lit í þá veru. Að því marki sem hann yfirleitt sýnir lit, þá er það á sveif með fjárfestum og nægir þar að minna á að hann hefur látið óátalið að Klíníkin reki legudeild og er þar kominn enn einn vísir að heilbrigðiskerfi á arðsemisforsendum. Allt fjármagnað úr ríkissjóði. Aldrei má horfa framhjá því að ekki er um að ræða raunverulegan einkabisniss, heldur heimild fjárfestum til handa að seilast ofan í vasa almennings í gegnum heilbrigðiskerfið. Handlangarar þeirra á Alþingi sjá um að þetta geti gengið greiðlega fyrir sig. Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra segir að samkeppni um sjúklinga auki gæði þjónustunnar og muni gera hana skilvirkari. Lengra gengur hann ekki í umræðu um málið. Hann svarar aldrei efnislegum rökum þeirra sem benda á að reynslan erlendis sýni að slíkt fyrirkomulag hafi í framkvæmd aukið félagslega mismunun tekjulitlu fólki í óhag og hafi gert skipulag þjónustunnar vandkvæðum háð auk þess að vera kostnaðarsamara. Er þá komið að fyrirsögninni. Kveikjan er frétt í Fréttblaðinu 11. júlí sl. þar sem haft er eftir umhverfisráðherranum, að ráðið til að glíma við umhverfisvandann sé að leita eftir hugmyndum frá almenningi. Prýðilegt. En hvers vegna segja eitt og gera síðan annað? Hvernig væri að ríkisstjórnin hlustaði eftir hugmyndum og afstöðu almennings hvað heilbrigðismálin áhrærir? Það gerir hún hins vegar ekki. Í margítrekuðum skoðanakönnunum, nú síðast í könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands frá í vor, kemur í ljós að yfirgnæfandi meirihluti, tæplega 80%, vill að heilbrigðisþjónustan sé rekin á vegum hins opinbera. Flokkast þetta ekki sem hugmynd frá almenningi?Höfundur er fyrrverandi innanríkisráðherra
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar