Ísland átti eitt skot á mark allt mótið í Hollandi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. júlí 2017 12:00 Fanndís Friðriksdóttir fagnar hér marki sínu á móti Sviss. Það reyndist eina skot Íslands á mótinu sem fór á mark andstæðingsins. Vísir/Getty Sóknarleikur íslenska landsliðsins á EM í Hollandi skilaði aðeins einu skoti sem hitti á mark andstæðingsins. Það var mark Fanndísar Friðriksdóttur í 2-1 tapi Íslands gegn Sviss. Ísland tapaði öllum þremur leikjum sínum á mótinu, þeim síðasta gegn Austurríki í Rotterdam í gærkvöldi. Þegar opinber tölfræði leikjanna er skoðuð, upplýsingar sem má finna á heimasíðu mótsins, kemur í ljós að Ísland átti 21 skot í leikjunum þremur en aðeins eitt sem rataði á mark andstæðingsins. Það þýðir einnig að markverðir andstæðinganna eru ekki með nein skráð varin skot í leikjunum gegn okkar stelpum. Íslendingar sköpuðu sér þó hættuleg færi í leikjunum þremur, sér í lagi í fyrstu tveimur. Dagný fékk dauðafæri gegn Frökkum er hún skallaði rétt yfir markið á 37. mínútu og hún fékk einnig fínt skallafæri snemma í leiknum gegn Sviss. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir átti einnig skalla yfir markið gegn Sviss og undir lokin stýrði Sara Björk Gunnarsdóttir skoti Öglu Maríu Albertsdóttur að marki en varnarmaður Sviss bjargaði á síðustu stundu. Tilraun Söru Bjarkar er þó ekki skráð sem skot á mark á heimasíðu UEFA, heldur skot sem er varið af varnarmanni. Það var þó annað uppi á teningnum gegn Austurríki í gær en íslensku leikmennirnir náðu í raun ekki að skapa sér nein hættuleg færi í leiknum. Ísland skoraði næstflest mörk allra liða í undankeppni mótsins en meiðsli settu stórt strik í undirbúning liðsins fyrir lokamótið í Hollandi, auk þess sem að Harpa Þorsteinsdóttir, markahæsti leikmaður Íslands í undankeppninni missti af síðustu leikjum keppninnar sem og stórum hluta undirbúningins þar sem hún var barnshafandi. Þegar tölfræði Ísland er borin saman við önnur lið á mótinu kemur í ljós að Ísland á fæst skot á mark. Portúgal kemur næst með fjögur skot á mark og Skotland með fimm en bæði eiga eftir að spila lokaleik sinn í riðlakeppninni.Skot Íslands á EM í Hollandi:Ísland - Austurríki Skot (á mark): 10-29 (0-16)Ísland - Sviss Skot (á mark): 7-7 (1-3)Ísland - Frakkland Skot (á mark): 4-21 (0-5)Samtals Skot Íslands (á mark): 21 (1) Skot andstæðinga (á mark): 57 (24) EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir EM í dag: Brasilíuleikurinn vakti falskar vonir Okkar menn velta fyrir sér stöðu íslenska liðsins, markmiðunum sem voru sett og hvers vegna fallið var svona hátt miðað við bjartsýni fyrir mót. 27. júlí 2017 10:45 Dætur Evrópu númeri of litlar Stelpurnar okkar kvöddu Evrópumótið í fótbolta í gærkvöldi með þriðja tapinu en þær lágu í valnum gegn Austurríki í Rotterdam, 3-0. Íslenska liðið var einfaldlega ekki nógu gott til að ná markmiðum sínum á þessu móti. Íslendingarnir heilluðu samt álfuna. 27. júlí 2017 06:00 Umfjöllun: Ísland - Austurríki 0-3 | Austurrískt rothögg í Rotterdam Ísland fékk skell í síðasta leik sínum á EM í Hollandi. Austurríki vann öruggan 0-3 sigur. 26. júlí 2017 20:30 Freyr: Liðið höndlaði vonbrigðin eftir laugardaginn mjög illa Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, var afar ósáttur með frammistöðuna í 0-3 tapinu fyrir Austurríki í kvöld. Þetta var síðasti leikur Íslands á EM en liðið tapaði öllum þremur leikjum sínum á mótinu. 26. júlí 2017 21:37 Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Sjá meira
Sóknarleikur íslenska landsliðsins á EM í Hollandi skilaði aðeins einu skoti sem hitti á mark andstæðingsins. Það var mark Fanndísar Friðriksdóttur í 2-1 tapi Íslands gegn Sviss. Ísland tapaði öllum þremur leikjum sínum á mótinu, þeim síðasta gegn Austurríki í Rotterdam í gærkvöldi. Þegar opinber tölfræði leikjanna er skoðuð, upplýsingar sem má finna á heimasíðu mótsins, kemur í ljós að Ísland átti 21 skot í leikjunum þremur en aðeins eitt sem rataði á mark andstæðingsins. Það þýðir einnig að markverðir andstæðinganna eru ekki með nein skráð varin skot í leikjunum gegn okkar stelpum. Íslendingar sköpuðu sér þó hættuleg færi í leikjunum þremur, sér í lagi í fyrstu tveimur. Dagný fékk dauðafæri gegn Frökkum er hún skallaði rétt yfir markið á 37. mínútu og hún fékk einnig fínt skallafæri snemma í leiknum gegn Sviss. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir átti einnig skalla yfir markið gegn Sviss og undir lokin stýrði Sara Björk Gunnarsdóttir skoti Öglu Maríu Albertsdóttur að marki en varnarmaður Sviss bjargaði á síðustu stundu. Tilraun Söru Bjarkar er þó ekki skráð sem skot á mark á heimasíðu UEFA, heldur skot sem er varið af varnarmanni. Það var þó annað uppi á teningnum gegn Austurríki í gær en íslensku leikmennirnir náðu í raun ekki að skapa sér nein hættuleg færi í leiknum. Ísland skoraði næstflest mörk allra liða í undankeppni mótsins en meiðsli settu stórt strik í undirbúning liðsins fyrir lokamótið í Hollandi, auk þess sem að Harpa Þorsteinsdóttir, markahæsti leikmaður Íslands í undankeppninni missti af síðustu leikjum keppninnar sem og stórum hluta undirbúningins þar sem hún var barnshafandi. Þegar tölfræði Ísland er borin saman við önnur lið á mótinu kemur í ljós að Ísland á fæst skot á mark. Portúgal kemur næst með fjögur skot á mark og Skotland með fimm en bæði eiga eftir að spila lokaleik sinn í riðlakeppninni.Skot Íslands á EM í Hollandi:Ísland - Austurríki Skot (á mark): 10-29 (0-16)Ísland - Sviss Skot (á mark): 7-7 (1-3)Ísland - Frakkland Skot (á mark): 4-21 (0-5)Samtals Skot Íslands (á mark): 21 (1) Skot andstæðinga (á mark): 57 (24)
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir EM í dag: Brasilíuleikurinn vakti falskar vonir Okkar menn velta fyrir sér stöðu íslenska liðsins, markmiðunum sem voru sett og hvers vegna fallið var svona hátt miðað við bjartsýni fyrir mót. 27. júlí 2017 10:45 Dætur Evrópu númeri of litlar Stelpurnar okkar kvöddu Evrópumótið í fótbolta í gærkvöldi með þriðja tapinu en þær lágu í valnum gegn Austurríki í Rotterdam, 3-0. Íslenska liðið var einfaldlega ekki nógu gott til að ná markmiðum sínum á þessu móti. Íslendingarnir heilluðu samt álfuna. 27. júlí 2017 06:00 Umfjöllun: Ísland - Austurríki 0-3 | Austurrískt rothögg í Rotterdam Ísland fékk skell í síðasta leik sínum á EM í Hollandi. Austurríki vann öruggan 0-3 sigur. 26. júlí 2017 20:30 Freyr: Liðið höndlaði vonbrigðin eftir laugardaginn mjög illa Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, var afar ósáttur með frammistöðuna í 0-3 tapinu fyrir Austurríki í kvöld. Þetta var síðasti leikur Íslands á EM en liðið tapaði öllum þremur leikjum sínum á mótinu. 26. júlí 2017 21:37 Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Sjá meira
EM í dag: Brasilíuleikurinn vakti falskar vonir Okkar menn velta fyrir sér stöðu íslenska liðsins, markmiðunum sem voru sett og hvers vegna fallið var svona hátt miðað við bjartsýni fyrir mót. 27. júlí 2017 10:45
Dætur Evrópu númeri of litlar Stelpurnar okkar kvöddu Evrópumótið í fótbolta í gærkvöldi með þriðja tapinu en þær lágu í valnum gegn Austurríki í Rotterdam, 3-0. Íslenska liðið var einfaldlega ekki nógu gott til að ná markmiðum sínum á þessu móti. Íslendingarnir heilluðu samt álfuna. 27. júlí 2017 06:00
Umfjöllun: Ísland - Austurríki 0-3 | Austurrískt rothögg í Rotterdam Ísland fékk skell í síðasta leik sínum á EM í Hollandi. Austurríki vann öruggan 0-3 sigur. 26. júlí 2017 20:30
Freyr: Liðið höndlaði vonbrigðin eftir laugardaginn mjög illa Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, var afar ósáttur með frammistöðuna í 0-3 tapinu fyrir Austurríki í kvöld. Þetta var síðasti leikur Íslands á EM en liðið tapaði öllum þremur leikjum sínum á mótinu. 26. júlí 2017 21:37