Innlent

NASA deilir mynd íslensks tölvunarfræðings af Júpíter

Kjartan Kjartansson skrifar
Björn vann myndina af Stóra rauða blettinum úr hráum myndum Juno í frítíma sínum.
Björn vann myndina af Stóra rauða blettinum úr hráum myndum Juno í frítíma sínum. NASA/JPL-Caltech/SwRI/MSSS/Björn Jónsson
Mynd sem Björn Jónsson, tölvunarfræðingur, vann af Stóra rauða bletti Júpíters sem sýnir storminn risavaxna eins og hann kæmi fyrir augu manna hefur vakið athygli. Bandaríska geimvísindastofnunin NASA deilir myndinni á vefsíðu Juno-leiðangursins.

Björn hefur unnið myndir af reikistjörnum í sólkerfinu frá geimförum um árabil eins og fram kom í frétt Vísis í síðustu viku. Nýjustu myndirnar sem hann hefur unnið eru frá Juno-geimfari NASA á braut um gasrisann Júpíter.

NASA deildi í gær mynd af Stóra rauða blettinum, risavöxnum stormi sem hefur geisað á Júpíter í margar aldir, sem Björn setti saman og vann til að litirnir líktust sem mest þeim sem menn gætu séð með eigin augum.

Myndinni var jafnframt deilt á samfélagsmiðlareikningum NASA. Á Twitter var myndinni deilt á opinberum reikningi Juno-leiðangursins og Facebook- og Twitter-síðum Jet Propulsion Lab sem stjórnar leiðangrinum. Þá endurtísti aðalreikningur NASA á Twitter tísti Juno-leiðangursins.

Þúsundir manna hafa síðan deilt og líkað við mynd Björns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×