Ólafur telur sárindi frá formannskjöri hafa áhrif Heimir Már Pétursson skrifar 11. júlí 2017 13:09 Ólafur Arnarson sem sagði af sér formennsku í Neytendasamtökunum í gær ber ugg í brjósti varðandi framtíð samtakanna í höndum þeirra sem eftir sitja í stjórn þeirra og unnu gegn honum. Erjurnar megi að hluta til rekja til sárinda sem urðu þegar hann bauð sig fram á síðustu stundu og náði kjöri í embætti formanns á síðasta ári. Ólafur Arnarson hafði gengt embætti formanns í Neytendasamtökunum í níu mánuði þegar hann sagði af sér í gær eftir harðvítugar deilur við aðra í stjórn samtakanna. Kjörtímabil Ólafs og stjórnarfólks er tvö ár en Stefán Hrafn Jónsson varaformaður sagði í fréttum okkar um helgina að boðað verði til félagsfundar í samtökunum í næsta mánuði til að fara yfir stöðuna. Ólafur hefur mótmælt þeirri fullyrðingu annarra stjórnarmanna að hann beri ábyrgð á útgjaldaaukningu umfram tekjur án umboðs og vitneskju stjórnarinnar. Vandi Neytendasamtakanna sé að tekjur þeirra hafi dregist saman meðal annars vegna stöðugt minni framlaga frá ríkinu. En þrír þjónustusamningar hafi verið á milli ríkisins og Neytendasamtakanna. Stærstur hafi verið samningur um annars vegar kvörtunarþjónustu og hins vegar leiðbeiningarþjónustu. „Árið 2001 var fjárhæð þessa samnings 7,2 milljónir á verðlagi þess árs. Það jafngildir um 1,5 milljónum á verðlagi ársins í ár. Í ár er verðmæti þessa samnings 3,7 milljónir. Eða eða rétt ríflega tuttugu prósent af því sem var fyrir sextán árum,“ segir Ólafur. Engar efnislegar forsendur séu fyrir þessari ótrúlegu rýrnun því ásókn almennings í þessa þjónustu hafi aukist í gegnum árin og launakostnaður hækkað.Framlög ríkisins hafa rýrnað mikið „Þannig að það er alveg ljóst að þessi samningur stendur engan veginn undir þeirri þjónustu sem ríkið er að kaupa. Þetta er auðvitað eitt af þeim vandamálum sem Neytendasamtökin sem Neytendasamtökin hafa staðið frammi fyrir. Þetta er meðal annars það sem ég er að tala um sem tekjuvanda. Þetta er ekki útgjaldavandi heldur tekjuvandi,“ segir Ólafur. Það þurfi að sækja fast á ríkið til að fá fram hækkanir á framlögum og það sé hans mat að hluti skýringarinnar sé að Neytendasamtökin hafi verið veik og ekki sótt þetta nógu hart. Ólafur bauð sig fram til formennsku í Neytendasamtökunum á síðustu stundu fyrir þing samtakanna í október í fyrra en þá höfðu nokkrir þegar tilkynnt um framboð sitt meðal annarra Teitur Atlason fyrrverandi varaformaður og Guðjón Sigurbjartsson og stuðningsmenn þeirra hafi endað í stjórn samtakanna. Ólafur er sannfærður um að átökin innan stjórnarinnar megi að hluta rekja til þess að hart var tekist á í formannskjörinu. „Ég bauð mig fram á síðustu stundu. Ég var ekki að leggja upp stuðningsmenn mína eða menn handgengna mér í stjórnina. En ég hafði ekki leitt hugann að því að þetta kynni að skipta einhverju máli,“ segir Ólafur. Enda eigi fólk sem beri hag neytenda fyrir brjósti að geta unnið saman burt séð frá úrslitum kosninga í stjórn. Í viðtali í Fréttablaðinu í dag segir Ólafur að hann væri ekki endilega hættur afskiptum að neytendamálum og útilokar ekki aðkomu að Neytendasamtökunum síðar. „Aldrei þó í einhverju samstarfi við þá stjórn þessa stjórn sem nú situr. Ég get ekki átt í samstarfi við fólk sem kemur fram af slíkum óheilindum. En mér þykir vænt um Neytendasamtökin og ég ber ugg í brjósti um framtíð Neytendasamtakanna. Sérstaklega í höndum þeirra sem nú stjórna þeim,“ segir Ólafur Arnarson. Neytendur Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Ólafur Arnarson sem sagði af sér formennsku í Neytendasamtökunum í gær ber ugg í brjósti varðandi framtíð samtakanna í höndum þeirra sem eftir sitja í stjórn þeirra og unnu gegn honum. Erjurnar megi að hluta til rekja til sárinda sem urðu þegar hann bauð sig fram á síðustu stundu og náði kjöri í embætti formanns á síðasta ári. Ólafur Arnarson hafði gengt embætti formanns í Neytendasamtökunum í níu mánuði þegar hann sagði af sér í gær eftir harðvítugar deilur við aðra í stjórn samtakanna. Kjörtímabil Ólafs og stjórnarfólks er tvö ár en Stefán Hrafn Jónsson varaformaður sagði í fréttum okkar um helgina að boðað verði til félagsfundar í samtökunum í næsta mánuði til að fara yfir stöðuna. Ólafur hefur mótmælt þeirri fullyrðingu annarra stjórnarmanna að hann beri ábyrgð á útgjaldaaukningu umfram tekjur án umboðs og vitneskju stjórnarinnar. Vandi Neytendasamtakanna sé að tekjur þeirra hafi dregist saman meðal annars vegna stöðugt minni framlaga frá ríkinu. En þrír þjónustusamningar hafi verið á milli ríkisins og Neytendasamtakanna. Stærstur hafi verið samningur um annars vegar kvörtunarþjónustu og hins vegar leiðbeiningarþjónustu. „Árið 2001 var fjárhæð þessa samnings 7,2 milljónir á verðlagi þess árs. Það jafngildir um 1,5 milljónum á verðlagi ársins í ár. Í ár er verðmæti þessa samnings 3,7 milljónir. Eða eða rétt ríflega tuttugu prósent af því sem var fyrir sextán árum,“ segir Ólafur. Engar efnislegar forsendur séu fyrir þessari ótrúlegu rýrnun því ásókn almennings í þessa þjónustu hafi aukist í gegnum árin og launakostnaður hækkað.Framlög ríkisins hafa rýrnað mikið „Þannig að það er alveg ljóst að þessi samningur stendur engan veginn undir þeirri þjónustu sem ríkið er að kaupa. Þetta er auðvitað eitt af þeim vandamálum sem Neytendasamtökin sem Neytendasamtökin hafa staðið frammi fyrir. Þetta er meðal annars það sem ég er að tala um sem tekjuvanda. Þetta er ekki útgjaldavandi heldur tekjuvandi,“ segir Ólafur. Það þurfi að sækja fast á ríkið til að fá fram hækkanir á framlögum og það sé hans mat að hluti skýringarinnar sé að Neytendasamtökin hafi verið veik og ekki sótt þetta nógu hart. Ólafur bauð sig fram til formennsku í Neytendasamtökunum á síðustu stundu fyrir þing samtakanna í október í fyrra en þá höfðu nokkrir þegar tilkynnt um framboð sitt meðal annarra Teitur Atlason fyrrverandi varaformaður og Guðjón Sigurbjartsson og stuðningsmenn þeirra hafi endað í stjórn samtakanna. Ólafur er sannfærður um að átökin innan stjórnarinnar megi að hluta rekja til þess að hart var tekist á í formannskjörinu. „Ég bauð mig fram á síðustu stundu. Ég var ekki að leggja upp stuðningsmenn mína eða menn handgengna mér í stjórnina. En ég hafði ekki leitt hugann að því að þetta kynni að skipta einhverju máli,“ segir Ólafur. Enda eigi fólk sem beri hag neytenda fyrir brjósti að geta unnið saman burt séð frá úrslitum kosninga í stjórn. Í viðtali í Fréttablaðinu í dag segir Ólafur að hann væri ekki endilega hættur afskiptum að neytendamálum og útilokar ekki aðkomu að Neytendasamtökunum síðar. „Aldrei þó í einhverju samstarfi við þá stjórn þessa stjórn sem nú situr. Ég get ekki átt í samstarfi við fólk sem kemur fram af slíkum óheilindum. En mér þykir vænt um Neytendasamtökin og ég ber ugg í brjósti um framtíð Neytendasamtakanna. Sérstaklega í höndum þeirra sem nú stjórna þeim,“ segir Ólafur Arnarson.
Neytendur Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira