Staða Trump yngri grafalvarleg eftir uppljóstranir um tengsl við Rússland Heimir Már Pétursson skrifar 12. júlí 2017 20:00 Donald Trump yngri er í kröppum dansi þessa dagana. vísir/getty Þingmenn í rannsóknarnefndum Bandaríkjaþings á tengslum framboðs Donald Trump við rússnesk stjórnvöld, segja málið orðið mun alvarlegra en áður, eftir að upplýst var um tölvusamskipti sonar forsetans sem staðfesta tengsl hans við Rússa. Málið snúist ekki lengur um hindrun á réttvísinni heldur mögulegt glæpsamlegt athæfi og jafnvel landráð. Donald Trump yngri birti tölvusamskipti sín í tengslum við fund sem hann átti með Natalia Veselnitskaya, rússneskum lögmanni, hinn 9. júní í fyrra á Twitter í gær eftir að New York Times hafði greint honum frá því að fjölmiðillinn væri að fara að birta gögnin á heimasíðu sinni. Gögnin staðfesta að Trump yngri vissi að í boði voru gögn frá rússneskum stjórnvöldum sem tekið var fram í töluskeyti að myndu gagnast föður hans í kosningabaráttunni og skaða Hillary Clinton forsetaframbjóðenda Demókrataflokksins. Paul Manafort þáverandi kosningastjóri Trump eldri og Jared Kushner tengdasonur forsetans og einn helsti ráðgjafi hans vissu af tölvupóstunum og mættu til fundarins með lögmanninum ásamt Trump yngri. Leyniþjónustunefndir bæði fulltrúadeildar og öldungadeildar Bandaríkjaþings ásamt Alríkislögreglunni FBI rannsaka tengsl framboðs Donald Trump við Rússa. Lindsey Graham er sá öldungadeildarþingmaður Republikana sem hvað mest hefur gagnrýnt Donald Trump. Hann segir upplýsingarnar sláandi. „Við getum ekki leyft ríkisstjórnum annarra ríkja að nálgast kosningabaráttu nokkurs frambjóðenda og bjóðast til að hjálpa þeim. Það er grundvallaratriði,“ segir Graham.Frá hindrun réttvísinnar til samsæris og landráðs Tim Kaine öldungadeildarþingmaður sem var varaforsetaefni Hillary Clinton tekur dýpra í árinni. „Það hefur enn ekkert verið sannað. En nú erum við ekki lengur að tala um rannsókn á hindrun réttvísinnar. Rannsóknin beinist nú að mögulegu samsæri, ósönnum yfirlýsingum og jafnvel landráði,“ segir Kaine. Staða Trump yngri er mun alvarlegri nú en hún var áður en New York Times neyddi hann til að birta tölvupóstana. Hann gerði hins vegar lítið úr mögulegri vitneskju föður síns um málið í viðtali hjá Sean Hannity á Fox sjónvarpsstöðinni. En nú snýst málið um hvað Trump forseti vissi og hvenær.Greindir þú föður þínum frá einhverju í tengslum við þetta? „Þetta var svo lítilsvert, það var ekkert til að greina frá. Ég meina, ég hefði ekki einu sinni munað eftir þessu nema vegna þess að þið (fjölmiðlar) fóruð að hræra í þessu.Þetta var bókstaflega sóun á tuttugu mínútum, sem er dapurt,“ sagði Trump yngri í viðtalinu.Þessi nýjasta uppljóstrun hefur hins vegar síst orðið til þess að draga úr áhuga rannsóknanefnda fulltrúadeildarinnar og öldungadeildarinnar á málinu. James Lankford öldungadeildarþingmaður Republikana vill að Trump yngri og fleiri beri vitni fyrir rannsóknarnefnd. „Já við viljum fá tækifæri til að mæta öllum. Staðreyndir málsins gagnast okkur gríðarlega vel. Í hvert skipti sem við fáum upplýsingar beint frá þessum einstaklingi hjálpar það okkur við að skýra allt þetta ferli,“ segir Lankford.Trump kallar uppljóstranirnar galdraofsóknir Donald Trump forseti hefur ekki tjáð sig mikið undanfarinn sólarhring um mál sonarins. Hann tísti þó fyrr í dag og sagði meðferðina á honum vera mestu pólitísku ofsóknir sögunnar. Sarah Huckabee fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins las síðan eftirfarandi yfirlýsingu frá forsetanum í dag upp fyrir fjölmiðla: „Sonur minn er mikil gæðapersóna og ég fagna hreinskilni hans. En í framhaldinu verði ég að vísa öllu sem snertir þetta mál á lögfræðing Dons yngra. Ég mun ekki hafa meira um þetta mál að segja í dag. Adam Schiff fulltrúadeildarþingmaður Deókrata segir rannsóknarnefnd vilja fá öllum hugsanlegum gögnum sem fólk í kring um forsetann kunni að hafa. „Við höfum hreinlega séð frásögn sonar forsetans taka stöðugum breytingum. Við getum ekki treyst neinum opinberum yfirlýsingum Trump fjölskyldunnar um samband þeirra við Rússa,“ segir Schiff. Forsetafjölskyldan á hins vegar enn dygga stuðningsmenn á þingi og í bandarískum fjölmiðlum eins og Fox. Ted Cruz öldungadeildarþingmaður vill meina að um sé að ræða þráhyggju fjölmiðla og demókrata. „Þegar ég er í Washington, þegar ég tala við ykkur (fréttamenn) er önnur hver spurning um Rússland. Það lítur út fyrir að vera það eina sem fréttamenn i Washington vilja tala um,“En það eru þrenns konar mjög alvarlegar rannsóknir í gangi? „Ég er sammála, Washington er á valdi þráhyggjunnar þessa dagana. Þetta er dagskipan demókrata. En þegar ég fer heim til Texas talar enginn um Rússland,“ sagði Ted Cruz í dag. Donald Trump Tengdar fréttir Segist ekki hafa sagt pabba sínum Donald Trump yngri, sonur Bandaríkjaforseta, segist ekki hafa sagt föður sínum frá fundi sem hann átti með rússneskum lögfræðingi sem taldi sig geta aðstoðað við að sigra í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. 12. júlí 2017 06:50 Enn hrellir Rússagrýlan Donald Trump Donald Trump yngri sótti fund þar sem honum var lofað upplýsingum um Hillary Clinton. Trump yngri var upplýstur um að upplýsingarnar væru hluti af stuðningi yfirvalda í Rússlandi við framboðið. 12. júlí 2017 07:00 Reiði og máttleysi í Hvíta húsinu Donald Trump forseti Bandaríkjanna er reiður yfir neikvæðri umfjöllun og starfsmenn hans vita ekki hvernig hægt sé að 12. júlí 2017 10:45 Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Sjá meira
Þingmenn í rannsóknarnefndum Bandaríkjaþings á tengslum framboðs Donald Trump við rússnesk stjórnvöld, segja málið orðið mun alvarlegra en áður, eftir að upplýst var um tölvusamskipti sonar forsetans sem staðfesta tengsl hans við Rússa. Málið snúist ekki lengur um hindrun á réttvísinni heldur mögulegt glæpsamlegt athæfi og jafnvel landráð. Donald Trump yngri birti tölvusamskipti sín í tengslum við fund sem hann átti með Natalia Veselnitskaya, rússneskum lögmanni, hinn 9. júní í fyrra á Twitter í gær eftir að New York Times hafði greint honum frá því að fjölmiðillinn væri að fara að birta gögnin á heimasíðu sinni. Gögnin staðfesta að Trump yngri vissi að í boði voru gögn frá rússneskum stjórnvöldum sem tekið var fram í töluskeyti að myndu gagnast föður hans í kosningabaráttunni og skaða Hillary Clinton forsetaframbjóðenda Demókrataflokksins. Paul Manafort þáverandi kosningastjóri Trump eldri og Jared Kushner tengdasonur forsetans og einn helsti ráðgjafi hans vissu af tölvupóstunum og mættu til fundarins með lögmanninum ásamt Trump yngri. Leyniþjónustunefndir bæði fulltrúadeildar og öldungadeildar Bandaríkjaþings ásamt Alríkislögreglunni FBI rannsaka tengsl framboðs Donald Trump við Rússa. Lindsey Graham er sá öldungadeildarþingmaður Republikana sem hvað mest hefur gagnrýnt Donald Trump. Hann segir upplýsingarnar sláandi. „Við getum ekki leyft ríkisstjórnum annarra ríkja að nálgast kosningabaráttu nokkurs frambjóðenda og bjóðast til að hjálpa þeim. Það er grundvallaratriði,“ segir Graham.Frá hindrun réttvísinnar til samsæris og landráðs Tim Kaine öldungadeildarþingmaður sem var varaforsetaefni Hillary Clinton tekur dýpra í árinni. „Það hefur enn ekkert verið sannað. En nú erum við ekki lengur að tala um rannsókn á hindrun réttvísinnar. Rannsóknin beinist nú að mögulegu samsæri, ósönnum yfirlýsingum og jafnvel landráði,“ segir Kaine. Staða Trump yngri er mun alvarlegri nú en hún var áður en New York Times neyddi hann til að birta tölvupóstana. Hann gerði hins vegar lítið úr mögulegri vitneskju föður síns um málið í viðtali hjá Sean Hannity á Fox sjónvarpsstöðinni. En nú snýst málið um hvað Trump forseti vissi og hvenær.Greindir þú föður þínum frá einhverju í tengslum við þetta? „Þetta var svo lítilsvert, það var ekkert til að greina frá. Ég meina, ég hefði ekki einu sinni munað eftir þessu nema vegna þess að þið (fjölmiðlar) fóruð að hræra í þessu.Þetta var bókstaflega sóun á tuttugu mínútum, sem er dapurt,“ sagði Trump yngri í viðtalinu.Þessi nýjasta uppljóstrun hefur hins vegar síst orðið til þess að draga úr áhuga rannsóknanefnda fulltrúadeildarinnar og öldungadeildarinnar á málinu. James Lankford öldungadeildarþingmaður Republikana vill að Trump yngri og fleiri beri vitni fyrir rannsóknarnefnd. „Já við viljum fá tækifæri til að mæta öllum. Staðreyndir málsins gagnast okkur gríðarlega vel. Í hvert skipti sem við fáum upplýsingar beint frá þessum einstaklingi hjálpar það okkur við að skýra allt þetta ferli,“ segir Lankford.Trump kallar uppljóstranirnar galdraofsóknir Donald Trump forseti hefur ekki tjáð sig mikið undanfarinn sólarhring um mál sonarins. Hann tísti þó fyrr í dag og sagði meðferðina á honum vera mestu pólitísku ofsóknir sögunnar. Sarah Huckabee fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins las síðan eftirfarandi yfirlýsingu frá forsetanum í dag upp fyrir fjölmiðla: „Sonur minn er mikil gæðapersóna og ég fagna hreinskilni hans. En í framhaldinu verði ég að vísa öllu sem snertir þetta mál á lögfræðing Dons yngra. Ég mun ekki hafa meira um þetta mál að segja í dag. Adam Schiff fulltrúadeildarþingmaður Deókrata segir rannsóknarnefnd vilja fá öllum hugsanlegum gögnum sem fólk í kring um forsetann kunni að hafa. „Við höfum hreinlega séð frásögn sonar forsetans taka stöðugum breytingum. Við getum ekki treyst neinum opinberum yfirlýsingum Trump fjölskyldunnar um samband þeirra við Rússa,“ segir Schiff. Forsetafjölskyldan á hins vegar enn dygga stuðningsmenn á þingi og í bandarískum fjölmiðlum eins og Fox. Ted Cruz öldungadeildarþingmaður vill meina að um sé að ræða þráhyggju fjölmiðla og demókrata. „Þegar ég er í Washington, þegar ég tala við ykkur (fréttamenn) er önnur hver spurning um Rússland. Það lítur út fyrir að vera það eina sem fréttamenn i Washington vilja tala um,“En það eru þrenns konar mjög alvarlegar rannsóknir í gangi? „Ég er sammála, Washington er á valdi þráhyggjunnar þessa dagana. Þetta er dagskipan demókrata. En þegar ég fer heim til Texas talar enginn um Rússland,“ sagði Ted Cruz í dag.
Donald Trump Tengdar fréttir Segist ekki hafa sagt pabba sínum Donald Trump yngri, sonur Bandaríkjaforseta, segist ekki hafa sagt föður sínum frá fundi sem hann átti með rússneskum lögfræðingi sem taldi sig geta aðstoðað við að sigra í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. 12. júlí 2017 06:50 Enn hrellir Rússagrýlan Donald Trump Donald Trump yngri sótti fund þar sem honum var lofað upplýsingum um Hillary Clinton. Trump yngri var upplýstur um að upplýsingarnar væru hluti af stuðningi yfirvalda í Rússlandi við framboðið. 12. júlí 2017 07:00 Reiði og máttleysi í Hvíta húsinu Donald Trump forseti Bandaríkjanna er reiður yfir neikvæðri umfjöllun og starfsmenn hans vita ekki hvernig hægt sé að 12. júlí 2017 10:45 Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Sjá meira
Segist ekki hafa sagt pabba sínum Donald Trump yngri, sonur Bandaríkjaforseta, segist ekki hafa sagt föður sínum frá fundi sem hann átti með rússneskum lögfræðingi sem taldi sig geta aðstoðað við að sigra í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. 12. júlí 2017 06:50
Enn hrellir Rússagrýlan Donald Trump Donald Trump yngri sótti fund þar sem honum var lofað upplýsingum um Hillary Clinton. Trump yngri var upplýstur um að upplýsingarnar væru hluti af stuðningi yfirvalda í Rússlandi við framboðið. 12. júlí 2017 07:00
Reiði og máttleysi í Hvíta húsinu Donald Trump forseti Bandaríkjanna er reiður yfir neikvæðri umfjöllun og starfsmenn hans vita ekki hvernig hægt sé að 12. júlí 2017 10:45