Costco veitti ekki upplýsingar um veltu sína í júní Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. júlí 2017 10:00 Íslendingar hafa tekið Costco opnum örmum en á móti hefur velta í öðrum verslunum dregist saman. VÍSIR/ANTON BRINK Velta dagvöruverslana dróst saman um 3,6 prósent í júní frá sama mánuði í fyrra. Þetta kemur fram í tölum Rannsóknaseturs verslunarinnar. Það vekur athygli að bandaríski verslunarrisinn Costco, sem opnaði verslun í Garðabæ, er ekki með í mælingunni heldur aðeins þær verslanir sem voru á markaðnum fyrir komu Costco. Ástæðan er sú að Costco veitti ekki upplýsingar um veltu sína þegar eftir því var leitað. Í tilkynningu frá Rannsóknasetri verslunarinnar segir að síðastliðin ár hafi vöxtur í dagvöruverslun verið nokkuð stöðugur og er samdrátturinn nú því nokkuð úr takti við þá þróun. Telur Rannsóknasetrið líklegt að Costco hafi klipið af markaðshlutdeild þeirra verslana sem fyrir voru á markaði og það skýri því samdráttinn. Þá bendir Rannsóknasetrið á að athyglisvert sé að verð á dagvöru lækkar í hraðari takt undanfarna tvo mánuði en sést hefur um nokkuð langt skeið. „Verð á dagvöru var3,9% lægraí júní síðastliðnum ení júní í fyrrasamkvæmt verðmælingu Hagstofunnar. Verðið í júní lækkaði um 1,1% frá mánuðinum á undan. Verðmæling Hagstofunnar nær ekki til verðlags í Costco.Þó velta dagvöruverslana hafi dregist saman að krónutölu þá jókst hún um 0,3%að raunvirði, þ.e.þegar leiðrétt hefur verið fyrir verðlagsbreytingumá einu ári. Þetta felur í sér að þótt veltan hafi dregist saman að nafnvirði er magn þess sem selt er nánast það sama og fyrir ári síðan í þeim dagvöruverslunum sem voru á markaði fyrir komu Costco,“ segir í tilkynningu Rannsóknasetursins en nánar má lesa um málið hér. Costco Tengdar fréttir Mesti skellurinn vegna komu Costco hafi verið í júnímánuði Velta langflestra matvöruverslana á höfuðborgarsvæðinu hefur dregist saman eftir að Costco opnaði verslun sína í Kauptúni í Garðabæ í maí. Samdrátturinn er meiri en margir bjuggust við í upphafi. 8. júlí 2017 06:00 Verðkönnun ASÍ: Costco næst oftast með lægsta verðið Bandaríski verslunarrisinn Costco sem opnaði verslun í Kauptúni í Garðabæ í maí síðastliðnum var næst oftast með lægsta verðið í nýrri verðkönnun ASÍ en hafa ber í huga að einungis 23 af þeim 42 vörum sem skoðaðar voru í könnuninni fengust í Costco. 7. júlí 2017 16:53 Segir erfitt að bera saman verðlag Costco við aðrar búðir Vísaði Sigurlaug í nýafstaðinna verðkönnun sem gerð var í síðustu viku þar sem ferskvörur voru skoðaðar sérstaklega á milli verslana. 11. júlí 2017 17:42 Mest lesið „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Sjá meira
Velta dagvöruverslana dróst saman um 3,6 prósent í júní frá sama mánuði í fyrra. Þetta kemur fram í tölum Rannsóknaseturs verslunarinnar. Það vekur athygli að bandaríski verslunarrisinn Costco, sem opnaði verslun í Garðabæ, er ekki með í mælingunni heldur aðeins þær verslanir sem voru á markaðnum fyrir komu Costco. Ástæðan er sú að Costco veitti ekki upplýsingar um veltu sína þegar eftir því var leitað. Í tilkynningu frá Rannsóknasetri verslunarinnar segir að síðastliðin ár hafi vöxtur í dagvöruverslun verið nokkuð stöðugur og er samdrátturinn nú því nokkuð úr takti við þá þróun. Telur Rannsóknasetrið líklegt að Costco hafi klipið af markaðshlutdeild þeirra verslana sem fyrir voru á markaði og það skýri því samdráttinn. Þá bendir Rannsóknasetrið á að athyglisvert sé að verð á dagvöru lækkar í hraðari takt undanfarna tvo mánuði en sést hefur um nokkuð langt skeið. „Verð á dagvöru var3,9% lægraí júní síðastliðnum ení júní í fyrrasamkvæmt verðmælingu Hagstofunnar. Verðið í júní lækkaði um 1,1% frá mánuðinum á undan. Verðmæling Hagstofunnar nær ekki til verðlags í Costco.Þó velta dagvöruverslana hafi dregist saman að krónutölu þá jókst hún um 0,3%að raunvirði, þ.e.þegar leiðrétt hefur verið fyrir verðlagsbreytingumá einu ári. Þetta felur í sér að þótt veltan hafi dregist saman að nafnvirði er magn þess sem selt er nánast það sama og fyrir ári síðan í þeim dagvöruverslunum sem voru á markaði fyrir komu Costco,“ segir í tilkynningu Rannsóknasetursins en nánar má lesa um málið hér.
Costco Tengdar fréttir Mesti skellurinn vegna komu Costco hafi verið í júnímánuði Velta langflestra matvöruverslana á höfuðborgarsvæðinu hefur dregist saman eftir að Costco opnaði verslun sína í Kauptúni í Garðabæ í maí. Samdrátturinn er meiri en margir bjuggust við í upphafi. 8. júlí 2017 06:00 Verðkönnun ASÍ: Costco næst oftast með lægsta verðið Bandaríski verslunarrisinn Costco sem opnaði verslun í Kauptúni í Garðabæ í maí síðastliðnum var næst oftast með lægsta verðið í nýrri verðkönnun ASÍ en hafa ber í huga að einungis 23 af þeim 42 vörum sem skoðaðar voru í könnuninni fengust í Costco. 7. júlí 2017 16:53 Segir erfitt að bera saman verðlag Costco við aðrar búðir Vísaði Sigurlaug í nýafstaðinna verðkönnun sem gerð var í síðustu viku þar sem ferskvörur voru skoðaðar sérstaklega á milli verslana. 11. júlí 2017 17:42 Mest lesið „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Sjá meira
Mesti skellurinn vegna komu Costco hafi verið í júnímánuði Velta langflestra matvöruverslana á höfuðborgarsvæðinu hefur dregist saman eftir að Costco opnaði verslun sína í Kauptúni í Garðabæ í maí. Samdrátturinn er meiri en margir bjuggust við í upphafi. 8. júlí 2017 06:00
Verðkönnun ASÍ: Costco næst oftast með lægsta verðið Bandaríski verslunarrisinn Costco sem opnaði verslun í Kauptúni í Garðabæ í maí síðastliðnum var næst oftast með lægsta verðið í nýrri verðkönnun ASÍ en hafa ber í huga að einungis 23 af þeim 42 vörum sem skoðaðar voru í könnuninni fengust í Costco. 7. júlí 2017 16:53
Segir erfitt að bera saman verðlag Costco við aðrar búðir Vísaði Sigurlaug í nýafstaðinna verðkönnun sem gerð var í síðustu viku þar sem ferskvörur voru skoðaðar sérstaklega á milli verslana. 11. júlí 2017 17:42