Gjaldþrot geðheilbrigðismála Sævar Þór Jónsson skrifar 14. júlí 2017 11:07 Í stöfum mínum sem lögmaður, og þá einkum sem lögráðamaður einstaklinga sem eiga við andleg veikindi að stríða, hef ég ítrekað rekið mig á algjört úrræðaleysi heilbrigðisyfirvalda sérstaklega í þeim tilvikum þegar þessir einstaklingar eru í neyslu. Oftar en ekki hafa þessir sömu einstaklingar brennt allar brýr að baki sér vegna neyslu og geðrænna kvilla sem oft er fylgikvilli ofneyslu vímuefna. Þá eru þessi sömu einstaklingar komnir á götuna og engin úrræði fyrir þá hvað t.d. húsnæðismál varðar. Það eru jú til ýmis vistunarúrræði en engin eða fá langtímaúrræði t.d. í húsnæðismálum. Þá eru fáu meðferðarúrræði sem eru á boðstólum ekki nægileg hnitmiðuð hvað varðar sérþarfir þessara einstaklinga en oftar en ekki þurfa bæði meðferðarúrræðin og vistunarúrræðin að haldast í hendur sérstaklega þegar um ræðir einstaklinga sem eiga bæði við alvarlega geðræna kvilla að stríða og langa neyslusögu.Fjársvelti virðist ráða ferðinni Eins og svo margt í okkar kerfum og þá sérstaklega í heilbrigðismálum virðist fjársvelti ráða ferðinni og úrræði og úrlausnir taka mið af því þrátt fyrir að vandinn sé mikill. Svo virðist sem kerfið gangi út á það að fjölskylda eða góðgerðasamtök taki að sér bæði að vista þessa einstaklinga og að finna þeim einhver úrræði. Getuleysið er algjört og dæmi um þetta eru mál sem hafa komið inn á borð hjá mér þar sem einstaklingar hafa verið vistaðir á geðdeildum tímabundið eftir t.d. sjálfsvígstilraunir meðan þeir voru í langvarandi neyslu og sleppt út án nokkurrar eftirfylgni. Þetta hefur sett mikið álag á aðstandendur sem oftar en ekki eru orðnir sjúklingar sjálfir og úrræðalausir. Þá hafa komið upp tilvik þar sem umræddir einstaklingar hafa komið út úr skammvinnu innígripi þessa ráðþrota kerfis og innan fárra daga svipt sig lífi. Það kann að vera að þessi málaflokkur er sé ekki tískumálaflokkur hjá stjórnmálamönnum en það er orðið mikilvægt að koma umræðunni af stað og fara að taka á þessum málum með öðrum hætti en að skera niður í kerfinu. Þá þarf félagslega kerfið einnig að vinna í að finna nýjar lausnir innan geðheilbrigðiskerfisins.Endurskoða þarf úrræði hjá borginni Einnig eru úrræði hjá borginni hvað varðar húsnæðismál sem þarf að endurskoða en borgin hefur t.d. rekið húsnæði fyrir langt leidda fíkla og alkóhólista sem eru á götunni. Þar er þeim gefið færi á að leita sér húsaskjóls eða sækja sér önnur úrræði í húsnæðismálum, þeir fá svo bætur greiddar en í þessu kerfi er að finna einstaklinga sem frekar ætti að ýta í meðferðarúrræði sem taka meira mið að því að hjálpa þeim í að ná bata í sinni fíkn. Nærtækara væri að tengja vistunarúrræði og greiðslur við það að þeir væru í meðferð hjá viðeigandi stofnun og þá væru fyrir hendi úrræði sem tækju mið af því að þessi einstaklingar væru með fjölþættan vanda í sinni neyslu.Úrræði og greiðslur án skilyrða fásinna Það að útbúa vistunarúrræði og greiðslur úr félagslega kerfinu án skilyrða um að þessir sömu einstaklingar séu í meðferðarúrræðum er að mínum mati fásinna og eitt dæmi um getuleysi kerfisins í þessum málaflokki. Þá eru langvarandi fjársvelti í geðheilbrigðismálum og meðferðamálum ekki vísir að góðri framtíð í þessum málaflokki sérstaklega þegar neyslu vímuefna er að aukast, t.d. á svokölluðum harðari efnum. Þá má einnig segja að réttarvörslukerfið þurfum einnig að taka breytingum þar sem einstaklingar sem brjóta af sér í neyslu sé frekar settir í úrræði sem taka mið að því að hjálpa þeim að hætta neyslu en ekki að refsa þeim eingöngu. Það er viða pottur brotin þegar kemur að þessum málaflokki en þetta hangir jú allt saman og einstaklingar með fjölþættan vanda þurfa fjölþætt úrræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Sævar Þór Jónsson Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Sjá meira
Í stöfum mínum sem lögmaður, og þá einkum sem lögráðamaður einstaklinga sem eiga við andleg veikindi að stríða, hef ég ítrekað rekið mig á algjört úrræðaleysi heilbrigðisyfirvalda sérstaklega í þeim tilvikum þegar þessir einstaklingar eru í neyslu. Oftar en ekki hafa þessir sömu einstaklingar brennt allar brýr að baki sér vegna neyslu og geðrænna kvilla sem oft er fylgikvilli ofneyslu vímuefna. Þá eru þessi sömu einstaklingar komnir á götuna og engin úrræði fyrir þá hvað t.d. húsnæðismál varðar. Það eru jú til ýmis vistunarúrræði en engin eða fá langtímaúrræði t.d. í húsnæðismálum. Þá eru fáu meðferðarúrræði sem eru á boðstólum ekki nægileg hnitmiðuð hvað varðar sérþarfir þessara einstaklinga en oftar en ekki þurfa bæði meðferðarúrræðin og vistunarúrræðin að haldast í hendur sérstaklega þegar um ræðir einstaklinga sem eiga bæði við alvarlega geðræna kvilla að stríða og langa neyslusögu.Fjársvelti virðist ráða ferðinni Eins og svo margt í okkar kerfum og þá sérstaklega í heilbrigðismálum virðist fjársvelti ráða ferðinni og úrræði og úrlausnir taka mið af því þrátt fyrir að vandinn sé mikill. Svo virðist sem kerfið gangi út á það að fjölskylda eða góðgerðasamtök taki að sér bæði að vista þessa einstaklinga og að finna þeim einhver úrræði. Getuleysið er algjört og dæmi um þetta eru mál sem hafa komið inn á borð hjá mér þar sem einstaklingar hafa verið vistaðir á geðdeildum tímabundið eftir t.d. sjálfsvígstilraunir meðan þeir voru í langvarandi neyslu og sleppt út án nokkurrar eftirfylgni. Þetta hefur sett mikið álag á aðstandendur sem oftar en ekki eru orðnir sjúklingar sjálfir og úrræðalausir. Þá hafa komið upp tilvik þar sem umræddir einstaklingar hafa komið út úr skammvinnu innígripi þessa ráðþrota kerfis og innan fárra daga svipt sig lífi. Það kann að vera að þessi málaflokkur er sé ekki tískumálaflokkur hjá stjórnmálamönnum en það er orðið mikilvægt að koma umræðunni af stað og fara að taka á þessum málum með öðrum hætti en að skera niður í kerfinu. Þá þarf félagslega kerfið einnig að vinna í að finna nýjar lausnir innan geðheilbrigðiskerfisins.Endurskoða þarf úrræði hjá borginni Einnig eru úrræði hjá borginni hvað varðar húsnæðismál sem þarf að endurskoða en borgin hefur t.d. rekið húsnæði fyrir langt leidda fíkla og alkóhólista sem eru á götunni. Þar er þeim gefið færi á að leita sér húsaskjóls eða sækja sér önnur úrræði í húsnæðismálum, þeir fá svo bætur greiddar en í þessu kerfi er að finna einstaklinga sem frekar ætti að ýta í meðferðarúrræði sem taka meira mið að því að hjálpa þeim í að ná bata í sinni fíkn. Nærtækara væri að tengja vistunarúrræði og greiðslur við það að þeir væru í meðferð hjá viðeigandi stofnun og þá væru fyrir hendi úrræði sem tækju mið af því að þessi einstaklingar væru með fjölþættan vanda í sinni neyslu.Úrræði og greiðslur án skilyrða fásinna Það að útbúa vistunarúrræði og greiðslur úr félagslega kerfinu án skilyrða um að þessir sömu einstaklingar séu í meðferðarúrræðum er að mínum mati fásinna og eitt dæmi um getuleysi kerfisins í þessum málaflokki. Þá eru langvarandi fjársvelti í geðheilbrigðismálum og meðferðamálum ekki vísir að góðri framtíð í þessum málaflokki sérstaklega þegar neyslu vímuefna er að aukast, t.d. á svokölluðum harðari efnum. Þá má einnig segja að réttarvörslukerfið þurfum einnig að taka breytingum þar sem einstaklingar sem brjóta af sér í neyslu sé frekar settir í úrræði sem taka mið að því að hjálpa þeim að hætta neyslu en ekki að refsa þeim eingöngu. Það er viða pottur brotin þegar kemur að þessum málaflokki en þetta hangir jú allt saman og einstaklingar með fjölþættan vanda þurfa fjölþætt úrræði.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun