Lífið

Aðdáendur misánægðir með að kona leiki Dr. Who

Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar
Jodie Whittaker er fysta konan til að leika tímaflakkarann Dr. Who.
Jodie Whittaker er fysta konan til að leika tímaflakkarann Dr. Who. visir/getty
Doctor Who mun í fyrsta sinn í sögunni vera leikinn af konu. Sú er Jodie Whittaker. Þessar fregnir fara mis vel í aðdáendahóp þáttanna. Þetta kemur fram í frétt BBC.

Sumir hafa hoppað hæð sína af kæti og segja að það hafi verið tími til kominn enda yrði hún flott fyrirmynd fyrir konur og ungar stúlkur. 

Einn aðdáandi sagði að það væri skammarlegt hversu fáar konur leikar í kvikmyndum byggðum á vísindaskáldskap.

„Doctor Who steig skref í rétta átt.“

 

Aðrir eru hins vegar ekki ekki jafn sáttir og telja að hlutverkið sé ætlað karlkyns leikara og saka framleiðendur um að vanvirða sögu þáttanna og aðalpersónur.

„Mér líkar við Jodie og finnst hún frábær leikari en þetta er aðeins hlut af því að friða þá sem upphefja pólitíska rétthugsun. Hvernig væri að skrifa ný, gæða hlutverk fyrir konur… Þetta er aðeins tilraun til að koma til móts við kynjakvóta!“

Líkar við Jodie en er ekki sátt.Facebook BBC
Ráðningin hefur snert við ýmsum, ekki einungis aðdáendum þáttanna heldur einnig þeim sem hafa aldrei séð neinn einasta þátt

„Vá! Ég fylgist ekki einu sinni með #DrWho og ég tárast liggur við. Ég mun klárlega horfa á þættina núna.“

 

Nýr aðdáandi bætist í hópinn.
Leikkonan hefur í kjölfarið sent út yfirlýsingu þar sem hún biður aðdáendur að hræðast ekki þessa nýju breytingu.

„Ég vil beina því til allra aðdáenda að vera ekki hræddir við kyn mitt. Þeta eru mjög spennandi tíma og Doctor Who táknar í raun allt það sem er spennandi við breytingar,“ segir í tilkynningu Jodie Whittaker.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×