Erlent

Þrjátíu tíma seinkun Primera Air vekur reiði strandaglópa

Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar
Primera Air flýgur einnig frá Íslandi í gegnum íslenskar ferðaskrifstofur.
Primera Air flýgur einnig frá Íslandi í gegnum íslenskar ferðaskrifstofur. Mynd/Primera Air
Fjöldi manns er nú fastur á Arlanda flugvellinum í Svíþjóð eftir að flug Primera Air til Alicante frestaðist um þrjátíu tíma. Þá situr fólk einnig fast á flugvellinum í Alicante. Fyrirtækið hefur verið gagnrýnt fyrir að vera ekki í samskiptum við fólkið og að engar almennilegar upplýsingar hafi fengist. Expressen greinir frá.

Flugið frá Arlanda til Alicante átti að fara kl 7:50 á sunnudagsmorguninn en klukkan tvö í dag sat fólkið enn fast á flugvellinum. Talið er að um tæknilegt vandamál sé að ræða.

„Þetta er helvíti. Þetta gengur ekki. Við erum með börn með okkur, þetta er ekki í lagi,“ segir Christian sem átti bókað flug til Alicante. Hann segir þetta verið mikið fjárhagslegt tjón.

„Við leigðum bílaleigubíl í Alicante fyrir 3.600 krónur en nú höfum við þurft að bóka hann tvisvar. Nú kostar þetta 6800 krónur, Þetta er stórtap hjá okkur,“ er haft eftir Christian sem ákvað í kjölfar frestana að panta flugferð með Ryan Air til Alicante. Þetta hafi kostað hann 12 þúsund sænskar krónur fyrir sex manns.

Samkvæmt ferðamönnum sem bíða hafa þau reglulega fengið upplýsingar um að seinkunin kunni að vara í nokkra tíma í viðbót. Enginn hefur hins vegar sagt þeim nákvæmlega hver staðan er eða bent þeim á að fara heim og bíða þar.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem flugfélaginu seinkar svo mjög en Expressen, segir frá því að tveimur flugum Primera air til Malaga og Barcelona, hafi verið aflýst á síðustu 24 klukkustundum. Þá hafi ferðum flugfélagsins einnig seinkað um 21 klukkustund til Faro í Portúgal.

Samkvæmt tímaritinu Vagabond er fyrirtæki það næst versta árið 2016. Ástæðan er að fyrirtækið neiti að bæta viðskipavinum tjónið vegna seinkana og aflýstra vela þrátt fyrir að ESB löggjöf skyldi þá til þess


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×