R. Kelly hafnar ásökunum um „hrottafenginn sértrúarsöfnuð“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 18. júlí 2017 06:47 Lögmaður söngvarans segir að unnið verði að því að hreinsa nafn hans og að þeir sem hafi sakað hann um ofbeldi verði sóttir til saka. Vísir/Getty Bandaríski R&B tónlistarmaðurinn R. Kelly hefur neitað ásökunum um að hann hafi heilaþvegið hóp kvenna, beitt þær harðræði og ofbeldi. Foreldrar kvennanna sem dvelja hjá söngvaranum lýsa þessu sem eins konar sértrúarsöfnuði. Sex konur búa með Kelly en hann er sagður banna þeim að vera í samskiptum við fjölskyldu og vini. Lögmaður söngvarans segir að unnið verði að því að hreinsa nafn hans og að þeir sem hafi sakað hann um ofbeldi verði sóttir til saka. „Robert Kelly er skelkaður og ringlaður yfir þessum ásökunum í hans garð. Herra Kelly neitar þessum ásökunum afdráttarlaust,“ sagði Linda Mensch, lögmaður Kelly, í yfirlýsingu. Þrjár konur, Cheryl Mack, Kitty Jones og Asante McGee, fyrrum vinkonur söngvarans, hafa stigið fram með alvarlegar ásakanir á hendur söngvaranum. Þær lýsa honum sem sjúklega stjórnsömum einstaklingi. Hann stjórni konunum að öllu leyti, ráði hvernig þær klæða sig, hvernig þær haga sér, hvenær þær fá að baða sig og sofa. Kelly er meðal annars sagður hafa beitt konurnar stafrænu kynferðisofbeldi þar sem hann hann hafi tekið upp myndefni sem sýnir hann stunda kynmök með konunum. Í kjölfarið hafi hann sýnt karlkyns vinum sínum myndefnið. Kelly var árið 2008 sýknaður af ákæru um að hafa framleitt barnaklám eftir að myndband leit dagsins ljós þar sem hann sást stunda kynmök við fjórtán ára gamla stúlku. Mál R. Kelly Bandaríkin MeToo Tengdar fréttir R. Kelly gefið að sök að heilaþvo hóp kvenna Söngvarinn Robert Sylvester Kelly, betur þekktur undir nafninu R. Kelly er gefið að sök að hafa heilaþvegið hóp kvenna og beitt þær harðræði og ofbeldi. Foreldrar kvennanna sem dvelja hjá söngvaranum lýsa þessu sem eins konar sértrúarsöfnuði. Sex konur búa með Kelly en hann er sagður banna þeim að vera í samskiptum við fjölskyldu og vini. 17. júlí 2017 19:29 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Sjá meira
Bandaríski R&B tónlistarmaðurinn R. Kelly hefur neitað ásökunum um að hann hafi heilaþvegið hóp kvenna, beitt þær harðræði og ofbeldi. Foreldrar kvennanna sem dvelja hjá söngvaranum lýsa þessu sem eins konar sértrúarsöfnuði. Sex konur búa með Kelly en hann er sagður banna þeim að vera í samskiptum við fjölskyldu og vini. Lögmaður söngvarans segir að unnið verði að því að hreinsa nafn hans og að þeir sem hafi sakað hann um ofbeldi verði sóttir til saka. „Robert Kelly er skelkaður og ringlaður yfir þessum ásökunum í hans garð. Herra Kelly neitar þessum ásökunum afdráttarlaust,“ sagði Linda Mensch, lögmaður Kelly, í yfirlýsingu. Þrjár konur, Cheryl Mack, Kitty Jones og Asante McGee, fyrrum vinkonur söngvarans, hafa stigið fram með alvarlegar ásakanir á hendur söngvaranum. Þær lýsa honum sem sjúklega stjórnsömum einstaklingi. Hann stjórni konunum að öllu leyti, ráði hvernig þær klæða sig, hvernig þær haga sér, hvenær þær fá að baða sig og sofa. Kelly er meðal annars sagður hafa beitt konurnar stafrænu kynferðisofbeldi þar sem hann hann hafi tekið upp myndefni sem sýnir hann stunda kynmök með konunum. Í kjölfarið hafi hann sýnt karlkyns vinum sínum myndefnið. Kelly var árið 2008 sýknaður af ákæru um að hafa framleitt barnaklám eftir að myndband leit dagsins ljós þar sem hann sást stunda kynmök við fjórtán ára gamla stúlku.
Mál R. Kelly Bandaríkin MeToo Tengdar fréttir R. Kelly gefið að sök að heilaþvo hóp kvenna Söngvarinn Robert Sylvester Kelly, betur þekktur undir nafninu R. Kelly er gefið að sök að hafa heilaþvegið hóp kvenna og beitt þær harðræði og ofbeldi. Foreldrar kvennanna sem dvelja hjá söngvaranum lýsa þessu sem eins konar sértrúarsöfnuði. Sex konur búa með Kelly en hann er sagður banna þeim að vera í samskiptum við fjölskyldu og vini. 17. júlí 2017 19:29 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Sjá meira
R. Kelly gefið að sök að heilaþvo hóp kvenna Söngvarinn Robert Sylvester Kelly, betur þekktur undir nafninu R. Kelly er gefið að sök að hafa heilaþvegið hóp kvenna og beitt þær harðræði og ofbeldi. Foreldrar kvennanna sem dvelja hjá söngvaranum lýsa þessu sem eins konar sértrúarsöfnuði. Sex konur búa með Kelly en hann er sagður banna þeim að vera í samskiptum við fjölskyldu og vini. 17. júlí 2017 19:29