Skotin til bana á náttfötunum eftir að hafa hringt á lögreglu Samúel Karl Ólason skrifar 18. júlí 2017 11:16 Frá minningarathöfn við heimili Justine og Don Damond. Vísir/EPA Mikil reiði ríkir í Ástralíu eftir að áströlsk kona var skotin til bana af lögregluþjóni í Bandaríkjunum. Skömmu fyrir miðnætti hringdi Justine Damond í Neyðarlínuna í Minneapolis þar sem hún bjó ásamt unnusta sínum. Hún sagðist telja að nauðgun væri að eiga sér stað í húsasundi nærri heimili hennar. Þegar lögregluþjóna bar að garði skömmu seinna var Damond í húsasundinu, klædd náttfötum, þegar hún var skotin margsinnis af lögregluþjóninum Mohamed Noor. Samkvæmt héraðsmiðlinum Star Tribune skaut Noor út um glugga á lögreglubíl sem hann var í ásamt öðrum lögregluþjóni. Hvorugur þeirra hafði kveikt á myndavélunum í vestum þeirra og myndavélin í mælaborðinu fangaði atvikið ekki. Ekkert vopn fannst á vettvangi en sími Damond er sagður hafa legið nærri líki hennar.Hafa engar upplýsingar fengiðLögreglan hefur ekki tjáð sig um málið. Engin önnur vitni voru að skothríðinni en blaðamenn ABC í Ástralíu hafa hlustað á upptökur úr talstöðvum lögregluþjónanna. Unnusti konunnar, Don Damond, segist sömuleiðis engar upplýsingar hafa fengið. Justine hafði þegar tekið nafn hans, en þau ætluðu að gifta sig í næsta mánuði.AP fréttaveitan hefur reynt að fanga andrúmsloftið í Ástralíu þar sem dauða Damond hefur verið lýst sem martröð. Fjölmiðlar í Ástralíu hafa tengt atvikið við gífurlegan fjölda ofbeldisglæpa í Bandaríkjunum þar sem skotvopn koma að sögu. „Það eru mögulega fleiri byssur en fólk í landinu. Við sjáum Bandaríkin sem hættulegan stað varðandi byssuglæpi,“ segir prófessorinn Philip Alpers. Í Bandaríkjunum er enginn sem heldur utan um hve marga lögreglan skýtur til bana á ári. Hins vegar er ljóst að um mörg hundruð tilvik er að ræða, samkvæmt AP.Faðir Justine Damond ræddi við blaðamenn. Unnusti Justine Damond ræddi einnig við blaðamenn. Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Mikil reiði ríkir í Ástralíu eftir að áströlsk kona var skotin til bana af lögregluþjóni í Bandaríkjunum. Skömmu fyrir miðnætti hringdi Justine Damond í Neyðarlínuna í Minneapolis þar sem hún bjó ásamt unnusta sínum. Hún sagðist telja að nauðgun væri að eiga sér stað í húsasundi nærri heimili hennar. Þegar lögregluþjóna bar að garði skömmu seinna var Damond í húsasundinu, klædd náttfötum, þegar hún var skotin margsinnis af lögregluþjóninum Mohamed Noor. Samkvæmt héraðsmiðlinum Star Tribune skaut Noor út um glugga á lögreglubíl sem hann var í ásamt öðrum lögregluþjóni. Hvorugur þeirra hafði kveikt á myndavélunum í vestum þeirra og myndavélin í mælaborðinu fangaði atvikið ekki. Ekkert vopn fannst á vettvangi en sími Damond er sagður hafa legið nærri líki hennar.Hafa engar upplýsingar fengiðLögreglan hefur ekki tjáð sig um málið. Engin önnur vitni voru að skothríðinni en blaðamenn ABC í Ástralíu hafa hlustað á upptökur úr talstöðvum lögregluþjónanna. Unnusti konunnar, Don Damond, segist sömuleiðis engar upplýsingar hafa fengið. Justine hafði þegar tekið nafn hans, en þau ætluðu að gifta sig í næsta mánuði.AP fréttaveitan hefur reynt að fanga andrúmsloftið í Ástralíu þar sem dauða Damond hefur verið lýst sem martröð. Fjölmiðlar í Ástralíu hafa tengt atvikið við gífurlegan fjölda ofbeldisglæpa í Bandaríkjunum þar sem skotvopn koma að sögu. „Það eru mögulega fleiri byssur en fólk í landinu. Við sjáum Bandaríkin sem hættulegan stað varðandi byssuglæpi,“ segir prófessorinn Philip Alpers. Í Bandaríkjunum er enginn sem heldur utan um hve marga lögreglan skýtur til bana á ári. Hins vegar er ljóst að um mörg hundruð tilvik er að ræða, samkvæmt AP.Faðir Justine Damond ræddi við blaðamenn. Unnusti Justine Damond ræddi einnig við blaðamenn.
Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira