Lífið

Twitter ærðist þegar fyrstu sekúndur leiksins fóru í auglýsingar

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Bein útsending á leik stelpnanna okkar var rofin og fyrstu þrjátíu sekúndurnar fóru í auglýsingu frá VÍS.
Bein útsending á leik stelpnanna okkar var rofin og fyrstu þrjátíu sekúndurnar fóru í auglýsingu frá VÍS. Vísir/Getty
Bein útsending RÚV á leik Frakklands og Íslands hófst klukkan 18:45 í kvöld en mikil reiði greip um sig meðal Twitter-notenda þegar skipt var yfir í auglýsingar rétt áður en leikurinn hófst. Áhorfendur heima í stofu misstu því af fyrstu 30 sekúndum leiksins.

Einhverjum þótti skiptingin minna á það þegar RÚV klippti á útsendingu árið 2013, skömmu áður en ljóst var að karlalandslið Íslands hafði tryggt sér sæti í umspili um laust sæti á HM í leik gegn Noregi. Þá var skipt yfir í auglýsingu frá Bakarameistaranum á ögurstundu. Í ár var auglýsingin hins vegar frá VÍS.

Hér að neðan má svo sjá samansafn af viðbrögðum Twitter-notenda.

Starfsmenn hjá íþrótta- og tæknideildum RÚV hafa þó svarað fyrir atvikið og segja að um klúður hjá UEFA, Knattspyrnusambandi Evrópu, sé að ræða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.