Dáðust að formi nýbökuðu þriggja barna móðurinnar Dagnýjar Kolbeinn Tumi Daðason í Ermelo skrifar 19. júlí 2017 14:00 Dagný Brynjarsdóttir (fyrir miðju) mætir á æfingu landsliðsins í morgun, í hörkuformi eins og flestar stelpurnar í landsliðinu. Vísir/Vilhelm Málfríður Erna Sigurðardóttir, aldursforseti íslenska liðsins, fylgdist með leiknum gegn Frökkum af bekknum í gær. 23 leikmenn eru í íslenska hópnum svo varamenn eru alls tólf. Ljóst er að ekki allir munu fá að spila mínútu á EM í Hollandi. Óhætt er að segja að stelpurnar standi saman allar sem ein sem sást hvað best þegar ítalski dómarinn flautaði til hálfleiks í gær. Varamennirnir spruttu á fætur og tóku fagnandi og peppandi á móti stelpunum á leið til búningsklefa. Málfríður Erna á æfingu landsliðsins í morgun.Vísir/Vilhelm Púlsinn í 200 „Við erum allar í þessu, eitt lið og verðum að peppa þær sem eru inni á þessa stundina. Við stóðum okkur vel í því og stelpurnar stóðu sig frábærlega,“ segir Málfríður. Spennan á bekknum var mikil. „Púlsinn var örugglega í 200 allan leikinn. Þetta var eins og maður væri sjálfur inni á að spila,“ segir Málfríður. Vonbrigðin í lokin voru þó mikil. „Þetta var ömurlegt og maður fannst við rændar af stiginu. Miðað við hvar dómarinn var búinn að setja línuna var fáránlegt að dæma á þetta.“ Steinar Jóhannesson tók vel á móti litla bróður, Ými, fyrir utan Willem II leikvanginn í kvöld þegar Harpa var búin með ansi mörg viðtöl.Vísir/Vilhelm „Mamman“ Dagný Eins og Vísir greindi frá í gær var fjallað um nýbökuðu þriggja barna móðurina Dagnýju Brynjarsdóttur á heimasíðu UEFA í gær. Var þar líklega verið að rugla saman þeim Hörpu Þorsteinsdóttur, sem nýlega eignaðist son, og Málfríði Ernu Sigurðardóttur, sem er þriggja barna móðir. „Okkur fannst þetta mjög fyndið. Þetta var mikið rætt í matnum í gær fyrir leikinn,“ segir Málfríður. Dagný hafi tekið þessu mjög vel og ekki var minna hlegið þegar umfjöllun UEFA eftir leik var skoðuð. „Þar kom fram hvað þriggja barna móðirin Dagný væri í geggjuðu formi.“ Harpa Þorsteinsdóttir huggar Elínu Mettu Jensen eftir leik.vísir/AFP Þjálfaði Mettu á sumarnámskeiðum Málfríður Erna deilir herbergi með Elínu Mettu Jensen. Elín Metta kom inn á sem varamaður seint í leiknum og fékk dæmda á sig vítaspyrnu skömmu síðar. Stelpurnar stóðu vel við bakið á Elínu og er Málfríður engin undantekning. „Ég tók hana bara og peppaði. Við erum allar saman í þessu og þetta er aldrei henni að kenna. Við erum lið og þetta lenti á henni í dag sem er ömurlegt. Ég peppaði hana bara vel í svefni í nótt,“ segir Málfríður og hlær. Þær þekkjast vel og ná vel saman þrátt fyrir ellefu ára aldursmun. „Já, við náum mjög vel saman. Höfum þekkst svo lengi. Þegar ég var með sumarnámskeiðin í gamla daga þá var hún barnið mitt á sumarnámskeiðunum. Ég er búin að ala hana upp smá, alla tíð.“ Fjalar Þorgeirsson, eiginmaður Málfríðar, mætti til Hollands í gær ásamt börnum þeirra hjóna.„Það var mjög gaman, ég sá þau smá. Maður fékk ekekrt að fara þarna yfir (í þann enda stúkunnar) en maður vinkaði þeim uppi í stúku.“ EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir EM í dag: Sísí fríkaði út og áttaviltur dómari dæmdi víti Freyr fór all in, ítalski dómarinn var í bullinu og ungstirnin sem virkuðu eins og reynsluboltar. 19. júlí 2017 10:00 Elín Metta: „Þetta er ekkert auðvelt“ Valskonan varð fyrir því óláni að fá dæmt á sig víti í gærkvöldi sem varð til þess að Íslandi tapaði 1-0 fyrir Frakklandi. 19. júlí 2017 10:52 Fimm mínútum frá fullkomnun Stelpurnar okkar voru aðeins fimm mínútum frá því að ná frábærum úrslitum á móti einu besta liði heims í fyrsta leik liðsins á EM 2017. Umdeildur vítaspyrnudómur gerði út um vonir stelpnanna sem sýndu að þær eru meira en tilbúnar í þetta mót. 19. júlí 2017 06:00 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Handbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Í beinni: Real Madrid - Girona | Spennan á Spáni heldur áfram Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Í beinni: Newcastle - Nottingham Forest | Áhugaverð viðureign á St James' Park Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Sjá meira
Málfríður Erna Sigurðardóttir, aldursforseti íslenska liðsins, fylgdist með leiknum gegn Frökkum af bekknum í gær. 23 leikmenn eru í íslenska hópnum svo varamenn eru alls tólf. Ljóst er að ekki allir munu fá að spila mínútu á EM í Hollandi. Óhætt er að segja að stelpurnar standi saman allar sem ein sem sást hvað best þegar ítalski dómarinn flautaði til hálfleiks í gær. Varamennirnir spruttu á fætur og tóku fagnandi og peppandi á móti stelpunum á leið til búningsklefa. Málfríður Erna á æfingu landsliðsins í morgun.Vísir/Vilhelm Púlsinn í 200 „Við erum allar í þessu, eitt lið og verðum að peppa þær sem eru inni á þessa stundina. Við stóðum okkur vel í því og stelpurnar stóðu sig frábærlega,“ segir Málfríður. Spennan á bekknum var mikil. „Púlsinn var örugglega í 200 allan leikinn. Þetta var eins og maður væri sjálfur inni á að spila,“ segir Málfríður. Vonbrigðin í lokin voru þó mikil. „Þetta var ömurlegt og maður fannst við rændar af stiginu. Miðað við hvar dómarinn var búinn að setja línuna var fáránlegt að dæma á þetta.“ Steinar Jóhannesson tók vel á móti litla bróður, Ými, fyrir utan Willem II leikvanginn í kvöld þegar Harpa var búin með ansi mörg viðtöl.Vísir/Vilhelm „Mamman“ Dagný Eins og Vísir greindi frá í gær var fjallað um nýbökuðu þriggja barna móðurina Dagnýju Brynjarsdóttur á heimasíðu UEFA í gær. Var þar líklega verið að rugla saman þeim Hörpu Þorsteinsdóttur, sem nýlega eignaðist son, og Málfríði Ernu Sigurðardóttur, sem er þriggja barna móðir. „Okkur fannst þetta mjög fyndið. Þetta var mikið rætt í matnum í gær fyrir leikinn,“ segir Málfríður. Dagný hafi tekið þessu mjög vel og ekki var minna hlegið þegar umfjöllun UEFA eftir leik var skoðuð. „Þar kom fram hvað þriggja barna móðirin Dagný væri í geggjuðu formi.“ Harpa Þorsteinsdóttir huggar Elínu Mettu Jensen eftir leik.vísir/AFP Þjálfaði Mettu á sumarnámskeiðum Málfríður Erna deilir herbergi með Elínu Mettu Jensen. Elín Metta kom inn á sem varamaður seint í leiknum og fékk dæmda á sig vítaspyrnu skömmu síðar. Stelpurnar stóðu vel við bakið á Elínu og er Málfríður engin undantekning. „Ég tók hana bara og peppaði. Við erum allar saman í þessu og þetta er aldrei henni að kenna. Við erum lið og þetta lenti á henni í dag sem er ömurlegt. Ég peppaði hana bara vel í svefni í nótt,“ segir Málfríður og hlær. Þær þekkjast vel og ná vel saman þrátt fyrir ellefu ára aldursmun. „Já, við náum mjög vel saman. Höfum þekkst svo lengi. Þegar ég var með sumarnámskeiðin í gamla daga þá var hún barnið mitt á sumarnámskeiðunum. Ég er búin að ala hana upp smá, alla tíð.“ Fjalar Þorgeirsson, eiginmaður Málfríðar, mætti til Hollands í gær ásamt börnum þeirra hjóna.„Það var mjög gaman, ég sá þau smá. Maður fékk ekekrt að fara þarna yfir (í þann enda stúkunnar) en maður vinkaði þeim uppi í stúku.“
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir EM í dag: Sísí fríkaði út og áttaviltur dómari dæmdi víti Freyr fór all in, ítalski dómarinn var í bullinu og ungstirnin sem virkuðu eins og reynsluboltar. 19. júlí 2017 10:00 Elín Metta: „Þetta er ekkert auðvelt“ Valskonan varð fyrir því óláni að fá dæmt á sig víti í gærkvöldi sem varð til þess að Íslandi tapaði 1-0 fyrir Frakklandi. 19. júlí 2017 10:52 Fimm mínútum frá fullkomnun Stelpurnar okkar voru aðeins fimm mínútum frá því að ná frábærum úrslitum á móti einu besta liði heims í fyrsta leik liðsins á EM 2017. Umdeildur vítaspyrnudómur gerði út um vonir stelpnanna sem sýndu að þær eru meira en tilbúnar í þetta mót. 19. júlí 2017 06:00 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Handbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Í beinni: Real Madrid - Girona | Spennan á Spáni heldur áfram Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Í beinni: Newcastle - Nottingham Forest | Áhugaverð viðureign á St James' Park Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Sjá meira
EM í dag: Sísí fríkaði út og áttaviltur dómari dæmdi víti Freyr fór all in, ítalski dómarinn var í bullinu og ungstirnin sem virkuðu eins og reynsluboltar. 19. júlí 2017 10:00
Elín Metta: „Þetta er ekkert auðvelt“ Valskonan varð fyrir því óláni að fá dæmt á sig víti í gærkvöldi sem varð til þess að Íslandi tapaði 1-0 fyrir Frakklandi. 19. júlí 2017 10:52
Fimm mínútum frá fullkomnun Stelpurnar okkar voru aðeins fimm mínútum frá því að ná frábærum úrslitum á móti einu besta liði heims í fyrsta leik liðsins á EM 2017. Umdeildur vítaspyrnudómur gerði út um vonir stelpnanna sem sýndu að þær eru meira en tilbúnar í þetta mót. 19. júlí 2017 06:00