Færibandafólkið Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 1. júlí 2017 10:41 Kristján Þór Júlíusson menntamálaráðherra hefur þvertekið fyrir að til standi að sameina Menntaskólann í Reykjavík og Kvennaskólann. Fram kom í Fréttablaðinu í vikunni að starfsfólk MR óttaðist að uppi væru áætlanir um slíkt. Virðist það einkum byggt á samtölum við starfsfólk menntamálaráðuneytisins og þeirri staðreynd að staða rektors MR hefur enn ekki verið auglýst þrátt fyrir að meira en mánuður sé síðan fráfarandi rektor sagði starfi sínu lausu. Er nema von að starfsfólk tvístígi þegar skólastarfinu er sýnt slíkt tómlæti? Ekki er gott að segja hvað menntamálaráðherra gengur til, en við verðum að taka orð hans trúanleg um að ekki standi til að sameina skólana tvo. Það væri sannkölluð synd og enn til þess að draga úr fjölbreytni í skólakerfinu eftir innleiðingu þriggja ára framhaldsskólanáms og samræmingu námsskráa. Við þurfum alla skólana; Fjölbraut í Breiðholti, Menntaskólann á Akureyri, Verzlunarskólann, Fjölbrautaskóla Suðurlands, Menntaskólann á Egilsstöðum og svo mætti lengi telja. Auðvitað á ekki að blása á rekstrarsjónarmið í skólakerfinu frekar en annars staðar. Hins vegar eigum við að forðast að steypa alla í sama mót. Nóg er einsleitnin samt í okkar ríflega 300 þúsund manna samfélagi. Menntaskólinn í Reykjavík er elsta menntastofnun landsins og á rætur sínar að rekja til ársins 1056. Í skólann hafa gengið mörg þekktustu nöfn þjóðarsögunnar. Skólastarfið og byggingin eru samofin íslenskri sögu, en það var á hátíðarsal skólans sem Jón Sigurðsson mælti hin fleygu orð: „Vér mótmælum allir.“ Kvennaskólinn í Reykjavík á sér sömuleiðis merka sögu og hefur skýra sérstöðu sem skóli sem stofnaður var af þeirri hugsjón að efla menntun kvenna. Þar var mörkuð mikilvæg varða í kvenréttindabaráttuna sem enn stendur. MR og Kvennó eru ekki merkilegri en aðrir skólar. Þeir hafa hins vegar sín karaktereinkenni sem frekar ætti að ýta undir en bæla niður. Varla er líklegt að einhverjum dytti í hug að sameina bresku skólana Eton og Harrow, eða háskólana Harvard og Yale í Bandaríkjunum. Rökin fyrir því eru augljós. Það á ekki að vera markmið skólastarfs að framleiða fullorðna einstaklinga á færibandi. Þvert á móti á skólastarfið að vera nógu fjölbreytt og sveigjanlegt til að allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi. Þannig auðgast mannlífið og hver og einn fær tækifæri til að láta ljós sitt skína. Árangur íslenskra stúdenta í erlendum skólum ber þess vitni að hingað til hafi okkur tekist ágætlega upp í þessum efnum þrátt fyrir mannfæðina. Því er eðlilegt að spyrja hvers vegna yfirvöldum menntamála virðist svo mikið í mun að steypa alla í sama mót. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson menntamálaráðherra hefur þvertekið fyrir að til standi að sameina Menntaskólann í Reykjavík og Kvennaskólann. Fram kom í Fréttablaðinu í vikunni að starfsfólk MR óttaðist að uppi væru áætlanir um slíkt. Virðist það einkum byggt á samtölum við starfsfólk menntamálaráðuneytisins og þeirri staðreynd að staða rektors MR hefur enn ekki verið auglýst þrátt fyrir að meira en mánuður sé síðan fráfarandi rektor sagði starfi sínu lausu. Er nema von að starfsfólk tvístígi þegar skólastarfinu er sýnt slíkt tómlæti? Ekki er gott að segja hvað menntamálaráðherra gengur til, en við verðum að taka orð hans trúanleg um að ekki standi til að sameina skólana tvo. Það væri sannkölluð synd og enn til þess að draga úr fjölbreytni í skólakerfinu eftir innleiðingu þriggja ára framhaldsskólanáms og samræmingu námsskráa. Við þurfum alla skólana; Fjölbraut í Breiðholti, Menntaskólann á Akureyri, Verzlunarskólann, Fjölbrautaskóla Suðurlands, Menntaskólann á Egilsstöðum og svo mætti lengi telja. Auðvitað á ekki að blása á rekstrarsjónarmið í skólakerfinu frekar en annars staðar. Hins vegar eigum við að forðast að steypa alla í sama mót. Nóg er einsleitnin samt í okkar ríflega 300 þúsund manna samfélagi. Menntaskólinn í Reykjavík er elsta menntastofnun landsins og á rætur sínar að rekja til ársins 1056. Í skólann hafa gengið mörg þekktustu nöfn þjóðarsögunnar. Skólastarfið og byggingin eru samofin íslenskri sögu, en það var á hátíðarsal skólans sem Jón Sigurðsson mælti hin fleygu orð: „Vér mótmælum allir.“ Kvennaskólinn í Reykjavík á sér sömuleiðis merka sögu og hefur skýra sérstöðu sem skóli sem stofnaður var af þeirri hugsjón að efla menntun kvenna. Þar var mörkuð mikilvæg varða í kvenréttindabaráttuna sem enn stendur. MR og Kvennó eru ekki merkilegri en aðrir skólar. Þeir hafa hins vegar sín karaktereinkenni sem frekar ætti að ýta undir en bæla niður. Varla er líklegt að einhverjum dytti í hug að sameina bresku skólana Eton og Harrow, eða háskólana Harvard og Yale í Bandaríkjunum. Rökin fyrir því eru augljós. Það á ekki að vera markmið skólastarfs að framleiða fullorðna einstaklinga á færibandi. Þvert á móti á skólastarfið að vera nógu fjölbreytt og sveigjanlegt til að allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi. Þannig auðgast mannlífið og hver og einn fær tækifæri til að láta ljós sitt skína. Árangur íslenskra stúdenta í erlendum skólum ber þess vitni að hingað til hafi okkur tekist ágætlega upp í þessum efnum þrátt fyrir mannfæðina. Því er eðlilegt að spyrja hvers vegna yfirvöldum menntamála virðist svo mikið í mun að steypa alla í sama mót.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun