Fótbolti

Markahæstur á EM og fékk nýjan níu ára samning

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Saúl Níguez er lykilmaður hjá Atlético Madrid.
Saúl Níguez er lykilmaður hjá Atlético Madrid. vísir/getty
Forráðamenn Atlético Madrid hafa greinilega mikla trú á miðjumanninum Saúl Níguez.

Þessi 22 ára gamli leikmaður hefur nefnilega skrifað undir níu ára samning við Atlético. Nýi samningurinn gildir til 30. júní 2026, þegar Saúl verður þrítugur.

Saúl var hluti af spænska U-21 ára landsliðinu sem endaði í 2. sæti á EM í Póllandi. Spánverjar töpuðu með einu marki gegn engu fyrir Þjóðverjum í úrslitaleik í gær.

Saúl fór mikinn á EM og endaði sem markahæsti leikmaður mótsins með fimm mörk. Þrjú þeirra komu í undanúrslitunum gegn Ítalíu.

Saúl er þriðji leikmaðurinn sem gerir langtíma samning við Atlético í sumar. Antonie Griezmann skrifaði undir fimm ára samning og Koke samning sem gildir til ársins 2024.

Saúl hefur leikið með Atlético allan sinn feril ef frá er talið tímabilið 2013-14 þegar hann var lánaður til Rayo Vallecano.


Tengdar fréttir

Þýskaland Evrópumeistari U21 árs liða

Þýskaland heldur áfram að framleiða hágæða knattspyrnumenn en í kvöld tryggði framtíð þýska landsliðsins sér Evrópumeistaratitilinn hjá U21.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×