Mesta þétting byggðar í gamla Vesturbænum Heimir Már Pétursson skrifar 2. júlí 2017 18:33 Þéttasta byggðin í Reykjavík er ef til vill ekki þar sem flestir telja að hún sé, en hún er í gamla Vesturbænum. Skipulagsfræðingur segir skipta miklu máli umhverfislega og félagslega að fara vel með land og það sé líka mun hagkvæmara. Undanfarin ár hefur verið unnið skipulega að því að þétta byggðina í Reykjavík. Sérstaklega í hundrað og einum eins og við Borgarbókasafnið við Tryggvagötu. Margir halda að þétting byggðar þýði byggingu háhýsa. En þéttasta byggðin í Reykjavík er ekki endilega þar sem háhýsin eru. Áður en þessi bygging við Tryggvagötuna reis var illa hirt bílastæði á milli Borgarbókasafnsins og hússins úti á horninu sem áður hýsti meðal annars skrifstofur Landssambands íslenskra útvegsmanna. Og eins og allir sem fylgst hafa með í Reykjavík hefur á undanförnum árum verið fyllt upp í nánast hvern einasta auða reit í miðborginni.Undanfarin ár hefur verið unnið skipulega að því að þétta byggðina í Reykjavík.Alta ráðgjafafyrirtækiAlta er ráðgjafarfyrirtæki sem sérhæfir sig í skipulagi og byggðaþróun, greiningu lands og búsetu, stefnumótun og verkefnisstjórnun. Þar á bæ hefur starfsfólk skoðað þéttleika einstakra svæða í Reykjavík. Herborg Árnadóttir ráðgjafi hjá Alta segir ýmislegt hafa komið á óvart. „Þegar við fórum að skoða þéttleika byggðar í Reykjavík komumst við að því að þessi byggð hér (við Ljósavallagötu og nágrenni) sem við stöndum við í gamla Vesturbænum fékk hæstu þéttleikatöluna af þeim hverfum sem við skoðuðum,“ segir Herborg. En þéttleikinn er mestur á svæði sem afmarkast af Brávallagötu, Ásvallagötu og Ljósvallagötu vestan gamla kirkjugarðsins, sem er gamalt og gróið hverfi í borginni. Þar eru 109 íbúðir á hektara og nýtingarhlutfallið hæst eða 0,73 prósent. Halldóra Hreggviðsdóttir framkvæmdastjóri Alta og skipulagsfræðingur segir þetta líka eiga við um byggðina í kringum gömlu verkamannabústaðina við Hringbraut og Framnesveg. Í fjölmörgum nýrri hverfum er þéttleikinn mun minni eða allt niður í sjö íbúðir á hektara. En í mörgum hverfum er þéttleikinn í kring um 20 íbúðir á hektara. „Það er ekki einn þéttleiki réttur. Við viljum hafa breytileika í byggð. En það kom okkur á óvart að þetta svæði skyldi ver ameð þéttustu byggðina. Annars staðar er hún heldur dreifðari. Þetta sýnir alla vega að fjölbreytileikinn getur verið mjög mikill þegar við erum að skoða byggðina,“ segir Halldóra.Grafík/Stöð 2Þær Halldóra og Herborg telja skipulagsyfirvöld fjórða áratugarins í Reyjavík hafi verið nokkuð framsýn og sótt fyrirmyndir til borga annarra landa eins og Danmerkur. Síðan hafi ákveðin nauðsyn einnig ráðið þéttleikanum í gamla Vesturbænum. „Við erum samt með byggð hérna sem hentar íslenskum aðstæðum ágætlega. Við erum með hæfilega hæð. Þetta er ekkert rosalega hátt því við erum náttúrlega með lága sól hér á Íslandi og vinidasamt og slíkt. En við erum samt með ágætlega nýtta garða og miðjugarða inn á milli þar sem börn geta leikið sér örugg,“ segir Herborg. Reykjavík hafi áður átti mikið landrými en nú sé meira horft til nýtingar hvers hektara. „Við þurfum að fara vel með land. það er hagkvæmara, það er umhverfisvænna. Það er líka félagslega æskilegt og það eru margar ástæður fyrir því að það er æskilegt að þétta byggðina. En það skiptir máli hvernig við gerum það,“ segir Herborg Árnadóttir. Húsnæðismál Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Þéttasta byggðin í Reykjavík er ef til vill ekki þar sem flestir telja að hún sé, en hún er í gamla Vesturbænum. Skipulagsfræðingur segir skipta miklu máli umhverfislega og félagslega að fara vel með land og það sé líka mun hagkvæmara. Undanfarin ár hefur verið unnið skipulega að því að þétta byggðina í Reykjavík. Sérstaklega í hundrað og einum eins og við Borgarbókasafnið við Tryggvagötu. Margir halda að þétting byggðar þýði byggingu háhýsa. En þéttasta byggðin í Reykjavík er ekki endilega þar sem háhýsin eru. Áður en þessi bygging við Tryggvagötuna reis var illa hirt bílastæði á milli Borgarbókasafnsins og hússins úti á horninu sem áður hýsti meðal annars skrifstofur Landssambands íslenskra útvegsmanna. Og eins og allir sem fylgst hafa með í Reykjavík hefur á undanförnum árum verið fyllt upp í nánast hvern einasta auða reit í miðborginni.Undanfarin ár hefur verið unnið skipulega að því að þétta byggðina í Reykjavík.Alta ráðgjafafyrirtækiAlta er ráðgjafarfyrirtæki sem sérhæfir sig í skipulagi og byggðaþróun, greiningu lands og búsetu, stefnumótun og verkefnisstjórnun. Þar á bæ hefur starfsfólk skoðað þéttleika einstakra svæða í Reykjavík. Herborg Árnadóttir ráðgjafi hjá Alta segir ýmislegt hafa komið á óvart. „Þegar við fórum að skoða þéttleika byggðar í Reykjavík komumst við að því að þessi byggð hér (við Ljósavallagötu og nágrenni) sem við stöndum við í gamla Vesturbænum fékk hæstu þéttleikatöluna af þeim hverfum sem við skoðuðum,“ segir Herborg. En þéttleikinn er mestur á svæði sem afmarkast af Brávallagötu, Ásvallagötu og Ljósvallagötu vestan gamla kirkjugarðsins, sem er gamalt og gróið hverfi í borginni. Þar eru 109 íbúðir á hektara og nýtingarhlutfallið hæst eða 0,73 prósent. Halldóra Hreggviðsdóttir framkvæmdastjóri Alta og skipulagsfræðingur segir þetta líka eiga við um byggðina í kringum gömlu verkamannabústaðina við Hringbraut og Framnesveg. Í fjölmörgum nýrri hverfum er þéttleikinn mun minni eða allt niður í sjö íbúðir á hektara. En í mörgum hverfum er þéttleikinn í kring um 20 íbúðir á hektara. „Það er ekki einn þéttleiki réttur. Við viljum hafa breytileika í byggð. En það kom okkur á óvart að þetta svæði skyldi ver ameð þéttustu byggðina. Annars staðar er hún heldur dreifðari. Þetta sýnir alla vega að fjölbreytileikinn getur verið mjög mikill þegar við erum að skoða byggðina,“ segir Halldóra.Grafík/Stöð 2Þær Halldóra og Herborg telja skipulagsyfirvöld fjórða áratugarins í Reyjavík hafi verið nokkuð framsýn og sótt fyrirmyndir til borga annarra landa eins og Danmerkur. Síðan hafi ákveðin nauðsyn einnig ráðið þéttleikanum í gamla Vesturbænum. „Við erum samt með byggð hérna sem hentar íslenskum aðstæðum ágætlega. Við erum með hæfilega hæð. Þetta er ekkert rosalega hátt því við erum náttúrlega með lága sól hér á Íslandi og vinidasamt og slíkt. En við erum samt með ágætlega nýtta garða og miðjugarða inn á milli þar sem börn geta leikið sér örugg,“ segir Herborg. Reykjavík hafi áður átti mikið landrými en nú sé meira horft til nýtingar hvers hektara. „Við þurfum að fara vel með land. það er hagkvæmara, það er umhverfisvænna. Það er líka félagslega æskilegt og það eru margar ástæður fyrir því að það er æskilegt að þétta byggðina. En það skiptir máli hvernig við gerum það,“ segir Herborg Árnadóttir.
Húsnæðismál Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira