Dómstóll bannar ríkisstjórn Trump að frysta loftmengunarreglur Kjartan Kjartansson skrifar 3. júlí 2017 23:22 Donald Trump og Scott Pruitt (t.h.) hafa talað mikið um störf og meinta skaðsemi reglugerða en minna um umhverfið. Vísir/EPA Umhverfisstofnun Bandaríkjanna (EPA) getur ekki fryst ný viðmið um losun gróðurhúsalofttegunda frá olíu- og gaslindum í tvö ár á meðan hún vinnur að nýjum samkvæmt úrskurði áfrýjunardómstóls í Washington-borg. Úrskurðurinn er talinn Þrándur í götu tilrauna stjórnar Donalds Trump til að vinda ofan af umhverfisreglum Baracks Obama, fyrrverandi forseta. Fleiri ríkisstofnanir hafa beitt sömu aðferð til að fella úr gildi reglur sem settar voru í tíð Obama. Úrskurðurinn nú er því talinn geta haft áhrif á fjölda annarra aðgerða sem ríkisstjórn Trump hefur gripið til samkvæmt frétt Washington Post. Í tíð Obama samþykkti Umhverfisstofnunin reglur sem takmarka magn gróðurhúsaloftegundarinnar metans og annarra mengunarvalda frá olíu- og gaslindum. Þegar Scott Pruitt, nýr forstjóri stofnunarinnar, tók við frestaði hann gildistöku reglnanna um tvö ár á meðan hann endurskrifaði viðmiðin. Áfrýjunardómstóll Columbia-svæðis sagði að stofnunin hefði rétt á að endurskoða viðmiðin en hún gæti ekki frestað gildistökunni sem var ákveðin í fyrra á meðan hún ákveður hvað eigi að koma í staðin. Hafnaði dómstóllinn ýmsum rökum forstjórans, meðal annars um að fulltrúar iðnaðarins hafi ekki fengið tækifæri til umsagnar. Þvert á móti hefði stofnunin breytt viðmiðunum að teknu tilliti til athugasemda hagsmunaaðila.Hætti við bann við hættulegu meindýraeitriPruitt hefur fellt úr gildi ýmsar aðrar reglur sem stofnanir settu þegar Obama var við völd frá því að hann tók við embætti. Undir hans stjórn hefur áhersla stofnunarinnar færst frá verndun umhverfisins og að hagsmunum iðnaðar og annarra hagsmunaaðila. Hefur hann sagst vilja færa völd yfir mörgu því sem EPA hefur haft eftirlit með í hendur einstakra ríkja Bandaríkjanna. Þannig hefur hann verið gagnrýndur fyrir að afnema bann við notkun meindýraeiturs sem vísindamenn EPA hafa sagt að valdi heilaskaða í börnum í jafnvel minnstu skömmtum skömmu eftir að hafa hitt forstjóra efnarisans Dow Chemical. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Sópar náttúruverndarlögum Obama undir teppið Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun skrifa undir forsetatilskipun um að fella niður ýmis lög Barack Obama, forvera Trump, sem snúa að náttúruvernd. 28. mars 2017 12:01 Trúir ekki að koltvísýringur hafi áhrif á hækkandi hitastig jarðar Scott Pruitt, yfirmaður EPA, umhverfisverndarstofnunar Bandaríkjanna, hefur vakið mikla hneykslan í vísindasamfélaginu. 10. mars 2017 07:57 Nýr forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna efasemdamaður um loftslagsbreytingar Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt tilnefningu Scott Pruitt í embætti forstjóra Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna en það var Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sem tilnefndi Pruitt í embættið. 17. febrúar 2017 22:56 Blóðugur niðurskurður í vændum hjá Umhverfisstofnuninni Loftslagsaðgerðir og hreinsunarstarf bandarísku Umhverfisstofnunarinnar í hættu í boðuðum niðurskurði Hvíta hússins. 2. mars 2017 14:30 Þrýst á vísindamann að breyta framburði fyrir þingnefnd Starfsmannastjóri bandaríska umhverfisráðuneytisins vildi að vísindamaður talaði gegn betri vitund um að stofnunin væri að láta vísindaráðgjafa fara þegar hann bar vitni fyrir þingnefnd í síðasta mánuði. 27. júní 2017 15:00 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Sjá meira
Umhverfisstofnun Bandaríkjanna (EPA) getur ekki fryst ný viðmið um losun gróðurhúsalofttegunda frá olíu- og gaslindum í tvö ár á meðan hún vinnur að nýjum samkvæmt úrskurði áfrýjunardómstóls í Washington-borg. Úrskurðurinn er talinn Þrándur í götu tilrauna stjórnar Donalds Trump til að vinda ofan af umhverfisreglum Baracks Obama, fyrrverandi forseta. Fleiri ríkisstofnanir hafa beitt sömu aðferð til að fella úr gildi reglur sem settar voru í tíð Obama. Úrskurðurinn nú er því talinn geta haft áhrif á fjölda annarra aðgerða sem ríkisstjórn Trump hefur gripið til samkvæmt frétt Washington Post. Í tíð Obama samþykkti Umhverfisstofnunin reglur sem takmarka magn gróðurhúsaloftegundarinnar metans og annarra mengunarvalda frá olíu- og gaslindum. Þegar Scott Pruitt, nýr forstjóri stofnunarinnar, tók við frestaði hann gildistöku reglnanna um tvö ár á meðan hann endurskrifaði viðmiðin. Áfrýjunardómstóll Columbia-svæðis sagði að stofnunin hefði rétt á að endurskoða viðmiðin en hún gæti ekki frestað gildistökunni sem var ákveðin í fyrra á meðan hún ákveður hvað eigi að koma í staðin. Hafnaði dómstóllinn ýmsum rökum forstjórans, meðal annars um að fulltrúar iðnaðarins hafi ekki fengið tækifæri til umsagnar. Þvert á móti hefði stofnunin breytt viðmiðunum að teknu tilliti til athugasemda hagsmunaaðila.Hætti við bann við hættulegu meindýraeitriPruitt hefur fellt úr gildi ýmsar aðrar reglur sem stofnanir settu þegar Obama var við völd frá því að hann tók við embætti. Undir hans stjórn hefur áhersla stofnunarinnar færst frá verndun umhverfisins og að hagsmunum iðnaðar og annarra hagsmunaaðila. Hefur hann sagst vilja færa völd yfir mörgu því sem EPA hefur haft eftirlit með í hendur einstakra ríkja Bandaríkjanna. Þannig hefur hann verið gagnrýndur fyrir að afnema bann við notkun meindýraeiturs sem vísindamenn EPA hafa sagt að valdi heilaskaða í börnum í jafnvel minnstu skömmtum skömmu eftir að hafa hitt forstjóra efnarisans Dow Chemical.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Sópar náttúruverndarlögum Obama undir teppið Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun skrifa undir forsetatilskipun um að fella niður ýmis lög Barack Obama, forvera Trump, sem snúa að náttúruvernd. 28. mars 2017 12:01 Trúir ekki að koltvísýringur hafi áhrif á hækkandi hitastig jarðar Scott Pruitt, yfirmaður EPA, umhverfisverndarstofnunar Bandaríkjanna, hefur vakið mikla hneykslan í vísindasamfélaginu. 10. mars 2017 07:57 Nýr forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna efasemdamaður um loftslagsbreytingar Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt tilnefningu Scott Pruitt í embætti forstjóra Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna en það var Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sem tilnefndi Pruitt í embættið. 17. febrúar 2017 22:56 Blóðugur niðurskurður í vændum hjá Umhverfisstofnuninni Loftslagsaðgerðir og hreinsunarstarf bandarísku Umhverfisstofnunarinnar í hættu í boðuðum niðurskurði Hvíta hússins. 2. mars 2017 14:30 Þrýst á vísindamann að breyta framburði fyrir þingnefnd Starfsmannastjóri bandaríska umhverfisráðuneytisins vildi að vísindamaður talaði gegn betri vitund um að stofnunin væri að láta vísindaráðgjafa fara þegar hann bar vitni fyrir þingnefnd í síðasta mánuði. 27. júní 2017 15:00 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Sjá meira
Sópar náttúruverndarlögum Obama undir teppið Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun skrifa undir forsetatilskipun um að fella niður ýmis lög Barack Obama, forvera Trump, sem snúa að náttúruvernd. 28. mars 2017 12:01
Trúir ekki að koltvísýringur hafi áhrif á hækkandi hitastig jarðar Scott Pruitt, yfirmaður EPA, umhverfisverndarstofnunar Bandaríkjanna, hefur vakið mikla hneykslan í vísindasamfélaginu. 10. mars 2017 07:57
Nýr forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna efasemdamaður um loftslagsbreytingar Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt tilnefningu Scott Pruitt í embætti forstjóra Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna en það var Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sem tilnefndi Pruitt í embættið. 17. febrúar 2017 22:56
Blóðugur niðurskurður í vændum hjá Umhverfisstofnuninni Loftslagsaðgerðir og hreinsunarstarf bandarísku Umhverfisstofnunarinnar í hættu í boðuðum niðurskurði Hvíta hússins. 2. mars 2017 14:30
Þrýst á vísindamann að breyta framburði fyrir þingnefnd Starfsmannastjóri bandaríska umhverfisráðuneytisins vildi að vísindamaður talaði gegn betri vitund um að stofnunin væri að láta vísindaráðgjafa fara þegar hann bar vitni fyrir þingnefnd í síðasta mánuði. 27. júní 2017 15:00