Viðskipti innlent

Stefán Gestsson nýr framkvæmdastjóri Ratio

Atli Ísleifsson skrifar
Stefán Gestsson.
Stefán Gestsson. ratio
Stefán Gestsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Ratio hf. Hann tekur við starfinu af Bjarka Rafni Eiríkssyni sem lætur af daglegri stjórnun félagsins og tekur sæti í stjórn.

Í tilkynningu frá Ratio segir að Stefán hafi yfir fimmtán ára reynslu af störfum í kringum bygginga og jarðvinnugeirann.

„Frá því í desember 2016 hefur Stefán unnið hjá Ratio hf. sem flotastjóri og sem slíkur ábyrgur fyrir innkaupum og sölu. Stefán var framkvæmdastjóri fjármála- og þjónustusviðs Kraftvéla ehf. frá 2013 - 2016. Þar áður starfaði hann við sölu og ráðgjöf hjá Kraftvélum ehf. frá 2005 – 2009.

Stefán útskrifaðist með MABI gráðu frá Háskólanum í Reykjavík árið 2017 en hann er einnig með B.Sc. í viðskiptafræði með áherslu á reikningshald og fjármál frá sama skóla.

Ratio hf. sérhæfir sig í flotaþjónustu og langtímaleigu með atvinnutæki og bíla til fyrirtækja. Félagið er í eigu sjóðs sem er í stýringu hjá GAMMA Capital Management hf. og lykilstarfsmanna,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×