Viðskipti innlent

Einar Bárðarson ráðinn samskiptastjóri Hafnarfjarðarbæjar

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Einar Bárðarson hefur undanfarin misseri starfað sem sjálfstæður ráðgjafi í ferðaþjónustu.
Einar Bárðarson hefur undanfarin misseri starfað sem sjálfstæður ráðgjafi í ferðaþjónustu. Hafnarfjarðarbær
Einar Bárðarson hefur verið ráðinn samskiptastjóri Hafnarfjarðarbæjar en um tímabundna ráðningu er að ræða frá 1. ágúst næstkomandi og til 31. ágúst 2018. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ.

Einar starfaði áður sem rekstrarstjóri Reykjavík Excursions og var forstöðumaður Höfuðborgarstofu. Síðustu misseri hefur hann starfað sem sjálfstæður ráðgjafi í ferðaþjónustu.

Í starfi sínu sem samskiptastjóri sveitarfélagsins mun Einar annast samskipti og samstarf við fjölmiðla, hafa yfirumsjón með auglýsingum og kynningarefni, sinna stefnumótun og samhæfingu í upplýsinga- og ferðamálum. Hann tekur tímabundið við af verkefnum Árdísar Ármannsdóttur sem er á leið í fæðingarorlof.

Þá hefur Andri Ómarsson, verkefnastjóri á stjórnsýslusviði, tekið við viðburðatengdum verkefnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×