Trump greip í tómt þegar hann ætlaði að taka í hönd forsetafrúarinnar Kjartan Kjartansson skrifar 6. júlí 2017 18:05 Ekkert fór á milli mála að hverjum röðin var komin þegar Trump og Andzej Duda, forseti Póllands, tóku í spaðan hvor á öðrum. Vísir/EPA Donald Trump, sem er þekktur fyrir áköf handabönd þegar hann hittir þjóðarleiðtoga, greip í tómt þegar hann ætlaði að taka í hönd forsetafrúar Póllands í dag. Agata Kornhauser-Duda, eiginkona Andrzej Duda forseta, strunsaði beint fram hjá útréttri hendi Bandaríkjaforseta við opinbera athöfn í dag. Handabönd Trump við þjóðarleiðtoga sem hann hefur hitt hafa vakið mikla athygli. Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, virtist ekki vita hvaðan á hann stóð veðrið eftir maraþonhandaband við Trump í Hvíta húsinu fyrr á árinu. Emmanuel Macron, nýkjörinn forseti Frakklands, tók sérstaklega á honum stóra sínum þegar hann tók í hönd Trump til að gefa honum ekkert eftir.via GIPHYEkki er víst hvort að pólska forsetafrúin hafi vísvitandi snuprað Trump þegar hún gekk fram hjá honum og tók frekar í hönd Melaniu eiginkonu hans eða hvort um einfaldan misskilning um hver átti að taka í spaðann á hverjum hafi verið að ræða. Niðurstaðan var þó fremur pínlega fyrir Bandaríkjaforseta, ekki síst eftir að myndskeið af augnablikinu fóru sem eldur í sinu um netheima.Í myndbandinu fyrir neðan má sjá vandræðalega augnablikið þegar Trump ætlar að taka í hönd Agötu Kornhauser-Duda. Uppfært klukkan 22:04 Nýtt og lengra myndskeið sett inn þar sem sést að forsetafrúin tók í hönd Trump eftir augnablikið vandræðalega sem fréttin fjallar um. Donald Trump Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Sjá meira
Donald Trump, sem er þekktur fyrir áköf handabönd þegar hann hittir þjóðarleiðtoga, greip í tómt þegar hann ætlaði að taka í hönd forsetafrúar Póllands í dag. Agata Kornhauser-Duda, eiginkona Andrzej Duda forseta, strunsaði beint fram hjá útréttri hendi Bandaríkjaforseta við opinbera athöfn í dag. Handabönd Trump við þjóðarleiðtoga sem hann hefur hitt hafa vakið mikla athygli. Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, virtist ekki vita hvaðan á hann stóð veðrið eftir maraþonhandaband við Trump í Hvíta húsinu fyrr á árinu. Emmanuel Macron, nýkjörinn forseti Frakklands, tók sérstaklega á honum stóra sínum þegar hann tók í hönd Trump til að gefa honum ekkert eftir.via GIPHYEkki er víst hvort að pólska forsetafrúin hafi vísvitandi snuprað Trump þegar hún gekk fram hjá honum og tók frekar í hönd Melaniu eiginkonu hans eða hvort um einfaldan misskilning um hver átti að taka í spaðann á hverjum hafi verið að ræða. Niðurstaðan var þó fremur pínlega fyrir Bandaríkjaforseta, ekki síst eftir að myndskeið af augnablikinu fóru sem eldur í sinu um netheima.Í myndbandinu fyrir neðan má sjá vandræðalega augnablikið þegar Trump ætlar að taka í hönd Agötu Kornhauser-Duda. Uppfært klukkan 22:04 Nýtt og lengra myndskeið sett inn þar sem sést að forsetafrúin tók í hönd Trump eftir augnablikið vandræðalega sem fréttin fjallar um.
Donald Trump Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Sjá meira