Sagði svo oft „akkúrat“ í símann Guðný Hrönn skrifar 8. júlí 2017 10:00 Sigrún Guðný er himinlifandi með hvernig verslunarrýmið þróaðist. Vísir/Anton Brink Nýverið var hönnunarverslunin Akkúrat opnuð í Aðalstræti í samvinnu við Hönnunarmiðstöð. Það sem vekur sérstaka athygli þeirra sem koma inn í verslunina er hversu skemmtilega búðin er innréttuð enda er rýmið prýtt dásamlegu gólfteppi svo dæmi sé tekið. Á bak við Akkúrat Stúdíó ehf. standa Sigrún Guðný Markúsdóttir og Döðlur en Sigrún hefur áralanga reynslu af verslunar- og fyrirtækjarekstri í hönnunargeiranum og teymið hjá Döðlum hefur náð langt á sviði hönnunar á skömmum tíma. Fyrirtækið sá til að mynda um hönnun ODDSSON ho(s)tel. Sigrún segir sig, Daníel og Hörð hjá Döðlum skipa skothelt teymi. „Þegar Hönnunarmiðstöð Íslands auglýsti plássið þá var ég með ákveðna hugmynd í kollinum. Mig langaði að sækja um að opna verslun með íslenskri og norrænni hönnun í rýminu og vissi að ég vildi fá Döðlur með mér í lið. Við Danni þekkjumst frá því í gamla daga en við vorum að vinna saman í Gallerí Sautján og erum í dag góðir vinir,“ segir Sigrún.Fölbleiki liturinn er áberandi í Akkúrat.VÍSIR/ANTON BRINK„Við erum með svipaðan smekk og ég vissi að ef ég færi út í þetta verkefni þá myndi ég vilja vinna með Döðlum. Við byrjuðum á að setjast niður og kasta fram hugmyndum. Við kynntum þetta svo fyrir Hönnunarmiðstöð í fyrstu og annarri umferð. Svo kom í ljós að við fengum plássið,“ segir Sigrún sem er einstaklega þakklát Hönnunarmiðstöð Íslands fyrir tækifærið og traustið. „Við erum afar stolt og þakklát fyrir að Akkúrat-hugmyndin okkar var valin úr mörgum flottum umsóknum. Þannig að við erum mjög einbeitt í því að gera vel og vera flottur gluggi fyrir rjómann af íslenskri hönnun,“ útskýrir Sigrún. Í verslun Akkúrat er að finna fjölbreytta hönnun þar sem íslensk sköpun er í aðalhlutverki.„Það er mjög vandlega valið inn í búðina, öll litaþemu og hvernig allt passar saman er úthugsað og hefur tekið marga mánuði í undirbúningi. Ég myndi segja að við séum með um það bil 70% íslenska hönnun. Svo er restin frá öðrum norrænum þjóðum.“ Sigrún er himinlifandi yfir útkomunni nú þegar öll vinnan hefur skilað sér. „Við erum ofboðslega ánægð. Það er gaman að sjá allt smella svona vel saman því við erum búin að vera að vinna að þessu hörðum höndum í marga mánuði.“Allt til sölu nema starfsfólkið Spurð út í stílinn sem einkennir rýmið segir Sigrún: „Þetta er bara akkúrat stíllinn okkar. Við vorum samstíga og leyfðum þessu að þróast. Í fyrstu var ætlunin að hafa meiri liti í innréttingunum en það þróaðist svo út í það að hafa þetta bara ofboðslega „clean“ og hlutlaust. Réttu litirnir voru fundnir og okkur þykir þeir tóna einstaklega vel saman,“ segir Sigrún um litavalið en það samanstendur af fölgrábleikum, grábláum og dröppuðum lit meðal annars. „Teppið á gólfinu bindur svo rýmið saman og perurnar í loftinu setja einstaklega skemmtilegan svip á búðina, en þær voru pantaðar að utan.“Akkúrat er á besta stað í bænum, í Aðalstræti.VÍSIR/ANTON BRINK„Allar innréttingar eru hannaðar frá grunni af Döðlum inn í rýmið. Þetta er grind sem hægt er að breyta, við vildum nefnilega hafa möguleika á að breyta rýminu reglulega þannig að það á alltaf að vera upplifun að koma inn. Svo eru öll húsgögn frá íslenskum hönnuðum inni í rýminu líka og það er í raun allt til sölu, nema starfsfólkið!“ Aðspurð hvort það sé eitthvað sem hún er sérstaklega ánægð með í tengslum við Akkúrat kveðst Sigrún vera ánægð með allt Akkúrat „conceptið“ í heild. „Ég er bara ofboðslega ánægð með þróunina á „brandinu“, með nafnið og lógóið okkar sem dæmi, það finnst mér einstaklega flott og vel úthugsað, en það hannaði Höddi í Döðlum. Það er þessi þríhyrningur sem hægt er að leika sér með. Og formið myndar alla stafina í orðinu „akkúrat“. Og nafnið á búðinni, Akkúrat, kemur þannig til að í fyrsta samtalinu okkar Danna sem við áttum um búðina þá töluðum við saman í síma. Og þá sagði ég víst svo oft „akkúrat“, og þá var nafnið sem sagt komið,“ útskýrir Sigrún og hlær. Þess má geta að formleg opnun Akkúrat verður haldin í dag á milli klukkan 15:00 og 18:00. Hér fyrir neðan má fletta myndasafni með fleiri myndum úr versluninni. Tíska og hönnun Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Nýverið var hönnunarverslunin Akkúrat opnuð í Aðalstræti í samvinnu við Hönnunarmiðstöð. Það sem vekur sérstaka athygli þeirra sem koma inn í verslunina er hversu skemmtilega búðin er innréttuð enda er rýmið prýtt dásamlegu gólfteppi svo dæmi sé tekið. Á bak við Akkúrat Stúdíó ehf. standa Sigrún Guðný Markúsdóttir og Döðlur en Sigrún hefur áralanga reynslu af verslunar- og fyrirtækjarekstri í hönnunargeiranum og teymið hjá Döðlum hefur náð langt á sviði hönnunar á skömmum tíma. Fyrirtækið sá til að mynda um hönnun ODDSSON ho(s)tel. Sigrún segir sig, Daníel og Hörð hjá Döðlum skipa skothelt teymi. „Þegar Hönnunarmiðstöð Íslands auglýsti plássið þá var ég með ákveðna hugmynd í kollinum. Mig langaði að sækja um að opna verslun með íslenskri og norrænni hönnun í rýminu og vissi að ég vildi fá Döðlur með mér í lið. Við Danni þekkjumst frá því í gamla daga en við vorum að vinna saman í Gallerí Sautján og erum í dag góðir vinir,“ segir Sigrún.Fölbleiki liturinn er áberandi í Akkúrat.VÍSIR/ANTON BRINK„Við erum með svipaðan smekk og ég vissi að ef ég færi út í þetta verkefni þá myndi ég vilja vinna með Döðlum. Við byrjuðum á að setjast niður og kasta fram hugmyndum. Við kynntum þetta svo fyrir Hönnunarmiðstöð í fyrstu og annarri umferð. Svo kom í ljós að við fengum plássið,“ segir Sigrún sem er einstaklega þakklát Hönnunarmiðstöð Íslands fyrir tækifærið og traustið. „Við erum afar stolt og þakklát fyrir að Akkúrat-hugmyndin okkar var valin úr mörgum flottum umsóknum. Þannig að við erum mjög einbeitt í því að gera vel og vera flottur gluggi fyrir rjómann af íslenskri hönnun,“ útskýrir Sigrún. Í verslun Akkúrat er að finna fjölbreytta hönnun þar sem íslensk sköpun er í aðalhlutverki.„Það er mjög vandlega valið inn í búðina, öll litaþemu og hvernig allt passar saman er úthugsað og hefur tekið marga mánuði í undirbúningi. Ég myndi segja að við séum með um það bil 70% íslenska hönnun. Svo er restin frá öðrum norrænum þjóðum.“ Sigrún er himinlifandi yfir útkomunni nú þegar öll vinnan hefur skilað sér. „Við erum ofboðslega ánægð. Það er gaman að sjá allt smella svona vel saman því við erum búin að vera að vinna að þessu hörðum höndum í marga mánuði.“Allt til sölu nema starfsfólkið Spurð út í stílinn sem einkennir rýmið segir Sigrún: „Þetta er bara akkúrat stíllinn okkar. Við vorum samstíga og leyfðum þessu að þróast. Í fyrstu var ætlunin að hafa meiri liti í innréttingunum en það þróaðist svo út í það að hafa þetta bara ofboðslega „clean“ og hlutlaust. Réttu litirnir voru fundnir og okkur þykir þeir tóna einstaklega vel saman,“ segir Sigrún um litavalið en það samanstendur af fölgrábleikum, grábláum og dröppuðum lit meðal annars. „Teppið á gólfinu bindur svo rýmið saman og perurnar í loftinu setja einstaklega skemmtilegan svip á búðina, en þær voru pantaðar að utan.“Akkúrat er á besta stað í bænum, í Aðalstræti.VÍSIR/ANTON BRINK„Allar innréttingar eru hannaðar frá grunni af Döðlum inn í rýmið. Þetta er grind sem hægt er að breyta, við vildum nefnilega hafa möguleika á að breyta rýminu reglulega þannig að það á alltaf að vera upplifun að koma inn. Svo eru öll húsgögn frá íslenskum hönnuðum inni í rýminu líka og það er í raun allt til sölu, nema starfsfólkið!“ Aðspurð hvort það sé eitthvað sem hún er sérstaklega ánægð með í tengslum við Akkúrat kveðst Sigrún vera ánægð með allt Akkúrat „conceptið“ í heild. „Ég er bara ofboðslega ánægð með þróunina á „brandinu“, með nafnið og lógóið okkar sem dæmi, það finnst mér einstaklega flott og vel úthugsað, en það hannaði Höddi í Döðlum. Það er þessi þríhyrningur sem hægt er að leika sér með. Og formið myndar alla stafina í orðinu „akkúrat“. Og nafnið á búðinni, Akkúrat, kemur þannig til að í fyrsta samtalinu okkar Danna sem við áttum um búðina þá töluðum við saman í síma. Og þá sagði ég víst svo oft „akkúrat“, og þá var nafnið sem sagt komið,“ útskýrir Sigrún og hlær. Þess má geta að formleg opnun Akkúrat verður haldin í dag á milli klukkan 15:00 og 18:00. Hér fyrir neðan má fletta myndasafni með fleiri myndum úr versluninni.
Tíska og hönnun Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira