Mesti skellurinn vegna komu Costco hafi verið í júnímánuði Kristinn Ingi Jónsson skrifar 8. júlí 2017 06:00 Innkoma bandaríska risans Costco á íslenskan markað hefur valdið titringi á meðal heild- og smásala. Verslun Costco var opnuð 23. maí síðastliðinn í Kauptúni í Garðabæ. vísir/eyþór Íslenskir kaupmenn hafa sannarlega fundið fyrir áhrifum af innkomu bandaríska smásölurisans Costco á hérlendan smásölumarkað en misjafnt er hve mikil áhrifin hafa verið. Velta nær allra matvöruverslana á höfuðborgarsvæðinu hefur dregist saman eftir að Costco opnaði verslun sína í Garðabæ undir lok maímánaðar, mest hjá stóru matvörukeðjunum, en viðmælendur Fréttablaðsins telja að áhrif Costco muni fara dvínandi eftir því sem líður á árið. Mesti skellurinn hafi verið í júní.Jón Gerald Sullenberger, kaupmaður í KostiÍ nýju verðmati hagfræðideildar Landsbankans er bent á að í ljósi vaxandi einkaneyslu hér á landi sé ekki hægt að ganga út frá því að velta Costco dragist öll frá veltu þeirra verslana sem fyrir eru á markaðinum. Þó leiki ekki vafi á því að Costco hafi tekið til sín stóran hluta af markaðinum. Aukin samkeppni og sterkari króna, sem hefur þrýst verði á dagvöru niður, hafi einnig haft áhrif á rekstur verslananna. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá varð meiri samdráttur í sölu í verslunum Haga í júní en fjárfestar bjuggust við. Dróst salan saman um 8,5 prósent í krónum talið í mánuðinum að teknu tilliti til aflagðrar starfsemi. „Við höfum fundið fyrir áhrifunum af komu Costco, eins og allir aðrir, en ekki í eins miklum mæli og stóru verslanakeðjurnar,“ segir Eiríkur Sigurðsson, eigandi matvöruverslunarinnar Víðis. Costco sé risastórt félag og mikil viðbót við íslenska smásölumarkaðinn og því sé ekki skrýtið að önnur félög á markaðinum finni fyrir áhrifunum. Eiríkur segir að sala í Víði hafi dregist örlítið saman í júnímánuði en samdrátturinn sé þó ekki neitt í líkingu við samdráttinn hjá stóru verslanakeðjunum. „Þetta er bara eins og allt annað: Þú verður að standa þig í samkeppninni og gera eins vel og þú getur,“ segir hann. „Við áttum ágætis júnímánuð og hann var í samræmi við áætlanir okkar,“ segir Jón Björnsson, forstjóri Festar, sem rekur meðal annars verslanir undir merkjum Krónunnar, Elko og Kjarvals. Jón Gerald Sullenberger, eigandi matvöruverslunarinnar Kosts, segir ljóst að allar verslanir hafi fundið fyrir áhrifunum af komu Costco. Kostur sé þar engin undantekning. „Það er ekki við öðru að búast þegar markaðurinn hér á landi er ekki stærri en þetta,“ segir hann. Jón Gerald segir að Kostur hafi skapað sér sérstöðu á markaðinum með því að leggja mikla áherslu á amerískar vörur. „Við höldum okkar sérstöðu og vonum að með því að sinna viðskiptavininum haldi hann áfram að koma til okkar.“ Verslunin hafi gripið til ýmissa aðgerða til þess að bregðast við breyttu samkeppnisumhverfi. „Við höfum til dæmis dregið úr starfsmannahaldi og minnkað launakostnað, sem er mjög dýr. Við höfum einnig farið að bjóða upp á minni pakkningar og aukið vöruúrval, því það er mjög takmarkað hjá Costco, sér í lagi í matvörunni. Við leggjum líka mikla áherslu á amerískar vörur og teljum okkur auk þess vera leiðandi í því að bjóða upp á ferskasta grænmetið og ferskustu ávextina,“ segir Jón Gerald og tekur dæmi: „Það hefur mikið verið talað um jarðarberin í Costco. Við höfum selt þessi nákvæmlegu sömu ber í fimm eða næstum sex ár. Þannig að það er í sjálfu sér engin nýjung.“ Costco Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Tengdar fréttir Markaðsvirði Haga minnkaði um 2 milljarða Gengi hlutabréfa í Högum lækkaði um 4,26 prósent í 672 milljón króna viðskiptum í Kauphöll Íslands í dag. 6. júlí 2017 16:24 Tekjur Haga minnkuðu um 8,5 prósent fyrsta mánuðinn eftir opnun Costco Sala í verslunum smásölurisans Haga dróst saman um 8,5 prósent í júnímánuði í krónum talið miðað við sama tímabil í fyrra að teknu tilliti til aflagðrar starfsemi. Þá minnkaði framlegð samstæðunnar um 0,4 prósentustig á milli ára. 5. júlí 2017 19:18 Meiri samdráttur en búist var við Meiri samdráttur varð í sölu í verslunum smásölurisans Haga í júnímánuði en fjárfestar bjuggust við. Afkomuviðvörunin, sem félagið sendi frá sér á fimmtudagskvöld, kom þeim í opna skjöldu, en til marks um það lækkuðu hlutabréf félagsins um 4,26 prósent í 672 milljóna króna viðskiptum í gær. 7. júlí 2017 09:30 Mest lesið Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Eyjólfur Árni hættir hjá SA Viðskipti innlent Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Jón Ólafur í framboði til formanns SA Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira
Íslenskir kaupmenn hafa sannarlega fundið fyrir áhrifum af innkomu bandaríska smásölurisans Costco á hérlendan smásölumarkað en misjafnt er hve mikil áhrifin hafa verið. Velta nær allra matvöruverslana á höfuðborgarsvæðinu hefur dregist saman eftir að Costco opnaði verslun sína í Garðabæ undir lok maímánaðar, mest hjá stóru matvörukeðjunum, en viðmælendur Fréttablaðsins telja að áhrif Costco muni fara dvínandi eftir því sem líður á árið. Mesti skellurinn hafi verið í júní.Jón Gerald Sullenberger, kaupmaður í KostiÍ nýju verðmati hagfræðideildar Landsbankans er bent á að í ljósi vaxandi einkaneyslu hér á landi sé ekki hægt að ganga út frá því að velta Costco dragist öll frá veltu þeirra verslana sem fyrir eru á markaðinum. Þó leiki ekki vafi á því að Costco hafi tekið til sín stóran hluta af markaðinum. Aukin samkeppni og sterkari króna, sem hefur þrýst verði á dagvöru niður, hafi einnig haft áhrif á rekstur verslananna. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá varð meiri samdráttur í sölu í verslunum Haga í júní en fjárfestar bjuggust við. Dróst salan saman um 8,5 prósent í krónum talið í mánuðinum að teknu tilliti til aflagðrar starfsemi. „Við höfum fundið fyrir áhrifunum af komu Costco, eins og allir aðrir, en ekki í eins miklum mæli og stóru verslanakeðjurnar,“ segir Eiríkur Sigurðsson, eigandi matvöruverslunarinnar Víðis. Costco sé risastórt félag og mikil viðbót við íslenska smásölumarkaðinn og því sé ekki skrýtið að önnur félög á markaðinum finni fyrir áhrifunum. Eiríkur segir að sala í Víði hafi dregist örlítið saman í júnímánuði en samdrátturinn sé þó ekki neitt í líkingu við samdráttinn hjá stóru verslanakeðjunum. „Þetta er bara eins og allt annað: Þú verður að standa þig í samkeppninni og gera eins vel og þú getur,“ segir hann. „Við áttum ágætis júnímánuð og hann var í samræmi við áætlanir okkar,“ segir Jón Björnsson, forstjóri Festar, sem rekur meðal annars verslanir undir merkjum Krónunnar, Elko og Kjarvals. Jón Gerald Sullenberger, eigandi matvöruverslunarinnar Kosts, segir ljóst að allar verslanir hafi fundið fyrir áhrifunum af komu Costco. Kostur sé þar engin undantekning. „Það er ekki við öðru að búast þegar markaðurinn hér á landi er ekki stærri en þetta,“ segir hann. Jón Gerald segir að Kostur hafi skapað sér sérstöðu á markaðinum með því að leggja mikla áherslu á amerískar vörur. „Við höldum okkar sérstöðu og vonum að með því að sinna viðskiptavininum haldi hann áfram að koma til okkar.“ Verslunin hafi gripið til ýmissa aðgerða til þess að bregðast við breyttu samkeppnisumhverfi. „Við höfum til dæmis dregið úr starfsmannahaldi og minnkað launakostnað, sem er mjög dýr. Við höfum einnig farið að bjóða upp á minni pakkningar og aukið vöruúrval, því það er mjög takmarkað hjá Costco, sér í lagi í matvörunni. Við leggjum líka mikla áherslu á amerískar vörur og teljum okkur auk þess vera leiðandi í því að bjóða upp á ferskasta grænmetið og ferskustu ávextina,“ segir Jón Gerald og tekur dæmi: „Það hefur mikið verið talað um jarðarberin í Costco. Við höfum selt þessi nákvæmlegu sömu ber í fimm eða næstum sex ár. Þannig að það er í sjálfu sér engin nýjung.“
Costco Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Tengdar fréttir Markaðsvirði Haga minnkaði um 2 milljarða Gengi hlutabréfa í Högum lækkaði um 4,26 prósent í 672 milljón króna viðskiptum í Kauphöll Íslands í dag. 6. júlí 2017 16:24 Tekjur Haga minnkuðu um 8,5 prósent fyrsta mánuðinn eftir opnun Costco Sala í verslunum smásölurisans Haga dróst saman um 8,5 prósent í júnímánuði í krónum talið miðað við sama tímabil í fyrra að teknu tilliti til aflagðrar starfsemi. Þá minnkaði framlegð samstæðunnar um 0,4 prósentustig á milli ára. 5. júlí 2017 19:18 Meiri samdráttur en búist var við Meiri samdráttur varð í sölu í verslunum smásölurisans Haga í júnímánuði en fjárfestar bjuggust við. Afkomuviðvörunin, sem félagið sendi frá sér á fimmtudagskvöld, kom þeim í opna skjöldu, en til marks um það lækkuðu hlutabréf félagsins um 4,26 prósent í 672 milljóna króna viðskiptum í gær. 7. júlí 2017 09:30 Mest lesið Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Eyjólfur Árni hættir hjá SA Viðskipti innlent Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Jón Ólafur í framboði til formanns SA Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira
Markaðsvirði Haga minnkaði um 2 milljarða Gengi hlutabréfa í Högum lækkaði um 4,26 prósent í 672 milljón króna viðskiptum í Kauphöll Íslands í dag. 6. júlí 2017 16:24
Tekjur Haga minnkuðu um 8,5 prósent fyrsta mánuðinn eftir opnun Costco Sala í verslunum smásölurisans Haga dróst saman um 8,5 prósent í júnímánuði í krónum talið miðað við sama tímabil í fyrra að teknu tilliti til aflagðrar starfsemi. Þá minnkaði framlegð samstæðunnar um 0,4 prósentustig á milli ára. 5. júlí 2017 19:18
Meiri samdráttur en búist var við Meiri samdráttur varð í sölu í verslunum smásölurisans Haga í júnímánuði en fjárfestar bjuggust við. Afkomuviðvörunin, sem félagið sendi frá sér á fimmtudagskvöld, kom þeim í opna skjöldu, en til marks um það lækkuðu hlutabréf félagsins um 4,26 prósent í 672 milljóna króna viðskiptum í gær. 7. júlí 2017 09:30