Trump segir stórkostlegan viðskiptasamning við Breta í bígerð Heimir Már Pétursson skrifar 8. júlí 2017 13:21 Theresa May og Donald Trump takast hér í hendur á fundinum í dag. Vísir/getty Leiðtogar G20-fundarins í Hamborg hafa náð saman um allt í yfirlýsingu fundarins nema loftlagsmálin þar sem Bandaríkjaforseti þrýstir á ákvæði um notkun jarðefnaeldsneytis. Forsetinn segir öflugan viðskiptasamning við Breta í burðarliðnum og gengið verði frá honum bráðlega. Mjög róstursamt hefur verið í Hamborg í Þýskalandi vegna leiðtogafundarins. Mótmælendur hafa hindrað umferð um götur eins nálægt fundarstaðnum og þeir geta með því að setjast þvert yfir þær eða með því að kveikja elda. Á annan tug bifreiða voru brenndar í gær og fyrrinótt en fjölmennt lögreglulið hefur meðal annars beitt öflugum vatnsbyssum á mótmælendur. Á annað hundrað manns hafa slasast í átökum mótmælenda og lögreglu og hátt í hundrað manns verið handteknir. Í morgun leitaði lögregla að vopnum á mótmælendum í búðum þeirra í Altona almenningsgarðinum. Leiðtogarnir hafa notað tækifærið og átt fjölmarga hliðarfundi með öðrum leiðtogum. Angela Merkel kanslari Þýskalands, Vladimir Putin forseti Rússlands og Emmanuel Macron forseti Frakklands funduðu í morgun um ástandið í austurhluta Úkraínu og sammældust um að koma þyrfti á vopnahléi þar á grundvelli Minsk-friðarsamkomulagsins. Donald Trump Bandaríkjaforseti og Theresa May forsætisráðherra Bretlands áttu tvíhliða viðræður og mættu leiðtogarnir með all stóran hóp með sér eins og viðskiptaráðherra landanna. Trump sagði viðræður þeirra hafa verið stórkostlegar og engin lönd hefðu í langan tíma staðið nær hvort öðru en Bandaríkin og Bretland. Hann og May væru að vinna að viðskiptasamningi milli ríkjanna, sem yrði mjög, mjög stór og öflugur, frábær fyrir bæði ríkin og hann teldi að samningurinn yrði mjög fljótlega að veruleika. Bretar geta hins vegar ekki gert fríverslunarsamninga við önnur ríki á meðan þeir eru enn innan Evrópusambandsins þar sem sambandið fer með samningsumboð aðildarríkjanna. En ef Bandaríkin og Bretland ná að gera samning fyrr sem ekki tæki gildi fyrr en að lokinni útgöngu gæti slíkur samningur reynst May tromp í samningum við Evrópusambandið um aðgang að innri markaði þess eftir útgönguna. Donald Trump Tengdar fréttir Sammæltust um nauðsyn friðar í Úkraínu Leiðtogafundi 19 helstu iðnríkja heims og Evrópusambandsins, G20, verður framhaldið í Hamborg í Þýskalandi í dag. 8. júlí 2017 09:23 Á annað hundrað slasaðir og tugir handteknir vegna leiðtogafundar Hátt á annað hundrað manns hafa slasast í pústrum mótmælenda og lögreglu í vegna leiðtogafundar helstu iðnríkja heims í Hamborg og tugir manna hafa verið handteknir. Forsetar Rússlands og Bandaríkjanna hittust í fyrsta skipti á fundi í dag og sagði Trump hann og Putin hafa mikið að ræða og það væri heiður að hitta Rússlandsforseta. 7. júlí 2017 19:15 Þrýsta á Trump að skipta um skoðun „Parísarsáttmálinn er til marks um mikilvæga samstöðu sem náðist ekki auðveldlega. Við megum ekki tapa henni auðveldlega.“ 7. júlí 2017 14:49 Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Sjá meira
Leiðtogar G20-fundarins í Hamborg hafa náð saman um allt í yfirlýsingu fundarins nema loftlagsmálin þar sem Bandaríkjaforseti þrýstir á ákvæði um notkun jarðefnaeldsneytis. Forsetinn segir öflugan viðskiptasamning við Breta í burðarliðnum og gengið verði frá honum bráðlega. Mjög róstursamt hefur verið í Hamborg í Þýskalandi vegna leiðtogafundarins. Mótmælendur hafa hindrað umferð um götur eins nálægt fundarstaðnum og þeir geta með því að setjast þvert yfir þær eða með því að kveikja elda. Á annan tug bifreiða voru brenndar í gær og fyrrinótt en fjölmennt lögreglulið hefur meðal annars beitt öflugum vatnsbyssum á mótmælendur. Á annað hundrað manns hafa slasast í átökum mótmælenda og lögreglu og hátt í hundrað manns verið handteknir. Í morgun leitaði lögregla að vopnum á mótmælendum í búðum þeirra í Altona almenningsgarðinum. Leiðtogarnir hafa notað tækifærið og átt fjölmarga hliðarfundi með öðrum leiðtogum. Angela Merkel kanslari Þýskalands, Vladimir Putin forseti Rússlands og Emmanuel Macron forseti Frakklands funduðu í morgun um ástandið í austurhluta Úkraínu og sammældust um að koma þyrfti á vopnahléi þar á grundvelli Minsk-friðarsamkomulagsins. Donald Trump Bandaríkjaforseti og Theresa May forsætisráðherra Bretlands áttu tvíhliða viðræður og mættu leiðtogarnir með all stóran hóp með sér eins og viðskiptaráðherra landanna. Trump sagði viðræður þeirra hafa verið stórkostlegar og engin lönd hefðu í langan tíma staðið nær hvort öðru en Bandaríkin og Bretland. Hann og May væru að vinna að viðskiptasamningi milli ríkjanna, sem yrði mjög, mjög stór og öflugur, frábær fyrir bæði ríkin og hann teldi að samningurinn yrði mjög fljótlega að veruleika. Bretar geta hins vegar ekki gert fríverslunarsamninga við önnur ríki á meðan þeir eru enn innan Evrópusambandsins þar sem sambandið fer með samningsumboð aðildarríkjanna. En ef Bandaríkin og Bretland ná að gera samning fyrr sem ekki tæki gildi fyrr en að lokinni útgöngu gæti slíkur samningur reynst May tromp í samningum við Evrópusambandið um aðgang að innri markaði þess eftir útgönguna.
Donald Trump Tengdar fréttir Sammæltust um nauðsyn friðar í Úkraínu Leiðtogafundi 19 helstu iðnríkja heims og Evrópusambandsins, G20, verður framhaldið í Hamborg í Þýskalandi í dag. 8. júlí 2017 09:23 Á annað hundrað slasaðir og tugir handteknir vegna leiðtogafundar Hátt á annað hundrað manns hafa slasast í pústrum mótmælenda og lögreglu í vegna leiðtogafundar helstu iðnríkja heims í Hamborg og tugir manna hafa verið handteknir. Forsetar Rússlands og Bandaríkjanna hittust í fyrsta skipti á fundi í dag og sagði Trump hann og Putin hafa mikið að ræða og það væri heiður að hitta Rússlandsforseta. 7. júlí 2017 19:15 Þrýsta á Trump að skipta um skoðun „Parísarsáttmálinn er til marks um mikilvæga samstöðu sem náðist ekki auðveldlega. Við megum ekki tapa henni auðveldlega.“ 7. júlí 2017 14:49 Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Sjá meira
Sammæltust um nauðsyn friðar í Úkraínu Leiðtogafundi 19 helstu iðnríkja heims og Evrópusambandsins, G20, verður framhaldið í Hamborg í Þýskalandi í dag. 8. júlí 2017 09:23
Á annað hundrað slasaðir og tugir handteknir vegna leiðtogafundar Hátt á annað hundrað manns hafa slasast í pústrum mótmælenda og lögreglu í vegna leiðtogafundar helstu iðnríkja heims í Hamborg og tugir manna hafa verið handteknir. Forsetar Rússlands og Bandaríkjanna hittust í fyrsta skipti á fundi í dag og sagði Trump hann og Putin hafa mikið að ræða og það væri heiður að hitta Rússlandsforseta. 7. júlí 2017 19:15
Þrýsta á Trump að skipta um skoðun „Parísarsáttmálinn er til marks um mikilvæga samstöðu sem náðist ekki auðveldlega. Við megum ekki tapa henni auðveldlega.“ 7. júlí 2017 14:49