Valtteri Bottas vann í Austurríki Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 9. júlí 2017 13:27 Valtteri Bottas ók gríðarlega vel í Austurríki. Vísir/Getty Valtteri Bottas á Mercedes vann austurríska kappaksturinn. Sebastian Vettel á Ferrari varð annar eftir harða baráttu við Bottas. Daniel Ricciardo á Red Bull varð þriðji. Hamilton gerði grjótharða atlögu að verðlaunasætinu en varnarakstur Ricciardo skilaði Red Bull verðlaunasæti á heimavelli. Munurinn á Hamilton og Vettel er 20 stig í heimsmeistarakeppni ökumanna Vettel í vil. Bottas átti frábæra ræsingu, hann hreinlega stakk af. Á sama tíma vann Hamilton sig upp um tvö sæti og Raikkonen tapaði tveimur sætum til Ricciardo og Romain Grosjean. Max Verstappen féll úr leik strax á fyrsta hring, sama var upp á teningnum hjá Fernando Alonso. Daniil Kvyat keyrði á Alonso og bíll Alonso skaust á Verstappen. Kvyat þurfti að aka einu sinni í gegnum þjónustusvæðið í refsiskyni fyrir aksturslag sitt. Vettel var fljótur í talstöðina til að segja Charlie Whiting, keppnisstjóra Formúlu 1 að hann teldi Bottas hafa þjófstartað. Dómarar keppninnar tóku það til skoðunar. Ekkert var þó athugunarvert við ræsinguna hjá Bottas. Hamilton tókst að komast fram úr Sergio Perez á Force India og Romain Grosjean á Haas. Hann hóf þá að elta uppi Kimi Raikkonen á Ferrari bílnum. Slagurinn á milli þeirra harðnaði á 22. hring. Hamilton kíkti aðeins meðfram Raikkonen en efir það dró hann sig aðeins í hlé. Kevin Magnussen hætti keppni á 30. hring þegar glussakerfið virtist tæmast í bílnum hjá Dananum á Haas bílnum.Hamilton lágmarkaði skaðan vel eftir að hafa ræst í áttunda sæti endaði hann fjórði.Vísir/GettyHamilton kom inn á undan öllum fremstu mönnum á 31. hring og fékk últra-mjúk dekk undir. Ricciardo kom svo inn á 33. hring og fékk ofur-mjúk dekk undir. Vettel kom inn á 34. hring og gerði það sama. Bottas kom inn á 41. hring og fékk ofur-mjúk dekk undir Mercedes bílinn. Raikkonen tók við forystunni í keppninni. Bottas komst þó fram úr landa sínum á 44. hring. Raikkonen tók þjónustuhlé í kjölfarið. Ferrari menn sóttu á Mercedes menn í þegar um 20 hringir voru eftir af 71. Vettel sótti að Bottas í baráttu þeirra um fyrsta sæti og Raikkonen sótti á Hamilton í baráttu þeirra um fjórða sæti. Á meðan var Ricciardo í þriðja sæti á til þess að gera auðum sjó. Ricciardo fór þó að finna fyrir meiri pressu frá Hamilton á síðustu tíu hringjunum. Hamilton tókst að slíta sig frá Raikkonen. Á meðan var Vettel að sækja á Bottas og bilið komiðundir tvær sekúndur þegar fimm hringir voru eftir. Barátta sjóðhitnaði á síðustu tveimur hringjunum. En þrátt fyrir góðar tilraunir bæði frá Hamilton og Vettel breyttist staðan ekki. Formúla Tengdar fréttir Bottas: Markmiðið er að vinna á morgun Valtteri Bottas náði í sinn annan ráspól á ferlinum í Austurríki í dag. Finninn sýndi mátt sinn og meginn, hver sagði hvað eftir tímatökuna? 8. júlí 2017 15:00 Lewis Hamilton hraðastur á föstudegi Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á báðum æfingum dagsins fyrir Formúlu 1 kappaksturinn sem fram fer í Austurríki um helgina. Max Verstappen á Red Bull varð annar á fyrri æfingunni og Sebastian Vettel á Ferrari varð annar á seinni æfingunni. 7. júlí 2017 21:30 Valtteri Bottas á ráspól í Austurríki Valtteri Bottas á Mercedes náði ráspól í Austurríki. Sebastian Vettel á Ferrari varð annar og Lewis Hamilton á Mercedes þriðji en Hamilton ræsir áttundi vegna fimm sæta refsingar. 8. júlí 2017 12:52 Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Fleiri fréttir Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Valtteri Bottas á Mercedes vann austurríska kappaksturinn. Sebastian Vettel á Ferrari varð annar eftir harða baráttu við Bottas. Daniel Ricciardo á Red Bull varð þriðji. Hamilton gerði grjótharða atlögu að verðlaunasætinu en varnarakstur Ricciardo skilaði Red Bull verðlaunasæti á heimavelli. Munurinn á Hamilton og Vettel er 20 stig í heimsmeistarakeppni ökumanna Vettel í vil. Bottas átti frábæra ræsingu, hann hreinlega stakk af. Á sama tíma vann Hamilton sig upp um tvö sæti og Raikkonen tapaði tveimur sætum til Ricciardo og Romain Grosjean. Max Verstappen féll úr leik strax á fyrsta hring, sama var upp á teningnum hjá Fernando Alonso. Daniil Kvyat keyrði á Alonso og bíll Alonso skaust á Verstappen. Kvyat þurfti að aka einu sinni í gegnum þjónustusvæðið í refsiskyni fyrir aksturslag sitt. Vettel var fljótur í talstöðina til að segja Charlie Whiting, keppnisstjóra Formúlu 1 að hann teldi Bottas hafa þjófstartað. Dómarar keppninnar tóku það til skoðunar. Ekkert var þó athugunarvert við ræsinguna hjá Bottas. Hamilton tókst að komast fram úr Sergio Perez á Force India og Romain Grosjean á Haas. Hann hóf þá að elta uppi Kimi Raikkonen á Ferrari bílnum. Slagurinn á milli þeirra harðnaði á 22. hring. Hamilton kíkti aðeins meðfram Raikkonen en efir það dró hann sig aðeins í hlé. Kevin Magnussen hætti keppni á 30. hring þegar glussakerfið virtist tæmast í bílnum hjá Dananum á Haas bílnum.Hamilton lágmarkaði skaðan vel eftir að hafa ræst í áttunda sæti endaði hann fjórði.Vísir/GettyHamilton kom inn á undan öllum fremstu mönnum á 31. hring og fékk últra-mjúk dekk undir. Ricciardo kom svo inn á 33. hring og fékk ofur-mjúk dekk undir. Vettel kom inn á 34. hring og gerði það sama. Bottas kom inn á 41. hring og fékk ofur-mjúk dekk undir Mercedes bílinn. Raikkonen tók við forystunni í keppninni. Bottas komst þó fram úr landa sínum á 44. hring. Raikkonen tók þjónustuhlé í kjölfarið. Ferrari menn sóttu á Mercedes menn í þegar um 20 hringir voru eftir af 71. Vettel sótti að Bottas í baráttu þeirra um fyrsta sæti og Raikkonen sótti á Hamilton í baráttu þeirra um fjórða sæti. Á meðan var Ricciardo í þriðja sæti á til þess að gera auðum sjó. Ricciardo fór þó að finna fyrir meiri pressu frá Hamilton á síðustu tíu hringjunum. Hamilton tókst að slíta sig frá Raikkonen. Á meðan var Vettel að sækja á Bottas og bilið komiðundir tvær sekúndur þegar fimm hringir voru eftir. Barátta sjóðhitnaði á síðustu tveimur hringjunum. En þrátt fyrir góðar tilraunir bæði frá Hamilton og Vettel breyttist staðan ekki.
Formúla Tengdar fréttir Bottas: Markmiðið er að vinna á morgun Valtteri Bottas náði í sinn annan ráspól á ferlinum í Austurríki í dag. Finninn sýndi mátt sinn og meginn, hver sagði hvað eftir tímatökuna? 8. júlí 2017 15:00 Lewis Hamilton hraðastur á föstudegi Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á báðum æfingum dagsins fyrir Formúlu 1 kappaksturinn sem fram fer í Austurríki um helgina. Max Verstappen á Red Bull varð annar á fyrri æfingunni og Sebastian Vettel á Ferrari varð annar á seinni æfingunni. 7. júlí 2017 21:30 Valtteri Bottas á ráspól í Austurríki Valtteri Bottas á Mercedes náði ráspól í Austurríki. Sebastian Vettel á Ferrari varð annar og Lewis Hamilton á Mercedes þriðji en Hamilton ræsir áttundi vegna fimm sæta refsingar. 8. júlí 2017 12:52 Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Fleiri fréttir Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Bottas: Markmiðið er að vinna á morgun Valtteri Bottas náði í sinn annan ráspól á ferlinum í Austurríki í dag. Finninn sýndi mátt sinn og meginn, hver sagði hvað eftir tímatökuna? 8. júlí 2017 15:00
Lewis Hamilton hraðastur á föstudegi Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á báðum æfingum dagsins fyrir Formúlu 1 kappaksturinn sem fram fer í Austurríki um helgina. Max Verstappen á Red Bull varð annar á fyrri æfingunni og Sebastian Vettel á Ferrari varð annar á seinni æfingunni. 7. júlí 2017 21:30
Valtteri Bottas á ráspól í Austurríki Valtteri Bottas á Mercedes náði ráspól í Austurríki. Sebastian Vettel á Ferrari varð annar og Lewis Hamilton á Mercedes þriðji en Hamilton ræsir áttundi vegna fimm sæta refsingar. 8. júlí 2017 12:52
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti