Fótbolti

Zidane seldi soninn til Alavés

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Zidane-feðgarnir.
Zidane-feðgarnir. vísir/getty
Enzo Zidane, sonur Zinedine Zidane, knattspyrnustjóra Real Madrid, hefur verið seldur til Alavés. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við félagið.

Enzo, sem er elsti sonur Zidanes, er uppalinn hjá Real Madrid. Hann lék alls 78 leiki fyrir Castilla, varalið Real Madrid, og skoraði sjö mörk og gaf 15 stoðsendingar.

Enzo, sem er 22 ára, lék einn leik fyrir aðallið Real Madrid og skoraði í honum; 6-1 sigri á C-deildarliði Cultural Leonesa í spænska konungsbikarnum.

Alavés átti flott tímabil í vetur. Liðið lenti í 9. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar og komst í úrslit spænska konungsbikarsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×