Ævintýraferð Otto Warmbier til Norður-Kóreu endaði á versta veg Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. júní 2017 15:15 Otto Warmbier var í haldi yfirvalda í Norður-Kóreu í sautján mánuði. vísir/epa Bandaríkjamaðurinn Otto Warmbier var aðeins 22 ára þegar hann lést nú í gær en í síðustu viku sneri hann heim til Ohio í Bandaríkjunum eftir að hafa verið í haldi yfirvalda í Norður-Kóreu í sautján mánuði. Warmbier var ekki sami maðurinn og fjölskylda hans hafði þekkt þar sem hann hafði orðið fyrir alvarlegum heilaskaða og var búinn að vera í dái síðan í mars á síðasta ári. Þannig gat hann ekki talað, ekki hreyft sig og ekki tjáð sig. Yfirvöld í Norður-Kóreu sögðu Warmbier hafa orðið fyrir bótúlíneitrun en læknarnir hans í Bandaríkjunum fundu engin ummerki um slíka eitrun. Þeir töldu dá hans tilkomið vegna viðvarandi súrefnisskorts og skorti á blóðflæði til heilans. En hver var Warmbier, hvað var hann að gera í Norður-Kóreu og hvers vegna var hann handtekinn?Afburðanámsmaður og „frábær gaur“ Otto Warmbier fæddist í Cincinatti í Ohio en foreldrar hans heita Cindy og Fred. Hann var afburðanámsmaður og útskrifaðist frá gagnfræðiskólanum í Wyoming árið 2013. Hann fékk styrk til að hefja nám í Virginíu-háskóla og lagði þar stund á viðskipti og hagfræði. Þá var hann meðlimur í Theta Chi-bræðralaginu. Warmbier átti að útskrifast núna í maí en af því varð ekki þar sem hann var enn í Norður-Kóreu en þangað hafði hann farið í frí með hópi ungs fólks í lok desember 2015. Ferðaþjónustufyrirtækið sem hann fór með sérhæfir sig í ferðum á framandi slóðir sem fólk myndi vanalega ekki fara til á eigin vegum. „Hann var alveg frábær gaur,“ sagði Danny Grotton, herbergisfélagi hans í Norður-Kóreu, í samtali við Washington Post og bætti við: „Ég kynntist Otto mjög vel og hann var mjög þroskaður miðað við aldur.“Handtekinn fyrirr að stela pólitísku veggspjaldi Ferðin til Norður-Kóreu átti að vara í fimm daga og í kjölfarið ætlaði Warmbier til Beijing í Kína. Hann komst hins vegar aldrei þangað þar sem hann var handtekinn á flugvellinum í Pyongyang þann 2. janúar 2016. Yfirvöld í Norður-Kóreu sögðu að hann hefði verið handtekinn vegna þess að hann hefði farið á svæði á hótelinu sem hann dvaldi á sem var lokað ferðamönnum og stolið þaðan pólitísku veggspjaldi. Warmbier kom svo næst fyrir sjónir heimsins í myndbandi sem norður-kóresk yfirvöld birtu í febrúar 2016. Í myndbandinu játaði Warmbier glæpinn, grátbað um fyrirgefningu og að hann yrði látinn laus úr haldi en ekki er vitað hvort þessi játning hans hafi verið þvinguð fram eða ekki.Dæmdur í 15 ára þrælkunarvinnu Í mars 2016 var Warmbier dæmdur í 15 ára þrælkunarvinnu fyrir glæpinn sem hann átti að hafa framið. Hann var alls í sautján mánuði í haldi yfirvalda í Norður-Kóreu en í byrjun júní tilkynnti Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að Warmbier yrði látinn laus eftir samningaviðræður ríkjanna þar um. Það var svo þann 13. júní síðastliðinn sem Warmbier var látinn laus úr haldi og flogið með sjúkraflugi heim til Bandaríkjanna. Hann lést svo tæpri viku síðar en líklega mun aldrei fást skýrt svar við því hvers vegna ástand hans varð svo bágborið á meðan hann var í haldi norður-kóreskra yfirvalda. „Því miður þá leiddi hin hræðilega meðferð sem sonur okkar hlaut í Norður-Kóreu til þess að endalokin gátu ekki orðið önnur en þau urðu í dag,“ sagði fjölskylda Warmbier í yfirlýsingu í gær.Byggt á umfjöllun CNN og BBC. Norður-Kórea Tengdar fréttir Trump fordæmir stjórnvöld Norður-Kóreu vegna andláts Warmbier Donald Trump forseti Bandaríkjanna segir stjórnvöld Norður Kóreu „hrottaleg“ í kjölfar frétta af andláti Otto Warmbier. Þá vottaði forsetinn fjölskyldu Warmbier einnig samúð sína. 19. júní 2017 23:18 Otto Warmbier er látinn Bandaríski námsmaðurinn Otto Warmbier, sem var sleppt úr haldi norður-kóreskra stjórnvalda í síðustu viku, eftir að hafa verið dæmdur í fimmtán ára nauðungarvinnu, er látinn. 19. júní 2017 20:44 Warmbier varð fyrir alvarlegum heilaskaða í haldi Norður-Kóreumanna Læknar Otto Warmbier sem Norður-Kóreumenn slepptu nýlega í dái segja að hann hafi hlotið alvarlegan heilaskaða. 15. júní 2017 21:41 Mest lesið Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Otto Warmbier var aðeins 22 ára þegar hann lést nú í gær en í síðustu viku sneri hann heim til Ohio í Bandaríkjunum eftir að hafa verið í haldi yfirvalda í Norður-Kóreu í sautján mánuði. Warmbier var ekki sami maðurinn og fjölskylda hans hafði þekkt þar sem hann hafði orðið fyrir alvarlegum heilaskaða og var búinn að vera í dái síðan í mars á síðasta ári. Þannig gat hann ekki talað, ekki hreyft sig og ekki tjáð sig. Yfirvöld í Norður-Kóreu sögðu Warmbier hafa orðið fyrir bótúlíneitrun en læknarnir hans í Bandaríkjunum fundu engin ummerki um slíka eitrun. Þeir töldu dá hans tilkomið vegna viðvarandi súrefnisskorts og skorti á blóðflæði til heilans. En hver var Warmbier, hvað var hann að gera í Norður-Kóreu og hvers vegna var hann handtekinn?Afburðanámsmaður og „frábær gaur“ Otto Warmbier fæddist í Cincinatti í Ohio en foreldrar hans heita Cindy og Fred. Hann var afburðanámsmaður og útskrifaðist frá gagnfræðiskólanum í Wyoming árið 2013. Hann fékk styrk til að hefja nám í Virginíu-háskóla og lagði þar stund á viðskipti og hagfræði. Þá var hann meðlimur í Theta Chi-bræðralaginu. Warmbier átti að útskrifast núna í maí en af því varð ekki þar sem hann var enn í Norður-Kóreu en þangað hafði hann farið í frí með hópi ungs fólks í lok desember 2015. Ferðaþjónustufyrirtækið sem hann fór með sérhæfir sig í ferðum á framandi slóðir sem fólk myndi vanalega ekki fara til á eigin vegum. „Hann var alveg frábær gaur,“ sagði Danny Grotton, herbergisfélagi hans í Norður-Kóreu, í samtali við Washington Post og bætti við: „Ég kynntist Otto mjög vel og hann var mjög þroskaður miðað við aldur.“Handtekinn fyrirr að stela pólitísku veggspjaldi Ferðin til Norður-Kóreu átti að vara í fimm daga og í kjölfarið ætlaði Warmbier til Beijing í Kína. Hann komst hins vegar aldrei þangað þar sem hann var handtekinn á flugvellinum í Pyongyang þann 2. janúar 2016. Yfirvöld í Norður-Kóreu sögðu að hann hefði verið handtekinn vegna þess að hann hefði farið á svæði á hótelinu sem hann dvaldi á sem var lokað ferðamönnum og stolið þaðan pólitísku veggspjaldi. Warmbier kom svo næst fyrir sjónir heimsins í myndbandi sem norður-kóresk yfirvöld birtu í febrúar 2016. Í myndbandinu játaði Warmbier glæpinn, grátbað um fyrirgefningu og að hann yrði látinn laus úr haldi en ekki er vitað hvort þessi játning hans hafi verið þvinguð fram eða ekki.Dæmdur í 15 ára þrælkunarvinnu Í mars 2016 var Warmbier dæmdur í 15 ára þrælkunarvinnu fyrir glæpinn sem hann átti að hafa framið. Hann var alls í sautján mánuði í haldi yfirvalda í Norður-Kóreu en í byrjun júní tilkynnti Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að Warmbier yrði látinn laus eftir samningaviðræður ríkjanna þar um. Það var svo þann 13. júní síðastliðinn sem Warmbier var látinn laus úr haldi og flogið með sjúkraflugi heim til Bandaríkjanna. Hann lést svo tæpri viku síðar en líklega mun aldrei fást skýrt svar við því hvers vegna ástand hans varð svo bágborið á meðan hann var í haldi norður-kóreskra yfirvalda. „Því miður þá leiddi hin hræðilega meðferð sem sonur okkar hlaut í Norður-Kóreu til þess að endalokin gátu ekki orðið önnur en þau urðu í dag,“ sagði fjölskylda Warmbier í yfirlýsingu í gær.Byggt á umfjöllun CNN og BBC.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Trump fordæmir stjórnvöld Norður-Kóreu vegna andláts Warmbier Donald Trump forseti Bandaríkjanna segir stjórnvöld Norður Kóreu „hrottaleg“ í kjölfar frétta af andláti Otto Warmbier. Þá vottaði forsetinn fjölskyldu Warmbier einnig samúð sína. 19. júní 2017 23:18 Otto Warmbier er látinn Bandaríski námsmaðurinn Otto Warmbier, sem var sleppt úr haldi norður-kóreskra stjórnvalda í síðustu viku, eftir að hafa verið dæmdur í fimmtán ára nauðungarvinnu, er látinn. 19. júní 2017 20:44 Warmbier varð fyrir alvarlegum heilaskaða í haldi Norður-Kóreumanna Læknar Otto Warmbier sem Norður-Kóreumenn slepptu nýlega í dái segja að hann hafi hlotið alvarlegan heilaskaða. 15. júní 2017 21:41 Mest lesið Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Trump fordæmir stjórnvöld Norður-Kóreu vegna andláts Warmbier Donald Trump forseti Bandaríkjanna segir stjórnvöld Norður Kóreu „hrottaleg“ í kjölfar frétta af andláti Otto Warmbier. Þá vottaði forsetinn fjölskyldu Warmbier einnig samúð sína. 19. júní 2017 23:18
Otto Warmbier er látinn Bandaríski námsmaðurinn Otto Warmbier, sem var sleppt úr haldi norður-kóreskra stjórnvalda í síðustu viku, eftir að hafa verið dæmdur í fimmtán ára nauðungarvinnu, er látinn. 19. júní 2017 20:44
Warmbier varð fyrir alvarlegum heilaskaða í haldi Norður-Kóreumanna Læknar Otto Warmbier sem Norður-Kóreumenn slepptu nýlega í dái segja að hann hafi hlotið alvarlegan heilaskaða. 15. júní 2017 21:41