Tíska og hönnun

Big Sean í íslenskri hönnun á Solstice

Stefán Árni Pálsson skrifar
Big Sean og Rick Ross saman á hátíðinni.
Big Sean og Rick Ross saman á hátíðinni.
Bandaríski rapparinn Big Sean var í sviðsljósinu á Secret Solstice hátíðinni um helgina og sló hann rækilega í gegn á sviðinu.

Rapparinn spókaði sig um í Laugardalnum í fatnaði frá 66°Norður og er hann greinilega hrifinn af íslenskri hönnun. Hann var í raun eins og gangandi auglýsing fyrir íslenska fatamerkið.

Big Sean var klæddur í buxunum Hvannadalshnjúkur, mittistösku og trefil frá 66°Norður.

Big Sean er sjóðheitur um þessar mundir en hann hefur gert það gríðarlega gott með lögum eins og Bounce Back og Sacrifixes.

Big Sean deildi nokkrum myndum af sér í fatnaðinum á instagram en hann er með yfir 8,7 milljónir fylgjenda á samfélagsmiðlinum.

 

Been a long road, we ain't take no shortcuts neither

A post shared by BIGSEAN (@bigsean) on

Teflon x Sean, Long live the Dons!

A post shared by BIGSEAN (@bigsean) on






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.